Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 44

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 44
BLS. 8 | sirkus | 4. MAÍ 2007 Þ egar ég sótti um ríkisborgara-réttinn gerði ég mér ekki miklar vonir en óskaði eftir því að Alþingi legði mat á aðstæður mínar. Ég var mjög heppin og ég veit að ég get orðið góður íslenskur ríkisborgarari því ég er menntuð og dugleg. Ég er mjög glöð yfir því að hafa fengið ríkisborgararéttinn, glöð yfir því að vera orðin Íslendingur,“ segir Lucia Celeste Molina Sierra, unnusta sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sem fékk íslenskan ríkisborgararétt 16. mars síðastliðinn frá Allsherjarnefnd. Veit sannleikann Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa veitingu í fjölmiðlum og sýnist sitt hverjum. Því er haldið fram að Jónína hafi sjálf í krafti valds síns þrýst á að tengdadóttir hennar nyti sérstakra forrétinda en nefndarmenn hafa harðneitað því og það sama gerir Lucia. „Það er ekki rétt og ég veit sannleikann. Ég hafði tækifæri til að sækja um ríkisborgararétt og gerði það. Ég fékk hann og er afskaplega glöð og þakklát því hann hjálpar mér mikið í framhaldinu,“ segir Lucia og þvertekur fyrir að það hafi hjálpað henni að vera unnusta sonar umhverfisráðherra. Jónína hafi þvert á móti gætt þess að engin merki um tengsl kæmu fram. „Það var ekkert sem tengdi hana við málið. Bjartmarz-nafnið kom hvergi fyrir. Eina stofnunin sem vissi af tengslunum var Útlendingastofn- un enda var hún umboðsmaður minn í samskiptum við þegar ég fékk atvinnuleyfi þegar ég kom hingað til Íslands fyrst.“ Urðu bara ástfangin Það er langur vegur frá Gvatemala til Reykjavíkur og því nærtækast að spyrja Luciu hvernig hún endaði hér? „Ég kynntist Birni snemma árs 2003 þegar hann dvaldi sem skiptinemi hjá fjölskyldu vinkona minnar í Gvatemalaborg í eitt ár. Ég held að það hafi ekki verið ást við fyrstu sýn. Ég var hins vegar afar forvitin um allt sem varðaði Evrópu. Ég var fimmtán ár í frönskum einkaskóla og þótti merkilegt að hann væri frá Íslandi. Ég vildi vita allt um hann og landið hans og síðan urðum við bara ástfangin,“ segir Lucia og lygnir aftur augunum. Þau héldu sambandinu eftir að Birnir fór heim til Íslands, bæði í gegn Skype-símakerfið á netinu sem Lucia segir hafi verið bjargvættur. „Við vorum líka dugleg að koma í heimsókn hvort til annars. Það er hins vegar afar langt ferðalag frá Gvatemala til Íslands og haustið 2005 hafði ég fengið nóg af tveggja daga ferðalögum. Ég ákvað því að flytja til Íslands og kom til landsins 27. október og fór beint í faðm Birnis,“ segir Lucia. Erfið ákvörðun Þegar Lucia yfirgaf Gvatemala í október 2005 og flutti til landsins varð hún að sleppa hendinni af þeim tveimur árum sem hún hafði lokið í lögfræði. Það er ekki margt líkt með Íslandi og Gvatemala og því liggur beinast við að spyrja hvort það hafi verið erfið ákvörðun að flytja til Íslands? „Já, það var erfið ákvörðun. Ég vissi að ég myndi sakna fjölskyldunnar minnar mikið auk þess sem ég er elst þriggja systkina, á 18 ára systur og 15 ára bróður, og fann því til ábyrgðar gagnvart þeim. Ég var líka að læra lögfræði. Það var erfitt að hætta því námi eftir tvö ár. Ég vildi hins vegar ekki vera langt frá Birni og mér leist vel á Ísland. Ég vissi að ég myndi geta átt betri framtíð hér,“ segir Lucia og bætir við að til að mynda sé allt annað viðhorf á Íslandi en í Gvatemala. „Gvatemala er mjög stéttaskipt. Ég var svo heppin að ég bjó í einu af betri hverfum Gvatemalaborgar en það er hins vegar erfitt að vera kona í gamla landinu mínu. Það er mikil kynjamisskipting þar. Það er varla hægt að sjá fyrir sér bjarta framtíð þar. Hugsunarhátturinn er gamal- dags, konurnar eiga að sjá um heimilið og karlmennirnir eiga að vinna. Það er mikið ofbeldi gagnvart konum. Það er kannski ekki samþykkt sem slíkt en það er sjaldan refsað fyrir það. Við höfum barist fyrir okkar réttindum en það eru enn takmarkarnir í menningunni sem við erum berjast við.“ Þjónn og nemandi í íslensku Lucia hefur lagt mikla áherslu að læra íslenskuna hratt og vel og í viðtalinu svarar hún alltaf á íslensku. „Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á að ég gengi menntaveginn og því ber ég mikla virðingu fyrir námi. Þau hugsuðu fram í tímann og fyrir það er ég afar þakklát,“ segir Lucia. Hún fór strax í íslenskunám og hefur náð undraverðum tökum á málinu á þeim fimmtán mánuðum sem hún hefur dvalið hér. „Ég byrjaði á því að vinna á bar en er núna þjónn á Lækjar- brekku,“ segir Lucia, sem stefnir að því að fara til Bretlands í nám nú strax í haust ásamt unnustanum Birni Orra. „Við vorum að hugsa um að fara til Frakklands en það hefði verið of dýrt fyrir okkur að lifa þar. Því förum við til Bretlands. Ég ætla að byrja upp á nýtt í lögfræðinni og Birnir fer í heimspeki og stjórnmálafræði,“ segir Lucia. Lucia og Birnir Orri eru bæði 21 árs gömul en hjónaband og barn- eignir eru ekki á döfinni hjá þeim á næstunni. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hugsum um og viljum gera í framtíðinni en eins og staðan er í dag þá viljum við einbeita okkur að náminu og klára það til að skapa okkur góða framtíð. Það er mjög mikilvægt og gagnast börnunum síðar meir. Eftir háskólanámið vil ég koma hingað heim og klára íslensku- námið,“ segir Lucia. Skrýtið veður Eins og áður sagði er Lucia orðinn Íslendingur og því er ekki úr vegi að spyrja hana hvort henni líði eins og Íslendingi? „Ég verð að vera hreinskilin. Ég er auðvitað mjög ánægð með að tilheyra þessu samfélagi af því að þetta er góð þjóð. Ég vil líka vera hluti af lífi Birnis, öllu hans lífi, en þrátt fyrir það ætla ég ekki að gleyma fortíð minni og menningu. Mér finnst ég þurfa að búa hérna lengur til að geta fangað hinn eina sanna íslenska anda,“ segir Lucia og bætir við það sé svo margt við Ísland sem hún elski. „Það er engin mengun. Ég elska það. Þetta er afar fallegt land og mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að læra þetta erfiða en yndislega mál sem íslenskan er. Uppáhaldsmat- urinn minn er hamborgarhryggur og brúnaðar kartöflur og síðan borða ég mikinn fisk, sérstaklega ýsu,“ segir Lucia en viðurkennir að hún sakni veðursins og fjölskyldunnar frá Gvatemala. „Veðrið er skrýtið hérna,” segir hún og hlær. oskar@frettabladid.is LUCIA CELESTE MOLINA SIERRA ER UNNUSTA SONAR JÓNÍNU BJARTMARZ UMHVERFISRÁÐHERRA: „Hún er góð tengda- móðir. Hún er mjög upptekin kona en samt góð móðir. Hún hefur reynst mér frábærlega og sýnt mér mikinn stuðning. Hún hefur verið mér sem móðir og móður- ímynd og ég hef algjörlega verið tekin inn í fjölskylduna, segir Lucia Celeste Molina Sierra um móður unnusta síns, Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. „ÉG VAR MJÖG HEPPINN OG ÉG VEIT AÐ ÉG GET ORÐIÐ GÓÐUR ÍSLENSKUR RÍKISBORGARARI ÞVÍ ÉG ER MENNTUÐ OG DUGLEG.“ GÁTU EKKI VERIÐ AÐSKILIN Lucia flutti frá Gvatemala til Íslands til að vera nær ástinni í lífi sínu. Hún kynntist Birni Orra í Gvatemala fyrir rúmum fjórum árum. SIRKUSMYND/VALLI HAMBORGARHRYGGUR OG BRÚN- AÐAR KARTÖFLUR Í UPPÁHALDI Staðsetning: Í Mið-Ameríku með landamæri að Mexíkó, Hondúras, El Salvador og Belís. Höfuðborg: Gvatemalaborg Íbúafjöldi: 12,8 milljónir Tungumál: Spænska Sjálfstæði: 15. september 1821 frá Spáni Stærð: 108 þúsund ferkílómetrar LU C IA UM J Ó N ÍN U BJ AR TM AR Z Gvatemala
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.