Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 27.02.2007, Qupperneq 19
Restylane heldur húðinni stinnri. Ný rannsókn á hrukkubananum Restylane hefur leitt í ljós að efnið örvar jafnframt framleiðslu colla- gens, náttúrulegs efnis sem heldur húðinni stinnri, gagnstætt því sem talið var. Restylane hefur í gegnum tíðina verið sprautað í varir, kinnar og enni til að gefa aukna fyllingu og slétta úr hrukkum, með góðum árangri. Húðsýni voru tekin úr ellefu sjálfboðaliðum, eldri borgurum með brunasár af völdum sólar, eftir að efninu var sprautað í þá. Rann- sóknin, sem var framkvæmd við Michigan-háskóla, leiddi í ljós að efnið örvar collagen-framleiðslu líkamans og kemur auk þess í veg fyrir niðurbrot þess. Síðast en ekki síst er regluleg notkun þess talin hafa langtíma áhrif, gagnstætt því sem menn héldu. Efnið hefur því meiri virkni en framleiðendur og almenningur álitu. Rannsóknin náði ekki til annarra hrukkubana en Restylane, svo ekki er vitað hvort þeir hafi sams konar áhrif. Hún skilur hins vegar eftir nokkrar spurningar, meðal annars hvað í efninu valdi endurnýjun fruma og hvort það megi nota til endurnýjunar annarra fruma. Frá þessu er greint á www.cnn. com. - Örvar colla- gen-fram- leiðslu Hinn 1. júní munu öll veitinga- hús á Íslandi verða reyklaus samkvæmt lögum og því eru margir sem hafa hugsað sér að hætta að reykja fyrir þann tíma. Stuðningur og ráðgjöf geta hjálpað í barátt- unni við tóbakið og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á einstaklingsviðtöl og ráðgjöf í apótekum Lyfja og heilsu fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Í tuttugu apótekum Lyfja og heilsu víðs vegar um landið verður héðan í frá boðið upp á viðtöl og ráðgjöf fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfja- fræðingur hjá Lyfjum og heilsu, segir að þeir sem hafi áhuga geti bara gengið inn í næsta apótek af götunni og pantað sér viðtal. „Við reiknum með svona sex til átta við- tölum á mann og hvert viðtal hefur ákveðið þema. Farið verður í hvern- ig tóbakið hefur áhrif á líkamann, sjúkdóma sem reykingar valda og næringarráðgjöf. Hvert viðtal kost- ar fimm hundruð krónur og við miðum við að þau séu með svona viku millibili en annars ræður fólk því sjálft. Þó að við séum öll með sama faggrunn í viðtölunum okkar eru þau að sjálfsögðu einstaklings- miðuð,“ segir Sigríður. Auk ráðgjafar og stuðnings í viðtölunum verður þátttakendum boðið upp á blóðþrýstingsmæl- ingu og kolmónoxíðmælingu. „Við erum með mæli sem mælir kol- mónoxíð í útöndunarlofti en það binst blóðrauðanum fastar en súr- efni og veldur auka álagi á hjarta og æðakerfi. Þegar hætt er að reykja minnkar styrkur kolmón- oxíðs í útöndunarlofti hins vegar mjög fljótt þannig að árangur er mælanlegur strax á fyrsta sólar- hring. Tveimur til þremur dögum eftir að reykingum er hætt er styrkur kolmónoxíðs orðinn sá sami og hjá þeim sem hafa aldrei reykt.“ Stuðningur skiptir miklu máli þegar hætt er að reykja og bendir Sigríður á að gott geti verið að hringja í reyklausa símann hjá Lýðheilsustöð á milli viðtala í Lyfj- um og heilsu. „Allir sem koma til okkar fá svo afhent fræðsluefni til að lesa heima og fylgst er með hvernig fólki gengur með bindind- ið eftir að viðtölunum lýkur.“ Sigríður segir að ráðgjafar Lyfja og heilsu mæli með því við alla sem koma í viðtöl að þeir taki upp heil- brigðari lífsstíl samhliða reykbind- indinu. „Við erum með mjög flott prógramm sem er sett saman af næringarfræðingum en þegar hætt er að reykja hægir á brennslu lík- amans og því mikilvægt að huga vel að mataræði og hreyfingu.“ Stuðningur skiptir máli Vertu ígó ummálum! Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin Ný og kraftmikil TT-námskeið! Innritun hafin núna í síma 581 3730. Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri. TT-1 • Lokuð 9 vikna námskeið 3 x í viku • Fræðslufundir 1x í viku, vigtun og mælingar • Líkamsrækt • Glæsilegur lokafundur þar sem sérfræðingar í hári og förðun veita ráð • Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi þar sem alger trúnaður ríkir • Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal TT-2 • Lokuð 9 vikna framhaldsnámskeið eftir TT-1 Loksins! TT á besta tíma: 16:30 og 17:40 og aukið rými fyrir morgunhænurnar: 6:15 og 7:20 Barnagæsla – Leikland JSB Vertu velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A – S T ÍN A M . / F ÍT Fullkomin baðvog sem mælir þyngd, fitu og vatnsprósentu. Tækifærisverð: 9.900 kr. Baðvog, PPW 2200 Fullkomin baðvog sem mælir þyngd, fitu, vöðva og vatnsprósentu. Minni fyrir 10 einstaklinga. Tækifærisverð: 8.800 kr. Baðvog, PPW 5310 Kínastofan • Stórhöfði 17 • 110 Rvk • 577 7007 Verð 12.200 kr Tilboðsverð 9.900 kr ef þú pantar í dag Green peel andlitslyfting sem tekur einungis 4-5 daga. ANDLITS LYFTING Við kynnum vinsælasta líkamsræktar spjallvef landsins til sögunnar vaxtarvorur.is Sérverslun með NOW fæðubótarefni Kaplahrauni 19, Hfj. S: 565-9595. Opið 13-19 virka daga - 12-16 lau. ÞÚ Í FORM NÚNA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.