Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 32

Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 32
10 sport Ragnheiður Ragnarsdóttir fórnar mörgu fyrir sundið en sér ekki eftir því. Hún stefnir að því að uppskera sem til var sáð á Ólympíuleikunum í Peking haustið 2008. SPORTMYND/VALLI É g var einmitt að koma af fundi og þar fékk ég að vita hvernig næsta eitt og hálf ár lítur út hjá mér. Það verða ferðalög og aftur ferðalög, fullt af mótum en reynd- ar líka tveggja vikna sumarfrí. Síðan tekur við ár þar sem allt verður lagt undir fyrir Ólympíu- leikana í Peking haustið 2008,“ segir sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir. ALLT LAGT TIL HLIÐAR Það er ekki tekið út með sæld- inni að ætla sér að ná árangri í sundi. Það fyrsta sem fólk lærir er: „Þú átt ekkert líf. Laugin er lífið þitt.“ Ragnheiður getur skrif- að undir þessa lýsingu því hún er ekki að vinna, þurfti að fresta skóla, hefur ekki tíma fyrir kær- asta og er alltaf bílstjóri þegar vinkonur hennar fara út að skemmta sér. Það er allt lagt til hliðar, lífið sjálft er lagt til hliðar fyrir sundið. „Það er alveg ljóst að maður gerir ekki mikið annað á meðan undirbúningur fyrir stórmót stendur yfir,“ segir Ragnheiður og hlær. Aðspurð hvort þetta sé ekki einn stór hringur þar sem hvert stórmótið reki annað og eilífur undirbúningur sé í gangi játar hún því. „Það er sjaldan tími til að anda. Evrópumeistaramótið fór fram í Valencia í desember á síð- asta ári. Strax eftir það hófst und- irbúningur fyrir heimsmeistara- mótið í Ástralíu þannig að það var ekki hægt að slaka neitt á yfir jólin. Ég hef æft tíu til þrettán sinnum í viku síðan þá, bæði sund- æfingar og þrekæfingar og er komin í ágætisform. Við förum út til Ástralíu tveimur vikum fyrir mótið og verðum þar í stífum æfingabúðum. Undirbúningurinn miðast að sjálfsögðu við að toppa þar,“ segir Ragnheiður. ENGIN ORKA FYRIR KÆRASTA Og það er ekki nóg að æfa bara. Ragnheiður þarf líka að huga að mataræðinu og hvíldinni. „Ég borða engan sykur, reyki hvorki né drekk. Það þýðir lítið að æfa eins og brjálæðingur og eyðileggja það síðan með kæruleysi utan laugarinnar. Þetta er auðvitað hálfgert munkalíf en ég reyni að nýta sumarfríin til að skemmta mér. Á meðan er ég bara vinsæll bílstjóri fyrir vinkonur mínar í partíum,“ segir Ragnheiður og hlær. Það má mikið vera ef ungir menn þess lands líta þessa glæsilegu stúlku ekki hýru auga en Ragnheið- ur er á lausu. Hefur bara hreinlega hvorki orku né tíma fyrir kærasta. LÍFIÐ LAGT TIL HLIÐAR 22,55 SEK: 50 metra skrið- sund í 25 metra braut. Sett í Reykjavík 19. nóvember 2006 55,95 SEK: 100 metra skriðsund í 25 metra braut. Sett í Helsinki 8. desember 2006 1:03,66 MÍN: 100 metra fjórsund í 25 metra braut. Sett í Helsinki 8. desember 2006 26,23 SEK: 50 metra skrið- sund í 50 metra braut. Sett í Canet 8. júní 2006 56,74 SEK: 100 metra skriðsund í 50 metra braut. Sett í Króatíu 9. júlí 2004 ÍSLANDSMET VISSULEGA LÍT ÉG Í KRINGUM MIG OG SÉ JAFNALDRA MÍNA VERA FARNA AÐ BÚA, GIFTAST OG EIGNAST BÖRN EN ÉG GÆTI ÞAÐ EKKI NÚNA. ÞAÐ ER DÝRT AÐ VERA AFREKSMAÐUR Í SUNDI. RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR er 22 ára gömul. Hún er fremsta sundkona landsins og mun taka þátt í heims- meistaramótinu í Brisbane í Ástralíu eftir tæpan mánuð. Þessi glæsilega stúlka sem hefði auðveldlega getað orðið fyrirsæta fórnar nú öllu fyrir sundið. Hún æfir 13 sinnum í viku og hefur ekki tíma fyrir neitt annað. Dagskráin næsta eina og hálfa árið er klár. Hún samanstendur af flugvélum og sundlaugum. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.