Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 69
MIÐVIKUDAGUR 27. september 2006 21 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.275 +0,60% Fjöldi viðskipta: 568 Velta: 7.167 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,20 +0,00% ... Alfesca 5,09 +0,79% ... Atlantic Petroleum 580,00 +0,69% ... Atorka 6,38 +0,47% ... Avion 29,10 +0,00% ... Bakkavör 58,30 -0,17% ... Dagsbrún 4,67 +4,71% ... FL Group 23,40 +3,08% ... Glitnir 20,10 +0,00% ... KB banki 846,00 -0,35% ... Landsbankinn 26,90 +3,46% ... Marel 78,50 +0,00% ... Mosaic Fas- hions 17,90 +1,13% ... Straumur-Burðarás 17,40 +1,16% ... Össur 127,00 +1,60% MESTA HÆKKUN Dagsbrún +4,71% Landsb. +3,46% FL Group +3,08% MESTA LÆKKUN KB banki -0,35% Bakkavör -0,17% Umsjón: nánar á visir.is Stýrihópur, sem félagsmálaráð- herra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumót- un um hlutverk og aðkomu stjórn- valda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölu- banka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni til- lögur sínar auk athugasemda Sam- taka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinn- ar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lán- taka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neyt- enda og tryggi skilvirkni í fjár- mögnun og bestu fáanlegu kjör. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópur- inn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúða- lána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillög- um hópsins. „Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyr- irmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbygg- ingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalána- sjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum,“ segir stýrihópurinn. olikr@frettabladid.is HÖFÐABORG Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Stýrihópur leggur til stofnun heildsölubanka Athugasemdir Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja kalla á pólitíska ákvarðanatöku segir hópurinn. Andrew Fastow, fyrrum fjármála- stjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær. Búist var við allt að tíu ára fang- elsisdómi. Fastow viðurkenndi aðild að svikamálinu fyrir tveimur og hálfu ári ásamt þeim Kenneth Lay, fyrrum forstjóra Enron, og Jeff Skilling, eins af æðstu yfir- mönnum orkurisans. Lay lést í byrj- un júlí en dómur fellur í máli Skill- ings í næsta mánuði og á hann yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. Fastow var lykilvitni í réttarhöld- um í máli tvímenninganna. Andew Fastow var í upphafi ákærður fyrir bókhaldssvik, inn- herjasvik og peningaþvætti. Hann gekkst við tveimur ákæruliðum um aðild að bókhaldssvikum sem fólu í sér að skuldir Enron voru faldar með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið sýndi hagnað í stað taps. Hann auðgaðist verulega við sölu á bréfum sínum í félaginu en var dæmdur til að greiða til baka 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2.100 milljarðar íslenskra króna, í reiðufé og eignum. - jab Fjármálastjóri Enron í steininn Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að olíuverð tók að lækka en markaðurinn er mjög háður því og því oft kallaður Olíukauphöllin. Á mánudaginn lækkaði mark- aðsvirði kauphallarfélaga í Osló um sex hundruð milljarða króna þegar aðalvísitalan féll um 3,44 prósent. Frá því að hún náði hæsta gildi frá upphafi í maí nemur lækkun hennar um fimmtán pró- sentum. Norski markaðurinn rétti vel við sér í gær þegar olíuverð hækkaði á nýjan leik. En söluþrýstingur á félögum, sem tengjast olíugeiranum, hefur einnig smitast til annars konar fyrirtækja. Eitt þeirra félaga sem hefur fallið hvað mest að undanförnu er Opera Software sem Íslendingurinn Jón S. von Tetzchner stýrir. Á einum mánuði hefur gengi hlutabréfa Operu lækkað um fjörutíu prósent. - eþa Fall í olíukaup- höllinni ANDEW FASTOW Fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron er hann kom til dómshússins í Houston í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 4. bekkinga Teiknisamkeppni – 27. september 2006 7. alfljó›legi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.