Fréttablaðið - 30.12.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 30.12.2006, Síða 38
Sögusagnir þess efnis að Ford og Toyota ætli sér í eina sæng tröllríða nú bílaiðnaðinum. Þetta gerðist í kjölfar þess að fréttir um fund yfirmanna fyrirtækjanna láku út. Ford sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að yfirmaður fyrirtækisins, Alan Mulally, hafi vissulega fund- að með yfirmönnum Toyota í Japan en samruni hafi ekki verið ræddur. Í yfirlýsingunni, sem er afar stutt, er það ítrekað að yfirmenn bíla- framleiðanda hittist stöðugt og ræði mögulega samvinnu á sviði tækniþekkingar og framleiðslu. Þó að yfirlýsingin hafi átt að kveða niður sögusagnir hefur hún gert lítið annað en að ýta undir orðróm þess efnis að Ford leiti eftir sam- runa, þrátt fyrir fullyrðingar um annað fyrr á árinu. Ford hefur gengið afleitlega á þessu ári og er tapið mikið. Toyota heldur hins vegar áfram að stækka og fyrir þremur árum komst Toy- ota upp fyrir Ford og í annað sæti yfir stærstu bílaframleiðendurna. Söluspár fyrirtækisins gera einnig ráð fyrir að á næsta ári verði þeir öflugri en GM og um leið stærstu bílafram- leiðendur heims. Bæði fyrir- tækin myndu græða á samrun- anum. Ford vantar tækni sem Toyota býr yfir, sem og reynslu Toyota að byggja upp orð- stír bílategunda. Ford á nóg af verksmiðjum í Bandaríkjunum sem eru einungis nýttar að hluta. Toyota er einmitt að leita að leið til að framleiða sína bíla í Bandaríkj- unum svo þeir geti keppt við GM á þeirra heimavelli. Við fyrstu sýn virðist þetta vera fullkomið hjóna- band. Fullyrðingar stjórnar Ford gætu hins vegar verið sannar. Samvinna er algeng í bílaiðnaðinum og tækni sem fundin er upp af einu fyrir- tæki er sjaldnast bundin við það eitt lengi. Kostnaður við þróunar- vinnu er gríðarlegur og reyna framleiðendur að græða með því að selja þekk- ingu, jafnvel til keppinauta. Með hliðsjón af þessu telja sérfræðing- ar líklegt að Ford ásælist „hybrid“-tækni Toyota og getur fundurinn vel hafa snúist um slík viðskipti. Á meðan engar frekari útskýr- ingar berast úr herbúðum fyrir- tækjanna eru þetta einungis vanga- veltur en ljóst er að margir eru farnir að veðja á samruna og mynd- un nýs risa í bílaiðnaðinum. Risa sem mun gnæfa yfir keppinauta sína. Hugsanleg sameining Ford og Toyota 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.