Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 30
greinar@frettabladid.is Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho segir snjalla sögu. Ferðalangur kemur til Dresden skömmu eftir seinni heimsstyrj- öld og sér þrjá menn að vinnu í borgarrústunum. „Hvað eruð þið að fást við?“ spyr komumaður. „Ég er að flytja steina,“ svarar sá fyrsti. „Ég er að sjá fyrir mér og fjölskyldu minni,“ mælir annar. „Ég er ásamt öðrum að endur- reisa dómkirkjuna,“ svarar þriðji maðurinn. Þetta verður Coelho tilefni til hugleiðinga um tilgang lífsins. Það er ekki fyrr en komu- maður heyrir þriðja svarið, sem hann skilur, hvað mennirnir eru allir að gera. Iðja þeirra verður þá skyndilega þrungin merkingu. Það er enginn tilgangur í sjálfum sér að rogast með steina milli staða og því síður í að strita fyrir daglaunum. Í háskólanámi mínu í heimspeki heyrði ég oft svipað- ar útleggingar á tilgangi lífsins og merkingu, þótt dæmin væru sjaldan jafnskýr. Ég velti þessari sögu nýlega fyrir mér. Getur verið, að hún sé margræðari, hafi dýpri merkingu, en Coelho heldur? Fyrri mennirn- ir tveir segja ýmislegt merkilegt ekki síður en hinn þriðji. Fyrsti maðurinn segist vera að flytja steina. Það er eðli menningarinn- ar að sætta sig ekki við umhverf- ið, eins og það er, heldur bæta það. Við friðum ekki grjóthrúgur, heldur flytjum steina þaðan, sem þeir eiga ekki að vera, þangað sem þeir eiga að vera. Við röskum sífellt aðstæðum. Svo er tækninni fyrir að þakka, að sjaldnast þarf að rogast milli staða með steina í fangi, heldur má flytja þá til með stórvirkum vinnuvélum. Þetta eru framfarir. Menningin gerir náttúruna sér undirgefna, svo að menn geti betur fullnægt þörfum sínum. Annar maðurinn segist vera að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni. Það þurfa allir að gera. En peningar vaxa ekki á trjám. Ein- hver greiddi fyrir endurreisn dómkirkjunnar í Dresden. Óhætt er að fullyrða, að kirkjan hefði seint risið, hefði þurft að treysta á sjálfboðaliða til verksins. (Saga Coelhos gerbreytir um merkingu, ef mennirnir þrír eru neyddir til starfa sinna.) Íslendingar búa við svo mikla velmegun um þess- ar mundir, að þeir hafa gleymt þessum frumsannindum. Á okkur dynja á hverju kvöldi sjónvarps- fréttir um óleyst verkefni, sem krefjast aukinna fjárútláta úr opinberum sjóðum, ekki síst til ýmiss konar ógæfufólks. Jafn- framt vilja umhverfisöfgamenn loka öllum álbræðslum, sem þeim þykir óprýði að. Þegar þeir halda erindi um hugðarefni sín, taka þeir upp fartölvur til að tengja við skjávarpa og sýna myndir. Auðvitað eru tölvurnar úr áli. Tvö önnur umhugsunarefni leit- uðu á mig vegna dæmisögu Coel- hos af endurreisn dómkirkjunn- ar í Dresden. Annað var, hversu miklum fjármunum var áður fyrr varið til að smíða veglegar kirkjur. Vissulega eru til andleg- ar þarfir. En menn vinna ekki síður Guði með því að bæta líf al- þýðufólks, til dæmis með hlýrri húsum, vandaðri vatnsleiðslum, hitalögnum og skólpleiðslum, greiðfærari vegum, fullkomnari sjúkrahúsum. Hvað olli því síðan, að dóm- kirkjan í Dresden var rjúkandi rúst árið 1945? Þótt hernaðar- sérfræðinga greini á um, hversu nauðsynlegar loftárásir Banda- manna á Dresden voru, má rekja seinni heimsstyrjöld til sósíal- ismans, ofurtrúarinnar á ríkis- vald. Sósíalismi síðustu aldar greindist sem kunnugt er í þrjár kvíslir, venjulega jafnaðarstefnu, sem studdist við lýðræði, komm- únisma, þar sem gert var ráð fyrir byltingu strax, og þjóðern- isjafnaðarstefnu, en fylgismenn hennar skírskotuðu til þjóðar frekar en stéttar. Flokkur Adolfs Hitlers kallaði sig Þjóðernisjafn- aðarflokk þýskra verkamanna (Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei) og barðist gegn Gyðingum, stórfyrirtækjum og vaxtaokri. Hann vildi hverfa aftur til náttúrunnar undir kjör- orðinu „Blut und Boden“, ætt og mold. Dauft bergmál heyrist enn af þessu öllu. Dresden lá í rústum eftir seinni heimsstyrjöld, vegna þess að þýskir þjóðernisjafnaðar- menn höfnuðu vestrænni menn- ingu, lýðræði og kapítalisma, um- burðarlyndi og frelsi, sem engil- saxnesku stórþjóðirnar hafa jafnan staðið dyggastan vörð um, en hefur einnig átt sér bólfestu í löndum litlu þjóðanna í norðri, Hollendinga og Norðurlanda- þjóða. Hinn frjálsi markaður fer ekki í stríð, heldur fjölgar við- skiptatækifærum. Hann þarf hins vegar að geta varið sig, eins og sannaðist á tuttugustu öld. Best er að þurfa ekki að endurreisa neinar dómkirkjur. Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjanes- hrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerð- ir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóð- ir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræn- ingjastarfsemi þeirra skipa sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofnarnir þola ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjó- manna og útgerða og þar með þjóðar- búsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðar- færi, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skip- in hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið í gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildar- ríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýt- ingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skil- að árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Árangur af íslenskri stefnufestu Tilgangurinn með þessu Dresden lá í rústum eftir seinni heimsstyrjöld, vegna þess að þýskir þjóðernisjafnaðarmenn höfnuðu vestrænni menningu, lýðræði og kapítalisma, um- burðarlyndi og frelsi. OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 4. maí ALLIR VELKOMNIR - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Hvernig verður laxveiðin í sumar? – Þórólfur Antonsson, Veiðimálastofnun ::: Ný svæði á Veiðikortinu – Ingimundur Bergsson ::: Veiðistaðalýsing – Litlá í Kelduhverfi ::: Myndagetraunin stórskemmtilega ::: Happahylurinn – stútfullur af blönduðum vinningum Síðasta skemmtikvöld vetrarins – um að gera að mæta! H ugmyndir unglinga um kynhlutverk eru íhaldssamari nú en þær voru árið 1992. Þetta þýðir að unglingar í dag eru líklegri til að finnast sjálfsagt að konur sjái um heimilisverk eins og að þvo þvotta og þrífa híbýli en þeir voru fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði sem haldin var við Háskólann á Akureyri um síðustu helgi. Andrea Hjálmsdóttir varpaði á ráðstefnunni fram þeirri spurn- ingu hvort íslenskir unglingar í 10. bekk árið 2006 hefðu jafnrétti í farteskinu en taldi sjálf augljóst að svo væri ekki. Andrea benti einnig á að viðhorf unga fólksins til verkaskipting- ar á heimilum undirstrikaði það sem ýmsar fræðikonur hafa hald- ið fram að heimilið sé hinn gleymdi vígvöllur kvennabaráttunnar. Það er alveg ljóst að jafnrétti milli kynja verður ekki til af sjálfu sér. Jafnrétti milli kynja næst eingöngu með þrotlausri vinnu. Þessi vinna þarf að fara fram alls staðar í samfélaginu. Það bakslag sem átti sér stað með hlutfall kvenna í sveitar- stjórnum eftir kosningarnar í fyrra er áhyggjuefni, sömuleiðis skipan efstu sæta á listum vegna þingkosninganna í næstu viku sem að líkindum mun skila sér í færri konum í þingsölum í haust en þar sátu nú í vor. Talsverð umræða stendur þó um hlut kvenna í stjórnmálum, stjórnunarstöðum og fjölmiðlum, svo dæmi séu tekin. Kynbund- inn launamunur er einnig svo mikið í umræðunni að flestir ættu að vera meðvitaðir um að hann er fyrir hendi. Verkaskipting á heimilum var meðal helstu baráttumála kvenna- hreyfingarinnar á áttunda áratugnum og mikið til umræðu á þeim árum. Þarna virðast jafnréttissinnar hafa sofnað á verðinum og óhætt er að taka undir orð Andreu Hjálmsdóttur um að heimilið sé hinn gleymdi vígvöllur kvennabaráttunnar. Ekki er verið að halda fram að öll heimilisverk verði að vinnast í nákvæmlega jöfnu hlut- falli hjóna, hvort um sig getur að einhverju leyti átt sitt sérsvið. Hins vegar er ákaflega mikilvægt að börn alist upp við að báðir foreldrar sinni þessum störfum til jafns, ekki síst vegna þess að á mjög mörgum heimilum er vinnuframlag foreldranna utan heim- ilis mjög svipað. Þarna eru foreldrarnir sterkasta fyrirmynd barn- anna. Konur hafa sótt fram undanfarna áratugi. Þær eru menntaðri en áður og atvinnuþátttaka þeirra er mun meiri en fyrir örfáum ára- tugum. Þessi staðreynd verður að endurspeglast inni á heimilun- um. Húsverkin verða að komast aftur í umræðuna. Móðir sem sinnir heimilisstörfum svo til ein þrátt fyrir að vinna álíka langan vinnudag og faðirinn utan heimilis er börnum sínum fyrirmynd um að þessi háttur sé sjálfsagður og eðlilegur. For- eldrar verða að spyrja sig hvort þetta sé háttur sem þeir kjósa að börnin, og þá ekki síst dæturnar, taki upp þegar þau fullorðnast. Húsverkin aftur í umræðuna „Ýmsar fræðikonur hafa haldið fram að heimilið sé hinn gleymdi vígvöllur kvennabaráttunnar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.