Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 32

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 32
Mánudaginn 30. apríl birti Fréttablaðið niðurstöður skoð- anakönnunar þar sem fram kemur að kjósendur á Íslandi telja mennta- mál næstmikilvægasta málaflokk- inn þegar kemur að því að ákveða hvaða flokkur hlýtur þeirra at- kvæði 12. maí. Einungis velferð- armál þykja skipta meira máli, og eru menntamál t.a.m. ofar í röðinni en skattamál, efnahagsmál og um- hverfismál. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undanfarið staðið fyrir her- ferð sem miðar að því að gera menntamál að kosningamáli, nokk- uð sem, miðað við vilja kjósenda, virðist vera afar brýnt. Það er því ljóst að Stúdentaráð er sammála þorra kjósenda – en eru frambjóð- endur það? Eru menntamál orðin að kosningamáli? Vissulega hefur farið meira fyrir umræðu um mennta- mál þetta árið en oft áður, t.d. fyrir fjórum árum þegar nær öll um- ræða snerist um kvótakerfið. Samt sem áður hafa málaflokkar eins og efnahagsmál, samgöngumál og um- hverfismál hlotið mun meiri athygli í pólitískri umræðu, þrátt fyrir að kjósendum þyki þau mál ekki eins mikilvæg og menntamálin. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram eru flestir, ef ekki allir, með skýra stefnu í menntamálum og sú stefna er langt frá því að vera eins hjá þeim öllum. Ef stefna flokkanna í háskólamálum er skoðuð kemur í ljós að flokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Skólagjöld eru eitt þeirra atriða sem flokkana greinir á um, en samt hefur lítið farið fyrir umræðum um hvort taka eigi upp skólagjöld við opinbera háskóla hér- lendis nú í aðdraganda kosninga. Sú spurning er hápólit- ísk og varð- ar ekki bara stúdenta, heldur sam- félagið allt. Skólagjöld við opinbera háskóla fela í sér að horfið yrði frá þeim grundvallaratriðum sem hafa einkennt íslenskt samfélag í fjölda ára, að allir séu jafnir og hafi jöfn tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi, og í því felst meðal annars að hafa möguleika á að mennta sig. Það eru fleiri málefni sem flokkana greinir á um og má þar nefna lána- sjóðsmálin, samkeppnisstöðu há- skólanna hérlendis og fjármögnun háskólastigsins almennt. Skortur á umræðu um menntamál er því ekki kominn til vegna þess að flokkarnir hafa ekkert að tala um. Stjórnmálaflokkarnir vita núna hversu mikilvæg menntamálin eru í augum kjósenda. Það gefst hins vegar því miður varla tími til þess að ræða menntamál af einhverri alvöru þessa rúmu viku sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Það geta flokkarnir bætt upp fyrir með því að veita menntamálunum þá athygli sem þau eiga skilið á næsta kjör- tímabili og efna þau loforð sem þeir hafa gefið. Stúdentaráð mun fylgj- ast vel með, enda eru loforð flokk- anna í þessum málaflokki vandlega skráð á vefsíðunni loford.is, og því munu flokkarnir eiga erfitt með að svíkja kjósendur. Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. Eru flokkarnir ósam- mála kjósendum? Ekki veit ég hve oft Ellert B. Schram skallaði í mark á fót- boltaferli sínum en löngunin til að skora hefur fylgt honum yfir á annan vettvang eins og vænta má um keppnismann. Hann hefur oft skrifað greinar sem hafa hitt í mark en pistill hans hér í blað- inu laugardaginn 28. apríl, Jafn- ir gagnvart Guði?, geigaði. Þar þrumar hann í íslensku þjóð- kirkjuna, spyr hvort hún sé stödd á miðöldum, í heimi afturhalds, fordóma og fávísi og sakar hana um að útskúfa fólki og ganga er- inda ranglætis og ójafnaðar. Tilefni skotahrinunnar var niðurstaða prestastefnu á Húsa- vík sem studdi ályktun kenn- inganefndar um staðfesta sam- vist samkynhneigðra og opin- bera blessun þeim til handa. Ný kirkjuleg athöfn, hliðstæð hjóna- vígslu en sniðin að þörfum sam- kynhneigðra, hefur verið við- höfð til reynslu innan sænsku kirkjunnar um eins til tveggja ára skeið. Íslenskað form henn- ar var kynnt á Húsavík til frekari umræðu í sumar en verður lagt fyrir Kirkjuþing næsta haust til samþykktar. Sama form, þrír val- möguleikar, var kynnt á almenn- um fundi í Reykjavíkurprófasts- dæmum seint í vetur við jákvæð- ar undirtektir. Þetta ferli mun allt vera samkvæmt vinnuregl- um þjóðkirkjunnar og er ætlað að stuðla að víðtækri lýðræðislegri umræðu meðal lærðra og leikra áður en komist er að niðurstöðu um þetta vandmeðfarna mál. Nokkur hópur guðfræðinga sætt- ir sig ekki við þetta lýðræðis- lega verk- lag og bar fram til- lögu um að ríkis- stjórnin yrði hvött til þess að taka fram fyrir hendurnar á biskupi og yfirstjórn kirkjunn- ar með setningu nýrra hjúskap- arlaga. Þar með var friðurinn úti. Á sama tíma og íslenska þjóð- kirkjan hefur skipað sér í hóp trúfélaga í heiminum sem lengst hafa gengið til móts við kröf- ur samkynhneigðra, viðurkennt rétt þeirra til fjölskyldustofnun- ar og á ekki nema hálfs árs vinnu eftir til þess að geta boðið upp á opinberar blessunar- eða vígslu- athafnir, var reyksprengju varp- að inn í samkunduna. Almenning- ur sér ekki til að greina rétt frá röngu, fréttamenn bregðast upp- lýsingaskyldu sinni og uppgjafa- fótboltakappi dúndrar í kirkjuna. Nú vill svo til að fram á haust- ið 2006 var Ellert B. Schram for- seti Íþróttasambands Íslands og gegndi því embætti um 16 ára skeið. Ef hann hefði haft raun- verulegan áhuga á því að bæta stöðu samkynhneigðra þá var honum í lófa lagið að gera það innan vébanda ÍSÍ. Sendimað- ur alþjóðlegra samtaka samkyn- hneigðra afreksmanna í íþrótt- um, Out Proud Olympians, hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að í engum félagsskap sé hómófóbían á hærra stigi en innan íþrótta- hreyfingarinnar. Þar hefur fátt verið gert til þess að vinna gegn fordómum. Um misréttið sem konur í íþróttum búa við verður ekki rætt að sinni. Aðeins vakin athygli á hræsni vandlætarans. Skalli, skalla sjálfan þig. Talsverður fjöldi samkyn- hneigðra er virkur innan kirkj- unnar og tekur þátt í öllu hennar starfi og athöfnum, prestar, tón- listarfólk, sjálfboðaliðar og al- mennir kirkjugestir. Boðskapur Páls til safnaðarins er leiðarljós- ið: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona.“ „Þér eruð allir Guðs börn.“ Það sem deilt er um er skilgreiningin á hjóna- bandinu, sem frá bernskuskeiði mannsins hefur verið sáttmáli karls og konu um gagnkvæma ábyrgð og viðhald eigin ættar og tegundarinnar. Sá skilning- ur er sameiginlegur helstu trú- arbrögðum heims og veraldar- valdið hefur víðast verið sama sinnis. Það þarf enga kirkju- vígslu til að fullgilda hjónaband. Frá því fyrir ári eru þrjú form jafnrétthárrar sambúðar tryggð að íslenskum lögum hvort sem menn telja sig standa frammi fyrir guði eða mönnum: 1) Hjónaband karls og konu, stofn- að í kirkju eða hjá sýslumanni. 2) Óvígð sambúð, skráð hjá hag- stofunni. 3) Samvist samkyn- hneigðra para, staðfest af sýslu- manni, blessuð af presti sé þess óskað. Frá og með næsta Kirkju- þingi getur þjóðkirkjan að lík- indum boðið opinbera blessun- arathöfn sem kann að þróast í löggjörning. Höfundur er rithöfundur. Ellert skallar kirkjuna LAUGARDAGINN 5. MAÍ KL 10.00 – 17.00 Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Grillaðar SS pylsur og Appelsín SKIPULÖGÐ DAGSKRÁ FRÁ KL. 13.00 - 15.00. Trúðarnir Búri og Bína Sonny skemmtir sér og krökkunum Andlitsmálning og blöðrur Skoppa og Skrýtla Ratleikur Óperuídívurnar Davíð og Stefán Allir velkomnir! FRÍR A ÐGAN GUR FRÍTT Í ÖLL TÆK I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.