Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 42
BLS. 6 | sirkus | 4. MAÍ 2007 É g hef gaman af fötum enda verð ég að hafa það í þessari vinnu,“ segir Sölvi Tryggvason, einn af stjórnendum Íslands í dag. Sölvi segir áhugann á tísku hafa vaknað á menntaskólaárunum. „Ég var enginn fatamaður lengi af en svo datt ég inn í vinahóp í menntaskól- anum þar sem myndaðist sérstök stemming. Sérstaklega þegar við vorum að fara eitthvað að skemmta okkur. Þá vorum við jafnvel í útvíðum fötum og öðru sem ég myndi aldrei klæðast í dag,“ segir Sölvi brosandi og bætir við að hann sé ekki að elta tískustrauma í blindni. „Ég kaupi bara það sem mér finnst flott og fer mér vel, sama hvort það sé í tísku eða ekki.“ Sölvi kaupir aðallega föt fyrir vinnuna í útlöndum en hversdagsföt- in hér heima. „Mér finnst skemmti- legra að versla í útlöndum og þá kaupi ég mikið í einu en svo kannski ekkert í marga mánuði á eftir. Skemmtilegast finnst mér að versla í New York og París og ég hef líka gaman af því að komast á útimark- aði.“ Vegna starfsins þarf Sölvi að klæðast jakkafötum, sem hann segir lítið mál. „Ég fíla mig í jakkafötum svo það þarf ekkert að troða mér í þau. Svo hef ég líka gaman af bindum, ólíkt öðrum í Íslandi í dag eða Kastljósi. Ég held ég sé eini maðurinn í þessum þáttum sem notar bindi,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hann sé á leiðinni til New York í næsta mánuði. „Síðasta árið hef ég aðallega verið að kaupa mér jakkaföt og bleiserjakka en konan mín vill að ég verði töffaralegri í klæðnaði og hún er eini stílistinn sem ég hlusta á. Ég ætla því að kaupa mér fleiri hversdagsföt þegar við förum til New York.“ indiana@frettabladid.is SÖLVI TRYGGVASON Í ÍSLANDI Í DAG ER ALLTAF FLOTTUR Í TAUINU ÞEGAR HANN BIRTIST Á SKJÁNUM. SIRKUS FÉKK AÐ SKOÐA UPPÁHALDSFÖTIN HANS SÖLVA. FÍLA MIG Í JAKKAFÖTUM ELSTA FLÍKIN „Ég keypti þennan gráa jakkafatajakka á útimarkaði í París fyrir átta árum. Þetta er langelsta flíkin sem ég nota ennþá og var því peninganna virði. Ég held ég hafi borgað þúsund krónur fyrir jakkann.“ JAKKRÍSBINDI „Þessi jakkaföt nota ég bæði í útsendingu og þegar ég vil vera sæmilega fínn. Bindið er nýstárlegt, hálfgert jakkrísbindi. Ég keypti það í Kaup- mannahöfn.“ BENNI HINN „Ég keypti þessi ljósu jakkaföt í Herragarðinum og mætti einu sinni í þeim í útsendingu. Gaupi íþróttafrétta- maður hefur ekki kallað mig annað en Benna Hinn síðan.“ ALÞJÓÐLEGT DRESS „Ég keypti jakkann og trefilinn í Kaupmanna- höfn fyrir stuttu en þessar flíkur eru það nýjasta í fataskápnum. Gallabuxurnar keypti ég í Stokkhólmi svo þetta er alþjóðlegt dress.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.