Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 56
 4. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR12 fréttablaðið kópavogur Sunnuhlíð var fyrsta sérhann- aða hjúkrunarheimilið fyrir aldraða á Íslandi. Heimsmet var sett er fyrsta skóflustunga heimilisins var tekin. Í apríl 1978 boðaði Soroptimista- klúbbur Kópavogs formenn og fulltrúa allra þjónustuklúbba og félaga í Kópavogi á fund þar sem til umræðu voru málefni aldraðra Kópavogsbúa. Ekkert hjúkrunar- rými var til í bænum og miklum erfiðleikum bundið að koma öldr- uðum sjúklingum inn á sjúkrahús í Reykjavík. Þessu vildu meðlimir Soroptimistaklúbbsins breyta. Með fulltingi fundargesta var samþykkt tillaga frá fulltrúa Rauðakrossdeildar Kópavogs um að stofna sjálfseignarstofnun um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra með aðild hinna ýmsu fé- laga í Kópavogi. „Samtökin sem stofnuð voru eru Sunnuhlíðarsam- tökin. Þau reka Sunnuhlíð í dag en þau samanstanda af ellefu félögum í bænum,“ segir Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar. Hafist var handa við að safna fé til byggingar heimilisins og var leitað eftir stuðningi íbúa Kópavogs, samtaka í bænum og fyrirtækja á svæðinu. Móttökurn- ar voru góðar, ekki síst frá Kópa- vogsbæ, sem lagði til fimmtán pró- sent af byggingarkostnaði. Sam- staðan var mikil í bænum, sem sést best á að á þriðja þúsund gesta mætti á reisugildið. Árið 1980 var fyrsta skóflus- tungan tekin en það gerði Ragn- hildur Guðbrandsdóttir. Hún var þá elsti íbúi Kópavogs, 101 árs gömul, og var afrek hennar skráð í heimsmetabók Guinness þar sem hún var elst allra í heiminum til að taka fyrstu skóflustungu. „Sunnu- hlíð er fyrsta sérhannaða hjúkr- unarheimilið fyrir aldraða á Ís- landi,“ segir Jóhann. „Það var vígt árið 1982 og hefur allar götur síðan stækkað og dafnað.“ Meðal þeirrar starfsemi sem Sunnuhlíð hefur undir sínum verndarvæng eru þjónustuíbúð- ir aldraðra og dagvistun. „Þá er fólkið sótt á morgnana og hér fær það ýmsa þjónustu og gerir ýmis- legt sér til gamans yfir daginn,“ segir Jóhann. „Það mætti segja að þau verði ung í annað sinn, séu send í skólann yfir daginn og komi svo þreytt heim á kvöldin.“ tryggvi@frettabladid.is Heimsmetaheimili Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ragnhildur Guðbrandsdóttir tekur hér fyrstu skóflustungu Sunnuhlíðar. Hún er elst allra í heiminum að gera slíkt. Amokka-kaffihúsið í Atlantahúsinu mun bæði þjóna starfsmönnum húss- ins sem mötuneyti og almenningi sem kaffihús. Kaffihúsið Amokka hefur lengi vel einungis verið starfrækt í Borgartúni 21A. Nú hefur starfsemin stækkað og síðustu daga hafa starfsmenn Atlanta og Nýherja í Kópavogi gætt sér á hádegismat framreiddum í nýju mötuneyti og kaffihúsi Amokka í Atlanta- húsinu. „Þá vantaði nýtt mötuneyti og vildu endilega fá gott kaffi í leiðinni,“ segir María Rós Jónsdóttir, eigandi Amokka, og bætir við hlæjandi: „Ætli þeir hafi ekki verið orðnir hundleiðir á vélakaffinu.“ Innan skamms verður mötuneytið og kaffihúsið opnað almenningi og verður reksturinn með svipuðu sniði og í Borgar- túninu. „Það verður hægt að fá sömu rétt- ina, bæði matinn og kökurnar,“ segir María. „Kaffihúsið er einnig 250 manna veislusalur og við búumst við því að um helgar verði það nýtt þannig, en til að byrja með verður ekki opið um helgar hjá okkur.“ Amokka er með vínveitingaleyfi og er boðið upp á bjór og léttvín. „Það myndast oft skemmtileg stemning hjá okkur í Borgar- túninu á fimmtudags- og föstudags eftir- miðdögum. Þá kemur fólk og fær sér einn til að slappa af eftir vinnu og ná sér niður fyrir helgina,“ segir María. „Við vonum auð- vitað að svo verði einnig á nýja staðnum og að fólk taki honum jafn vel og okkur hefur verið tekið hingað til.“ tryggvi@frettabladid.is Amokka opnar í Atlantahúsinu Amokka í Kópavoginum verður opnað innan skamms. Kaffihúsið er í Atlantahúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.