Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 46

Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 46
INNBAKAÐUR BBQKJÚKLINGUR 2 msk. olía 4 kjúklingabringur, skornar í litla bita 200 g salamipylsa eða önnur góð pylsa, skorin í smáa bita 1 lítill laukur, fínt saxaður 2 hvítlauksrif, fínt söxuð salt og cayennepipar 2 dl vatn 2 dl sæt BBQ-sósa 3 msk. steinselja, söxuð 5 msk. rifinn parmesanostur 1½ dl brauðmylsna smjördeig eða gerdeig Brúnið kjúklinginn í olíu á heitri pönnu í 2-3 mín., látið pylsuna saman við og steikið í 2 mín., þá lauk- inn og hvítlaukinn og svitið í 5 mín. Kryddið með salti og cayenne-pipar eftir smekk. Hellið vatni á pönnuna, BBQ-sósu, steinselju og osti og blandið saman. Takið af hitanum og hrærið brauðmylsnu saman við. Kælið. Nú er margt hægt að gera – nota smjördeig eða gerdeig; gera eina stóra rúllu úr smjördeigi til að baka heila og skera í sneiðar, sbr. á myndinni, (þ.e. setja blönduna á mitt deigið og rúlla því saman) eða gera litla snúða úr gerdeigi sem flatt er út, blandan smurð á deigið og rúllað upp . Einnig er hægt að setja blönduna í tartalettur eða litlar smjördeigsskeljar sem fást í stórmörkuðum eða setja inn í rúllutertubrauð. Bakið við 200 gráður þar til deigið/brauðið er gullið. (Magn sbr. í 2 rúllu- tertubrauð eða í um 25 snúða). INNBAKAÐ HAKK Í SÆTRI CHILLÍSÓSU 450 g nautahakk 125 g beikonbitar 1 msk. olía 1 stór laukur, smátt saxaður 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 msk. tómatpasta/púrra 1 msk. söxuð basilíka salt og chillíduft SÆT CHILLÍSÓSA: 200 g niðursoðnir, saxaðir tómatar 1 dl sæt chillísósa safi úr einu lime 1 msk. púðursykur chillípipar eftir smekk Mýkið lauk og hvítlauk í olíu á pönnu, hrærið hakkið og beikonbitana saman við og látið brún- ast. Þegar það fer að gerast er tómatpúrran hrærð saman við ásamt basilíku. Smakkið til með salti og chillídufti. Látið kólna. Setjið í mat- vinnsluvél og maukið örlítið, til að hakkið og beikonið blandist betur saman og eins verður það áferðarfallegra og gott að eiga við þegar sett er í snúða. Hrærið saman allt hráefnið í sætu chillísósuna. Blandið saman við hakkið. Nú er margt hægt að gera (sbr. í uppskrift- inni að bbq-kjúklingnum). OSTAFYLLT EGGJABRAUÐ Gerdeig (mæli með að nota uppskrift að deigi sem þið þekkið og hafið gert áður. Ef hugað að þægindum þá er gott að kaupa deigið tilbúið í bakaríium) 6 harðsoðin egg 200 g skinka, hráskinka, steikt beikon eða salami 250 g smurostur að eigin vali 1 mosarellakúla, skorin í smáa bita 100 reyktur ostur, skorinn í smáa bita Fletjið út deigið í langa og beina lengju, um 20 cm breiða. Smyrjið það með smurostinum. Strá- ið skinku eða öðru áleggi í eina, beina röð eftir miðju deiginu, um 5 cm breiða. Þá mosarella- ostinum og þeim reykta. Setjið heil, harðsoðin egg í röð ofan á ostinn og áleggið, hafið jafnt bil á milli þeirra. Rúllið deigið upp, þ.e. lokið því yfir eggjablönduna. Setjið upprúllað deigið í hringlaga bökunarform, formkökuform með staut í miðjunni, og festið endana vel saman. Bakið við 180 gráða hita í 40-50 mín. eða þar til deigið er gullið og osturinn vel bráðinn. Umsjón og eldamennska: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR4 fréttablaðið fermingar Einhverra hluta vegna er það brauðmeti sem hvað mest gengur á þegar sett er saman fjöl- breytt veisluborð sem á að ná hylli allra aldurs- hópa. Í fermingarveislum er aldurssamsetningin mjög breið og margt sem þarf að hafa í huga við að ákveða hvað skal hafa á boðstólum. Hér eru uppskriftir að þremur brauðréttum sem ganga hæglega með ólíkum réttum á hlaðborði. Ann- ars vegar er um að ræða ostafyllt brauð með heilum harðsoðnum eggjum en eggin eru skemmtileg viðbót í nýbakað brauð. Hins vegar eru uppskriftir að tveim- ur kjötfyllingum sem hægt er að nota á ýmsa vegu; með smjördeigi jafnt sem gerdeigi og að sjálfsögðu einnig fílódeigi ef vilji er fyrir. Fyllingarnar er hægt að nota í rúllutertubrauð eða setja þær í tartalettur. Jafnvel setja þær ofan á pítsubotna, strá osti yfir og inn í ofn. Það sem gerir það hins vegar hentugt að hafa brauðmeti sem þetta á borðum er að það má undirbúa allt fyrirfram. Fyllingarnar er hægt að gera daginn áður, jafnvel setja þær í deigið, sbr. ef um snúða er að ræða og baka á veisludaginn (einnig má undirbúa þetta mun fyrr og hafa tilbúið í frystikistunni í nokkra daga). Eggjabrauðið má sömuleiðis hafa tilbúið kvöldið áður. Brauð á fermingarborðRÁÐ FYRIR FERMINGUNA Verið ófeimin að biðja ættingja og vini að baka og hjálpa til við fermingarundirbúninginn. Aðalatriðið er að biðja tímanlega um greiðann. Takið fermingarbarnið með þegar velja á kerti og servíettur. Flest börn vilja fá að vera með í ráðum um skreytingar í sinni eigin veislu. Ef bjóða á upp á kaffi og kökur í fermingarveislunni er sniðugt að byrja strax í janúar að huga að bakstri. Veljið tertur sem auðvelt er að setja í frysti og þær sem ekki þarf að skreyta mikið. Veljið fimm sortir og bakið eina tertu hverja helgi og skellið í frysti. Sniðugra er að hafa tegundirnar færri en fleiri og hafa frekar tvær kökur af hverri tegund. Úr hverri tertu í venjulegri stærð fást 12 sneiðar. Mátulegt er að reikna með þremur sneiðum á mann, þannig að auðvelt er að áætla hversu mikið þarf að baka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.