Fréttablaðið - 26.10.2006, Síða 43

Fréttablaðið - 26.10.2006, Síða 43
FIMMTUDAGUR 26. október 2006 11 Ólífur eru ekki einungis yng- ingarmeðal og eðalmatvara heldur einnig úrvalsskraut. Vinsældir matreiðslu frá Miðjarð- arhafslöndunum hafa beint athygli margra að ólífum. Þær eru hollar sé þeirra neytt í hófi og sérkenni- lega bragðgóðar. Svo eru þær líka töluvert fyrir augað. Þetta hafa framleiðendur borðbúnaðar og annarrar heimilisvöru uppgötvað og nota ólífur, bæði brúnar, græn- ar og svartar til að fegra með muni sína. Í Blómavali eru þessar mynd- ir teknar. Ólífur gleðja Kertakrukkurnar eru mismunandi í lag- inu og af nokkrum stærðum. Kosta milli tvö og fjögur þúsund krónur. Glerkertastjaki með fljótandi ólífum er fallegur á borði. Ólífuplantan fer vel á borðbúnaði. Á þessu borði snýst allt um ólífur. Það getur borgað sig að safna hágæða postulínsborð- búnaði. Ef vel er farið með hann, getur hann gengið kynslóða á milli og er oft það dýrmætasta af húsbún- aði heimilisins. Hér er fróðleikur og nokkur ráð um meðferð á postulíni. Það er ekki að ástæðulausu að postulín hefur oft verið nefnt hið hvíta gull. Kínverjar framleiddu postulínið fyrstir fyrir mörg þúsundum ára og heilluðu með því Evrópubúa upp úr skónum. Eftir miklar njósnir og tilraunastarfsemi við að finna rétta aðferð leit fyrsta evrópska postulínið dagsins ljós á átjándu öld í Dresden, Þýskalandi. Vaninn er að kaupa tólf manna stell, en þó festa sumir kaup á fleiri tegundum og fyrir færri. En samt sem áður er vaninn að stellin eigi vel saman í lit og munstri. Ef kaupa á eina tegund, borgar sig að kaupa hlutlaust stell svo að allur matur fari vel á því. Einnig getur verið gott að athuga hjá framleiðanda hvort einhverjar líkur séu á að stellið sé á leið úr framleiðslu, því það getur verið leiðinlegt að ná ekki í aukahluti ef maður er svo óheppin að brjóta. Hágæða postulín er brennt er við mjög háan hita og er hundrað prósent þétt. Ef postulínið er gegnsætt, sem sést ef það er borið upp að ljósi, bendir það til mikilla gæða. Hágæða postulín þolir háan hita í ofni svo framarlega sem það er ekki skreytt með gulli eða silfri. Því er hættu- laust að skella diski í ofninn til að hita upp mat, þó þarf að fara varlega með hitabreytingar eða skyndilegan hita. Postulínið endist lengur ef það er þvegið í höndunum, en ef það er þvegið í uppþvottavél þarf að þvo á um 50 gráðu hita, og stilla vélina á forrit fyrir viðkvæmt leirtau. Best er að nota glansefni því það fjarlægir matta húð sem annars vill leggjast á postulínið og gerir það mótækilegra fyrir rispum. Hábrennt postulín brotnar ekki svo auðveldlega. Postul- ínskaffibolli þolir mörg hundruð kílóa þunga ef hann dreif- ist jafnt á bollann. En ef hann dettur í gólfið brotnar hann hins vegar auðveldlega. Það er hægt að líma postulín saman en til þess þarf sérstakt lím fyrir postulín og leir. Framleið- andi borðbúnaðarins getur líka gert við brotið Postulín margra kynslóða Postulín getur þjónað mörgum kynslóðum ef vel er farið með það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.