Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 50

Fréttablaðið - 27.02.2007, Page 50
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysin- gar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Saga Stephensen útskrifaðist um síð- ustu helgi úr Háskóla Íslands með tvöfalt BA-próf í íslensku og jap- önsku. Þurfti hún að ljúka rúmlega 120 einingum til að klára námið, sem stóð yfir í fjögur ár. Þar af dvaldi hún í eitt ár í Japan til að komast betur inn í jap- önskuna. „Ég var alltaf áhugasöm um Asíu en byrjaði að læra íslensku í háskól- anum. Á öðru ári var byrjað að kenna japönsku og ég ákvað að prófa og fannst það bara mjög spennandi og skemmtilegt,“ segir Saga. Hún bjó í höfuðborg Japans, Tókýó, og segir það hafa verið frábæra reynslu. „Það er svolítill munur að koma héðan og fara í svona fjölmenna borg. Það er ýmis- legt sem er öðruvísi en mér fannst samt ekkert erfitt að komast inn í hlutina. Fólkið er alveg ótrúlega vina- legt og hjálpsamt. Maður er alltaf mjög velkominn og þegar maður spurði til vegar var labbað með manni í tíu mínútur,“ segir hún. Saga segist vel geta hugsað sér að fara aftur til Japans, bæði til að læra tungumálið betur og til að kynnast menningunni á nánari hátt. Hún hefur undanfarið starfað í sérskóla í London sem aðstoðarkennari en stefnir á framhaldsnám í haust. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera en ég veit um skóla í London sem kennir „japanese studies“. Síðan kemur kennslufræðin hérna heima til greina,“ segir Saga, sem á greinilega framtíðina fyrir sér. Reichstag brennur í Berlín „Það er minnimáttarkennd ef þú þorir ekki að standa á þínu, að vera þú sjálfur. Vera krúttlegur Íslending- ur í stað þess að vilja láta taka sig alvarlega. Þetta finnst mér leiðinlegur kvilli, mein á þjóðarsál- inni.“ Freestylekeppni Tónabæjar fór fram í 27. skiptið á föstudag. Keppnin var haldin í Loftkastalanum, og telst Árna Jónssyni, verkefnisstjóra Freestyle og Músíktil- rauna, til að um 400 manns hafi verið við- staddir. „Keppnin er alltaf jafn vinsæl. Ég var líka ánægður með að það mættu tölu- vert margir foreldrar. Þeir eru svo mikilvægir í þessu starfi, hvatning krakkanna og stuðningur kemur þaðan,“ sagði hann. „Það er líka mikilvægt að vera með verkefni eins og Freestyle og Músíktilraunir, þar sem við bendum á hvað ungt fólk er jákvætt, hresst og skemmti- legt, og skapandi í því sem það gerir,“ bætti hann við. 73 unglingar á aldrinum 13-17 ára tóku þátt í keppninni, en atriðin voru 25. Í ár varð hópurin Liþium Íslands- og Reykja- víkurmeistari, Ritmó lenti í öðru sæti og Zyncron í því þriðja, en Vídeza hlaut FRÆ verðlaunin. Elva Friðjónsdóttir varð Íslandsmeistari og hlaut FRÆ verðlaunin í flokki einstaklinga, Eva Óliversdóttir varð Reykjavíkurmeistari og Linda Ósk Valdi- marsdóttir hreppti þriðja sætið. Sigurvegarar í freestyle Iceland Express fagnar fjögurra ára afmæli í dag en á þessum degi árið 2003 var fyrsta flug félagsins til Kaupmannahafnar og Lond- on. Rúmlega 300 þúsund manns fljúga nú árlega með Iceland Express. Íslending- um á ferðalagi til annarra landa hefur fjölgað um ríf- lega 35% frá því félagið kom inn á markaðinn. Þá hefur ferðamönnum til Íslands fjölgað um 17% á sama tíma. Félagið hefur frá upphafi boðið upp á daglegt flug til Kaupmannahafnar og Lond- on. Í maí 2005 bættust við þrjár ferðir á viku til Frank- furt Hahn í Þýskalandi. Í maí 2006 stækkaði leiða- kerfi Iceland Express aftur þegar fimm nýir áfanga- staðir bættust við: Alicante á Spáni, Berlín og Friedrichs- hafen í Þýskalandi og Gauta- borg og Stokkhólmur í Sví- þjóð. Sumarið 2007 bætast við fimm nýir áfangastaðir og einnig verður boðið upp á beint flug frá Akureyri og Egilsstöðum til Kaupmanna- hafnar tvisvar í viku í sumar. Flugfloti Iceland Express er ein 150 sæta og tvær 166 sæta Boeing MD-90 vélar sem reknar eru af sviss- neska félaginu Hello AG. Næsta sumar munu ein Boeing 737-500 og ein Boeing 737-700-vél frá Sterl- ing ásamt Boeing 757-200- vél frá Astraeus bætast við flotann. Iceland Express fjögurra ára Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson FÆDDUST ÞENNAN DAGÁstkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Aðalsteinn M. Richter arkitekt, Nökkvavogi 52, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 16. febrúar sl. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 28. febrúar, kl. 13. Elisabeth Richter Kristján Richter Kristbjörg Ólafsdóttir Svend Richter Björg Yrsa Bjarnadóttir Anna Gerður Richter Örn Ármann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.