Fréttablaðið - 27.02.2007, Side 49

Fréttablaðið - 27.02.2007, Side 49
[Hlutabréf] Teymi hf. hefur selt allan eignar- hlut í dótturfélaginu Securitas hf. á 3,8 milljarða króna að frádregn- um vaxtaberandi skuldum til óstofnaðs félags í eigu Fons Eignarhaldsfélags hf., samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær. Yfirtökudagur er samkvæmt kaupsamningi 1. mars næstkom- andi og nemur söluhagnaður Teymis um hálfum milljarði króna fyrir reiknaðan tekjuskatt. Í til- kynningunni kemur jafnframt fram að söluverðið verði allt greitt á þessu ári, en samningurinn er háður niðurstöðu áreiðanleika- könnunar og samþykki samkeppn- isyfirvalda. Þá hefur Landsbanki Íslands hf. yfirtekið kröfu Teymis á Hands Holding, með ábyrgð Teymis, að bókfærðri fjárhæð 2.688 milljónir króna miðað við 31. desember 2006. „Áhrif framangreinda ráð- stafana á efnahagsreikning Teymis eru þau að vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé lækka um 5,4 milljarða króna miðað við síðustu áramót,“ segir í tilkynn- ingunni, en skuldir fara úr 27,3 milljörðum króna í 21,9 milljarða. Securitas verður hluti af sam- stæðureikningi Teymis út febrúar en fjárhæðir úr reikningum Secur- itas munu birtast undir aflagðri starfsemi í fyrsta ársfjórðungs- uppgjöri 2007 með samanburði við fjórða ársfjórðung 2006. Haft er eftir Árna Pétri Jóns- syni, forstjóra Teymis, að allt frá stofnun félagsins í nóvember síð- astliðnum hafi verið forgangs- verkefni að draga úr skuldsetn- ingu og vaxtabyrði félagsins. Salan á Securitas og krafa á hendur Hands Holding eru sagðar jákvæðar fréttir fyrir Teymi, segir greiningardeild Glitnis. „Kaup Dagsbrúnar á Securitas reyndust góð fjárfesting þar sem Securitas er nú selt með ágætum söluhagn- aði. EV/EBITDA margfaldari Securitas í viðskiptunum er um 12,7 en félagið var keypt fyrir rúmu ári síðan á EV/EBITDA 11,5,“ segir greiningardeildin og telur einnig jákvætt af félaginu að hafa fært kröfuna á hendur Hands holding út úr efnahag Teymis í formi ábyrgðar Teymis á láninu gagnvart Landsbankanum. „Þess- ar aðgerðir eru til þess fallnar að létta skuldabyrgði Teymis og styrkja þannig afkomugrundvöll félagsins. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður með eign- arhlut Teymis í Hands Holding, hvort Hands verði selt eða hvort viðunandi arðsemi náist.“ Teymi hf. hefur samið um sölu Securitas til félags í eigu Fons eignarhaldsfélags hf. á 3,8 milljarða króna. Söluhagnaður er sagður nema hálfum milljarði. Sjóvá hagnaðist um 11,9 milljarða króna í fyrra sem er rúmlega þre- falt meiri hagnaður en árið 2005. Eigið fé stóð í rúmum 9,3 milljörð- um króna í árslok og eigin iðgjöld fyrirtækisins jukust um tíu pró- sent á árinu. Forsvarsmenn Sjóvár segja að fjárfestingastarfsemi hafi gengið vel og nefna þar að góður árangur hafi náðst í kaupum á fasteignum erlendis undir forystu móðurfé- lagsins Milestone sem er í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Afkoma af tryggingastarfsemi hefur farið batnandi og munar þar mestu um að rekstrarkostaður lækkaði úr 3,22 milljörðum í 2,53 milljarða. Tjón urðu þó meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, einkum á seinni hluta síðasta árs. Hagnaður Sjóvár þrefaldast á milli ára KVEF? NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM Það er engin ástæða til að láta sér líða illa. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða infl úensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfi ð ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstífl u og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fl jótt og áhrifi n vara í 6-10 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfi nningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn.Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Strepsils töfl ur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu.Venjulega er ein tafl a látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfi ð þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1-2 töfl ur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöfl ur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töfl ur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfi ð er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfi ð ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. A›alfundur Atorku Group hf. ver›ur haldinn flri›judaginn 6. mars 2007 kl. 16:00 í I›usölum. Dagskrá: Stjórn Atorku Group hf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.