Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 21
Nemendur Ölduselsskóla og
eldri borgarar í Breiðholti
reyndu með sér í boccia í
félagsmiðstöðinni Árskógum í
síðustu viku.
Forseti Íslands opnaði nýja
heimasíðu verkefnisins Flott
án fíknar í Hamraskóla.
Klúbburinn Flott án fíknar var
stofnaður í Hamraskóla í gær. For-
seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, kom af því tilefni í heimsókn
og opnaði heimasíðu verkefnisins.
Flott án fíknar er verkefni sem
tekur til þriggja þátta, neyslu tób-
aks, áfengis og ólöglegra fíkni-
efna. Verkefnið byggist á samn-
ingsbundnu klúbbastarfi og
viðburðadagskrá þar sem ungling-
ar skemmta sér saman á heil-
brigðan og uppbyggilegan hátt.
Flott án fíknar er íslensk hugmynd
sem verið hefur í þróun í fjögur ár
í Lindaskóla í Kópavogi og reynst
vel. Ungmennafélag Íslands hefur
tekið að sér verkefnastjórn og
kynningarstörf í þeim tilgangi að
allir unglingar landsins geti notið
góðs af.
Nokkrir skólar eru þátttakend-
ur í verkefninu og nú hefur
Hamraskóli bæst í hópinn. Fyrsta
uppákoman á vegum klúbbsins
var hópferð áttundu bekkinga í
World Class í Laugum þar sem
þeir fengu að kynnast Shokk-saln-
um, líkamsræktarsal fyrir börn og
unglinga.
Flott án
fíknar í
Hamraskóla
Þeir eldri höfðu
betur í boccia
ÁLFTAMÝRI • MJÓDD
HÆÐASMÁRA 4
opið 10–23 alla daga