Fréttablaðið - 27.02.2007, Síða 53

Fréttablaðið - 27.02.2007, Síða 53
24 25 26 27 28 1 2 Í kvöld verða tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju, en þeir eru liður í frönsku menningarhátíðinni sem stendur fram á vor. Hefjast tónleikarnir kl. 20 en á efnisskránni, þar sem íslenskir og franskir listamenn leggja saman krafta sína, verða fjögur verk eftir frönsk tónskáld, en einleikararnir og stjórnandinn koma frá báðum löndunum. Það er einstakt tækifæri fyrir listamenn að starfa með félögum sínum frá öðrum löndum og er sérstakt ánægjuefni að tónskáldið Nicolas Bacri verður viðstaddur tónleik- ana en þar verða flutt tvö verk eftir hann: Konsert fyrir flautu og kammersveit og Concerto amor- oso „Le printemps“ fyrir óbó, fiðlu og strengjasveit. Þá eru á efnis- skránni verk eftir Maurice Ravel, Pavane pour une Infante défunte fyrir kammersveit, og Fr. Poulenc, Konsert í G-dúr fyrir orgel, strengjasveit og pákur. Einleikar- ar á tónleikunum eru Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Daði Kol- beinsson, óbó, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, og Vincent Warnier, orgel, en stjórnandi Kammersveitarinnar að þessu sinni er Daniel Kawka. Warnier er einn fremsti ungi orgelleikari Frakka nú um stundir. Hann hélt einleikstónleika á sunnudag í Hallgrímskirkju. Hann hefur víða farið og leikið á orgel en alþjóðahylli hans hófst með fyrstu verðlaunum á Chartres- keppninni 1992. Hann starfar við kirkju heilags Stefáns í París. Nicolaus Bacri er í hópi virtra tón- skálda franskra. Íslenska ein- leikara sem koma fram í kvöld er óþarft að kynna, Áshildur, Rut og Daði er vel kunn hér á landi sem fremstu listamenn þjóðarinnar á sín hljóðfæri. Með tónleikunum fer að ljúka þrítugasta og þriðja starfsári Kammersveiitarinnar en hún var stofnuð 1974. Hún nýtur styrks borgar og ríkis og lýtur forystu Rutar Ingólfsdóttur. Kammersveit í Hallgrímskirkju Chris Skámá ni Kynn ir: KILLe r JOE frumsýnt 1. mars í Borgarleikhúsinu Tilboðsverð til Vörðu- og Námufélaga kr. 1.900 á fyrstu 10 sýningarnar Stefnumót við Jökul Leikfélagið Snúður og snælda Sýnir þrjá einþáttunga eftir Jökul Jakobsson Aðeins 4 sýningar Fim. 1.mars Sun. 4.mars Fim. 8.mars Sun. 11.mars nokkur sæti laus Sýnt í Iðnó kl. 14.00 Miðapantanir í Iðnó S. 562 9700 & „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.