Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 28
Bakkavör Group hefur keypt franska salatfram- leiðandann 4G sem sérhæf- ir sig í framleiðslu á fersk- um, tilbúnum salötum fyrir franskan markað. Í frétta- tilkynningu frá Bakkavör er haft eftir forstjóra fé- lagsins, Ágústi Guðmunds- syni, að félagið falli vel að fyrirtækjum sem fyrir eru í eigu samstæðunnar. Stefnt er að því að sam- þætta rekstur 4G rekstri salat- framleiðandans Cinguieme Saison sem fyrir er í eigu Bakkavarar. 4G framleiðir að mestu undir vöru- merkjum viðskiptavina sinna en hefur jafnframt náð góðum árangri í sölu á vörum undir eigin vörumerki, „Vert Desire“. Fyrirtækið skiptir við alla helstu stórmarkaði Frakk- lands. Velta þess er 2,3 milljarðar króna. Kaupin eru fjármögn- uð úr sjóðum Bakka- varar Group og er kaupverð ekki gefið upp. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2002, rekur eina verksmiðju í Macon í Frakklandi og hjá því starfa 165 starfsmenn. Bakkavör kaupir fransk- an salatframleiðanda Nokkur veltumet voru slegin í OMX-kauphöllunum á Norðurlönd- unum og Eystrasaltslöndunum í síðasta mánuði. Veltumesti dagurinn í sögu kaup- hallanna var 26. apríl. Hlutabréfa- velta þess dags nam 795,5 millj- örðum íslenskra króna. Fyrra met var slegið 28. febrúar síðastliðinn og nam 758,6 milljörðum króna. Mánuðurinn í heild sló líka met. Á degi hverjum nam veltan að meðaltali 507,1 milljarði króna. Fyrra met var frá febrúar 2006 þegar meðalveltan nam 505,3 milljörðum króna. Undanfarna tólf mánuði hefur meðalveltan verið um 467,5 milljarðar króna á dag. Fjöldi viðskipta á degi hverj- um jókst í takti við slegið met. Á meðaldegi í apríl fóru fram um 172 þúsund viðskipti miðað við 143 þúsund tólf mánuðina á undan. Veltumet sleg- in hjá OMX Vísitala neysluverðs jókst um 500 prósent á milli mánaða í Afríkurík- inu Simbabve í mars og jafngild- ir það að verðbólga mælist 2.200 prósent. Þetta er sögulegt heims- met enda hafa hvergi í veröldinni sést jafn háar verðbólgutölur. Þetta er langtum meiri verð- bólga en búist var við enda hafði verið gert ráð fyrir að hún myndi liggja nær 2.000 prósentunum. Þótti mönnum þó nóg um. Sérfræðingar í efnahagsmál- um segja að ástandið eigi eftir að hríðversna og geti menn átt von á að sjá allt að 5.000 prósenta verð- bólgu fyrir árslok grípi stjórnvöld ekki í taumana. Niðurstaðan þykir mikill skell- ur fyrir stjórnvöld í Simbabve, sem reyndu í lengstu lög að fresta birtingu þeirra á meðan haldið var upp á að 27 ár eru liðin síðan land- ið fékk sjálfstæði frá Bretum. Efnahagur Afríkuríkisins hefur hríðversnað ár frá ári og þykir í molum. Mikill meirihluti lands- manna, sem eru 13 milljónir tals- ins, eða 80 prósent, er undir fá- tæktarmörkum og reyna þeir sem fá pening í hendur að eyða þeim eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir að þeir brenni upp í verðbólgubáli. Fást við mestu verðbólgu heims Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifa- mesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra millj- arða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent sam- anborið við sama tíma í fyrra og talsvert undir væntingum grein- enda á Wall Street. Rick Wagoner, forstjóri bílaris- ans, sagði í viðtali á CNBC-sjón- varpsstöðinni í gærmorgun að góður gangur væri í rekstri fyr- irtækisins eftir viðamikla hag- ræðingu síðastliðin tvö ár sem fól meðal annars í sér sölu á útlána- armi félagsins, uppsögnum á tug- þúsundum starfsmanna og lokun á verksmiðjum. Gott hljóð í bílarisanum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.