Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 26
Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi og dróst hagnaður bankans saman um fjögur prósent á milli ára. Samdráttur hagnaðar skýrist af lægri gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 45,2 prósent á árs- grundvelli. Uppgjörið var vel yfir meðaltals- spá bankanna sem hljóðaði upp á 11.215 milljónir króna. Landsbank- inn hækkaði um 1,58 prósent í gær og stóð gengið í 35,3 krónum á hlut. Bankastjórinn Sigurjón Þ. Árna- son er ánægður með afkomuna og segir að vel gangi jafnt innan- sem utanlands. „En stærsta fréttin, fyrir utan hvað er góður hagnaður af rekstri bankans, er sú gjörbylt- ing sem er búin að eiga sér stað á fjármögnun efnahagsreikningsins. Sjáðu að innlánin eru orðin meiri heldur en lántakan,“ bendir hann á. Innlán frá viðskiptavinum, sem koma að mestu leyti frá almenningi í Bretlandi, voru komin í 913 millj- arða í lok mars á móti 904 milljörð- um í lántöku. Nú eru innlán um 62 prósent af öllum útlánum og hafa vaxið um 230 milljarða á einu ári. Landsbankinn hefur ekki farið í eina einustu skuldabréfaútgáfu er- lendis á árinu, enda ekki þurft þess að sögn Sigurjóns. Hreinar rekstrartekjur bankans hækkuðu um níu prósent á milli ára, úr 26,9 milljörðum í 29,4 milljarða, og voru tekjur af erlendri starfsemi 42 prósent heildartekna. Töluverð- ur vöxtur varð á grunntekjum bank- ans, vaxta- og þóknunartekjum, um 31 prósent á milli ára og um sautj- án prósent frá fjórða ársfjórðungi 2006. Hreinar vaxtatekjur voru um 10,9 milljarðar, en hreinar þóknun- artekjur voru um 9,8 milljarðar og hækkuðu um 42 prósent. Sigurjón bendir á að lág verð- bólga hafi bitnað á grunnafkom- unni þar sem bankinn eigi meiri verðtryggðar eignir en skuldir. Færir hann rök fyrir því að bank- inn hafi tapað tveimur milljörðum króna á því að fjármagna mismun- inn með óverðtryggðum vöxtum við núverandi vaxtastig. Gengishagnaður var 8,8 millj- arðar og dróst saman um fimmt- ung á milli ára. Rekstrarkostnaður óx hratt hjá Landsbankanum, eins og hjá hinum viðskiptabönkunum. Hann var 12,4 milljarðar og jókst um 54 prósent á milli ára. Sigurjón segir að bankinn sé að vaxa og fjár- festa í nýju fólki sem auki hagnað til framtíðar. Þá aukist launagreiðsl- ur með góðum árangri. Í lok mars voru heildareignir bankans komn- ar í 2.317 milljarða króna og höfðu vaxið um sjö prósent frá ársbyrjun. Eigið fé bankans var 150 milljarðar. Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæð- unnar var 13,4 prósent í lok mars. [Hlutabréf] Actavis kaupir ekki samheita- lyfjahluta þýska lyfjafyrirtækis- ins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á fé- laginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra fé- laga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félag- anna að hækka tilboð sitt. Stjórn- endur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboð- ið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka til- boðið. „Miðað við afkomu félags- ins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félag- ið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið við- ræðum við króatíska lyfjafyrir- tækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreið- anleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefð- um ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu sam- heitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfir- tökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs fé- lags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þús- und. „Nú þegar Merck er úti ein- beitum við okkur að öðrum tæki- færum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yf- irtaka í pípunum. „Það hefur eng- inn óskað eftir að kaupa meirihlut- ann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“ Actavis hefur dregið sig út úr slagnum um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck og verður því ekki í bráð þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheita- lyfja. „Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur,“ segir forstjóri Actavis. Innlánsvöxtur gjörbyltir fjármögnun Landsbankans LÍ skilaði góðu uppgjöri í gær upp á 13,8 milljarða króna og nam arðsemi eigin fjár 45 prósentum. Grunntekjur vaxa hratt á milli ára en bankastjórinn bendir á að bankinn hafi tapað tveimur milljörðum á verðtryggingarjöfnuði sínum. Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur í dag störf í kjölfar þess að bankinn fékk í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármála- eftirlitsins. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, lofar gott samstarf við Fjármálaeftirlitið og segir kraftaverki líkast hversu hratt hafi gengið að ganga frá leyf- inu. Í dag eru sléttir sjö mánuðir frá tilkynningu um stofnun bank- ans og um fimm mánuðir frá því lögð var inn umsókn um fjárfest- ingarbankaleyfi. Bankinn kynnti starfsemi sína í höfuðstöðvum sínum á Akureyri í gær, en hann sérhæfir sig í fyr- irtækjaráðgjöf, útlánum og verð- bréfamiðlun. Þá segir Þorvaldur bankanum verða beitt í fjárfest- ingum með viðskiptavinum hans. Auk höfuðstöðvanna er Saga Capital með skrifstofu í Reykja- vík og hyggur á stofnun skrif- stofu í Eystrasaltslöndunum í ná- inni framtíð. „Eystrasaltið er að mörgu leyti á sama stað og Ís- land fyrir svona átta árum,“ segir Þorvaldur og telur að með réttum samstarfsaðila geti bankinn náð þar góðu forskoti. Þá óttast hann ekki samkeppni frá öðrum bönkum með tengsl við Ísland, líkt og Nor- vik Banka eða MP, sem þegar hafa haslað sér þar völl. „Þetta er eins og að moka skurð. Þeim mun fleiri hendur þeim mun betur gengur.“ Eigið fé Saga Capital er nú 10 milljarðar króna að loknu lokuðu hlutafjárútboði sem efnt var til í byrjun árs. Þorvaldur segir áhersl- una á breiðan eigendahóp þar sem jafnræði ríkir. Nýr banki hefur störf Peningaskápurinn ... Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.