Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 14

Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 14
fréttir og fróðleikur Gríðarlegur áhugi er fyrir uppboði sem fram fer í Kaupmannahöfn í dag. Þar verður boðið upp fágætt verk eftir Kjarval og talið að það fari á margföldu matsverði sem er ein og hálf milljón. Einnig verða í dag boðin upp fimm verk eftir Svavar Guðna- son í uppboðshúsi Bruun Rasmussen. „Að ég bjóði? Fyrir sjálfan mig. Nei, Guð minn almáttugur. Ég hef ekki efni á því,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Í dag verður slegið umtalað Kjarvalsverk hjá uppboðshaldar- anum Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn. Verkið, sem heitir Hvítasunnudagur, er talið einstakt, olía á striga og 100 x 113 senti- metrar á stærð. Verðmat sem upp- boðshaldari miðar við er 100 til 150 þúsund danskar sem gera hátt í 1,8 milljónir íslenskra króna. Víst þykir að myndin fari á talsvert hærra verði en svo. Eftir að Morgunblaðið fjallaði um verkið á forsíðu sinni og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, lýsti því yfir að verk- ið væri einstakt og hann hefði full- an hug á að eignast það fyrir hönd safnsins hefur áhugi magnast. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fjöldi áhugasamra kaup- enda hyggist steðja út til Kaup- mannahafnar og/eða vilji bjóða í verkið í gegnum síma. Tryggvi Páll Friðriksson, uppboðshaldari á Gallerí Fold, segist hafa heyrt um nokkurn hóp manna sem ætla að bjóða í verkið og Aðalsteinn Ing- ólfsson tekur í sama streng. „Mikið er talað um þessa mynd Kjarvals. Menn eru forvitnir um hana fyrst búið er að magna upp þennan áhuga á henni. Klárt er að hún fer á yfirverði eftir, já, ummæli safnstjóra, það sem menn hafa verið að ræða í fjölmiðlum og þá er forsíða á Morgunblaðinu ekki léleg auglýsing,“ segir Aðalsteinn. Peter Christmas Möller er yfir- maður deildar hjá Bruun Rasmus- sen sem tekur til nýrri listaverka og hann segir ótrúlega mikinn áhuga sýna sig í tengslum við þetta tiltekna Kjarvalsverk – menn hafi haft samband vegna þess og spurt hvernig best sé að bera sig að boðum í myndina. Hann telur ljóst að matið á verkinu sé mjög lágt svo ekki sé meira sagt. „Enda er hún ein sú áhugaverðasta sem hefur verið boðin upp lengi. Menn ættu að mæta snemma því það verður örugglega troðfullt hús,“ segir Peter Christmas. Aðspurður segir hann ómögu- legt að segja á hvað verkið fer en nefndar hafa verið tölur allt upp í 15 milljónir íslenskra króna með kostnaði. Hann segir áhuga á nor- rænni eyjalist hafa aukist mjög undanfarin tvö ár og þar séu verk íslenskra listamanna engin undan- tekning. Aðalsteinn segir að verkið hafi vissulega sérstöðu. Einkum sé litið til þess hversu stórt það er miðað við verk Kjarvals frá þessu tíma- bili en það er talið málað á árunum 1917-1919. Hefur verið á það bent að þarna megi greina fágæta takta hjá Kjarval sem vísi í kúbisma. „Til eru aðrar Kjarvals-myndir í þessum dúr. Eins og sjá má ef Stóru Kjarvalsbókinni er flett. Kjarval gekk í gegnum períóðu sem við getum kallað kúbisma þó svo sé ekki strangt til tekið. Held- ur einhvers konar bræðingur,“ segir Aðalsteinn. Kjarval er ekki einn um hituna. Á morgun eru einnig boðin upp fimmtán verk eftir Svavar Guðna- son en hann er líklega sá listamað- ur sem náð hefur mestum frama íslenskra listamanna á erlendri grund. Enda tilheyrir hann hópi eins þekktasta hóps norrænna listamanna sem nefnast Cobra- hópurinn. Aðalsteinn segir þar merk verk á ferðinni, pappírsverk máluð með krítarlitum, vatnslitum og pastel. „Þetta eru góð verk úr safni Róbert Dalmanns Ólsen sem var góður vinur Cobra-hópsins, skrif- aði um þá og átti verk eftir þá alla. Mikil tíðindi eru að safn hans skuli nú brotið upp með þessum hætti. Dalmann Ólsen þekkti Svavar á besta skeiði, þegar hann var hvað frjóastur og pródúctívastur. Var auk þess glöggskyggn sjálfur. Þetta eru ekki undirmálsverk, eru lágt metin (6 til 8 þúsund danskar) og fara örugglega á töluverðan pening,“ segir Aðalsteinn. Kúbískur Kjarval sleginn í dag Malbiksagnir, sót, jarðvegur og salt Mikilvægt starf INNBLÁSTUR FYRIR SKÖPUNARGLEÐINA Ókeypis Panduro Hobby föndurlisti á íslensku! Einnig fáanlegur í Skólavörubúðinni. Borgartúni 29 Höfðabakka 3Glerárgötu 34

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.