Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 16
Benedikt S. Laf leur Ný sýn í pólitík Ný sýn í pólitík sjö nýjar leiðir út úr úlfakreppu íslenskra stjórnmála Ný sýn í pólitík eftir sjósundkappann og hugsjónamanninn Benedikt S. Lafleur boðar tímamót í íslenskum stjórnmálum ! 2007 er ár samvinnu og hugsjóna. Í bók sinni bendir Benedikt á sjö nýjar leiðir til að styrkja og sameina íslenskt sam- félag. Fjallað er m.a. um þýðingu náttúrunnar, helstu mein þjóðarinnar og hvernig megi lækna þau, hvernig hægt sé að draga úr spillingu í stjórnmálum og leyfa lýðræðinu að blómstra og hlutverk Íslands í heiminum. Hér er á ferðinni bók sem enginn meðvitaður Íslendingur ætti að láta framhjá sér fara! Sérstaklega ekki fyrir kosningar! Bókin er á sérstöku tilboðsverði, á aðeins 1.990 kr. og fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins, sem og í Listasetri Lafleur, Hólmaslóð 4, 101 Rvk. S: 659-3313, lafleur@simnet.is Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hvatti rík- isstjórnir landa heims til að íhuga alvarlega að gefa Írak eftir erlend- ar skuldir þess. Hann sagði þetta í opnunarræðu sinni á tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er í Egyptalandi. Ráðstefnunni er ætlað að safna hugmyndum, fé og öðrum stuðningi við stöðugleika og uppbyggingu í Írak. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti viðræður við starfsbróður sinn frá Sýrlandi og var það fyrsti fundur háttsettra fulltrúa landanna tveggja um ára- bil. Skuldir Íraks nema á að giska því sem svarar 3.200 milljörðum króna. Nú þegar hefur svonefndur Parísar-klúbbur lánardrottna gefið Írökum eftir skuldir að upphæð um 100 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 6.400 milljarða króna. Eitt af markmiðum ráðstefnunn- ar er að koma á betri tengslum milli Íraksstjórnar, sem sjía-mús- limar fara fyrir, og stjórnvalda í arabalöndunum, þar sem súnní- múslimar ráða öllu. Auk skuldaeft- irgjafar vill Íraksstjórn að stjórn- völd í arabalöndunum beiti sér fyrir því að stemma stigu við straumi erlendra bardagamanna til Íraks, en þeir eru fjölmennir í hópi uppreisnarmanna þar. Um þetta síðasta atriði snerist fundur Rice með sýrlenska utanríkisráð- herranum Walid al-Moallem. Írakar óska skuldaeftirgjafar Hagdeild ASÍ spáir því að verðbólga náist niður í 4,6 prósent á þessu ári og verði komin niður í þrjú prósent á næsta ári. Stýrivextir lækki aðeins en haldist þó áfram háir og atvinnuleysi auk- ist. Þetta kemur fram í vorskýrslu ASÍ 2007, Aukin misskipting í góð- æri. Hagdeildin telur það áhyggju- efni að augljóst jafnvægi sé ekki í kortunum þegar stóriðjufram- kvæmdum lýkur í ár og á næsta ári en gerir þó ekki ráð fyrir harðri lendingu í efnahagsmálum þjóðar- innar. Viðskiptahallinn verði ekki viðráðanlegur í náinni framtíð, vextir haldist háir og verðbólga mikil. Óvissan sé mikil. Lítið megi út af bera til að hagkerfi þróist til verri vegar og Seðlabankinn eigi erfiðara með að bregðast við vegna þess hve stýrivextir eru þegar háir. Í vorskýrslunni kemur fram að ójafnvægi er mikið, viðskiptahalli í sögulegu hámarki og gengis- sveiflur miklar. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að gert sé ráð fyrir því að hafist verði handa við byggingu álvers í Helguvík á síðari hluta þessa árs, vextir haldist háir út árið og fari ekki lækkandi fyrr en á næsta ári. Halli verði á ríkissjóði á næsta ári. „Viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki og hættulega mikill. Við höfum áhyggjur af því að það dreg- ur ekki nægilega hratt úr honum,“ segir hann og bendir á að meðal- heimili í landinu skuldi 240 prósent af ráðstöfunartekjum sínum. „Þetta hlutfall hefur farið hratt vaxandi.“ Ólafur Darri segir að ójöfnuður hafi farið vaxandi í þjóðfélaginu og það sé einkum vegna vaxandi fjár- magnstekna og breytinga á skatt- kerfinu sem komi þeim tekjuhæstu best. Ójöfnuður ráðstöfunartekna vaxi meira en heildartekna og því dragi úr þeirri tekjujöfnun sem sé í skattkerfinu. „Við erum að ýta undir ójöfnuð með markvissum aðgerðum frekar en að draga úr ójöfnuði með markvissum aðgerðum.“ Hagdeildin spáir því að hagvöxt- ur haldist svipaður í ár og í fyrra og verg landsframleiðsla verði um 2,5 prósent á þessu ári. „Einkaneyslan hefur vaxið mjög mikið og við gerum ráð fyrir að hægi á vextin- um,“ segir hann. Gert er ráð fyrir vaxandi kaupmætti milli ára en minni lántökum. Fjárfestingar hins opinbera fari vaxandi. Ójafnvægi er fram undan Jafnvægi er ekki fyrirsjáanlegt í efnahagsmálum þjóðarinnar, að mati hagdeildar ASÍ. Vextir verða áfram háir, verðbólga mikil og krónan veikist. Markmiðið er að Landspítalinn verði meðal fimm bestu háskólasjúkrahúsa á Norður- löndum árið 2012 þegar kemur að rannsóknarstörfum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins sem í þetta sinn er gefið út í samvinnu við vísindadaga Land- spítalans. Samkvæmt endurskoðaðri vís- indastefnu spítalans er áætlað að verja skuli þremur prósentum af rekstrarútgjöldum í vísindarann- sóknir. Helmingur þess fjár er ætlað að renni í Vísindasjóð spítal- ans, en það er um tvöföldun á opin- beru framlagi til vísindastarfa. Þá er einnig miðað að því að vísinda- mennirnir afli samsvarandi upp- hæðar til vísindastarfa frá öðrum aðilum. Landspítalinn verði í hópi þeirra bestuBolvíkingar hafa skotið á neyðarfundi undir yfirskriftinni „Áföll í atvinnumálum“. Verður hann í ráðhúsi Bolungarvíkur á sunnudag og hefst klukkan 17. Fulltrúum stjórnmála- flokkanna sem bjóða fram til Alþingis í vor hefur verið boðið til fundarins en framsögu flytur Anna Guðrún Edvardsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Nýlega var 48 starfsmönnum útvegsfyrirtækisins Bakkavíkur sagt upp störfum og ekki er langt um liðið síðan sextán starfsmenn Ratsjárstofnunar í bænum misstu vinnuna. Áföll í atvinnu- málum rædd Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar stað- festu í gær samstarfssamning um rekstur slökkviliðs. Slökkviliðið verður tólf manna atvinnulið á Reyðarfirði auk 45 manna í hlutastarfi í Neskaupstað. Þá verða fimmtíu starfsmenn Alcoa tiltækir sem varalið. Þrír slökkviliðsmannanna fá laun greidd frá Alcoa og uppbygging öryggismiðstöðvar verður greidd með fjármunum sem annars hefðu farið í sambærileg verkefni innan fyrirtækisins. Miðstöðin verður steinsnar frá lóð Fjarðaáls. Þetta er fyrsta atvinnuslökkvilið Austurlands. Reka saman slökkviliðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.