Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 64
BLS. 12 | sirkus | 4. MAÍ 2007 É g eignaðist fyrsta barnið mitt 29 ára og var þá algjörlega tilbúin fyrir móðurhlutverkið,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir en hún og eigin- maður hennar, Kristján Kristjánsson, eiga saman fjögur börn. Stefnan sett út „Stefnan var aldrei að eignast börn ung. Þvert á móti. Ég var ákveðin í að fara ekki í Háskóla Íslands heldur læra í útlöndum og fór til Þýskalands í háskóla þar sem ég var í námi og starfi í sjö ár auk þess sem ég ferðaðist mikið. Eftir að við Kristján kynntumst flutti hann út til mín og fór í skóla og fyrsta barnið var „Made in Germany“ svo þetta er gæðabarn,“ segir Kristín hlæjandi en bætir við að þýsku vinum hennar hafi fundist barneignir strax eftir útskrift algjört glapræði. „Þeim fannst ég kasta öllu á glæ enda hvarlaði ekki að þeim að eyða öllum þessum árum í háskóla til þess eins að leggjast svo í barneignir,“ segir Kristín sem nældi sér í mastersgráðu í hagfræði í Þýska- landi. „Þar er ekki mikið gert til að auðvelda fólki barnauppeldi, konur sem eignast börn eru nánast sjálfkrafa úr leik á vinnumarkaði, leikskólapláss eru fágætur lúxus og þess vegan kannski eðlilegt að skólasystur mínar hefðu ekki sérstakan áhuga á barneignum.“ Fimmta barnið færi með okkur Elsta barnið þeirra Kristínar og Kristjáns heitir Þórunn og er 15 ára, Högni kemur næstur en hann er 13 ára, Brynja 7 ára og Kári er yngstur og er 3 ára. „Við tókum þýska skipulagið á þetta, tvær stelpur og tveir strákar. Við eigum bæði litlar fjölskyldur og langaði að eignast allavega þrjú börn. Þegar við vorum komin með tvö vorum við alveg á því að eignast eitt í viðbót og Kári var líka hjartanlega velkominn. Við höfum kraft og andlega heilsu til að eiga þessi fjögur en ég held að fimmta barnið myndi fara með okkur. Elsta dóttir okkar hefur líka margítrekrað að þetta sé orðið gott,“ segir hún brosandi og bætir við að börnin haldi þeim ungum í anda. „Við erum á endalausum leikskóla- hátíðum, skíðamótum, tónlistar- skólatónleikum og fótboltamótum sem er bara af hinu góða. Að minnsta kosti upp að vissu marki.“ Saman í foreldrahlutverkinu Kristján starfaði lengi sem fjöl- miðlamaður og flestir muna líklega eftir honum úr Kastljósi. Í dag stýrir hann upplýsingasviði FL Group. Kristín starfar hjá Viðskiptaráði Íslands og er framkvæmdastjóri alþjóðasviðs ráðsins. Hún segir sameiningu móðurhlutverksins og starfsframans ganga vel. „Þetta gengur alveg þokkalega en númer eitt er að vera í þessu saman. Í öðru lagi á ég frábæra mömmu og tengdafor- eldra. Mamma leysir daglegu reddingarnar en hún er mjög hress heldri borgari og hennar hjálp er ómetanleg. Tengdaforeldrarnir koma auk hennar svo inn í þegar um stærri verkefni er að ræða, s.s. þegar við þurfum að fara erlendis vegna vinnunnar. Þá koma þau að norðan og flytja inn á meðan,“ segir hún og bætir við að þau hafi tvisvar verið með au pair-stelpur á heimilinu. „Brynja dóttir okkar varð örlagavald- ur í lífi tveggja pólskra fjölskyldna. Tvær stelpur sem komu hingað til að passa hana hafa sest að, eignast íslenska menn og síðan börn,“ segir hún og bætir við að eftir að fjórða barnið fæddist hafi þau varla pláss fyrir au pair. Þeim hafi samt líkað vel að þetta fyrirkomulag og hafi verið einstakleg heppin með þessar tvær pólsku stelpur og séu að velta fyrir sér að taka enn eina inn á heimilið. Stöðugur slagur við tímann Þrátt fyrir miklar annir heima og í vinnu segir Kristín að þau hjónin reyni að gefa sér tíma til að gera eitthvað tvö saman þótt þau mættu gera meira af því. „Við fórum til Íran í tvær vikur um páskana og höfðum aldrei áður yfirgefið börnin í svona langan tíma. Eins og allir foreldrar vita þá er forgangsröðunin yfirleitt sú að fyrst koma börnin, svo börnin og skólinn, svo börnin og áhugamál- in og jafnframarlega er vinnan. Sjálfur er maður í fimtma sæti, sem í þessu tilfelli er ekki eftirsóknarvert. Þetta er stöðugur slagur við tímann og eitthvað verður undan að láta en það er kannski ekki endilega með sérstökum trega sem maður setur sig aftast í röðina, enda eru stundirnar með börnunum með þeim allra bestu sem hvert foreldri á. Við tökum þátt í því sem krakkarnir eru að gera ótil- neydd. Þau eru í íþróttum og tónlist og við erum alltaf að skutla þeim eitthvað, sérstaklega upp í Bláfjöll á veturna. Við eigum því sjaldast rómantíska stund við kvöldverðinn öll saman á veturna þar sem kvöldverðurinn er oftast Abt-mjólk í bílnum og farið er yfir daginn á ferðinni en við erum með rúmgóðan bíl svo það fer vel um alla,“ segir hún og brosir. „Þetta er auðvitað oft flókið, en á móti kemur að Reykjavík er ágæt borg fyrir barnafólk að mörgu leyti. Ég orða það nú oft þannig að við séum heppin að búa ekki á Manhattan og standa í skutlinu þar!“ KRISTJÁN KRISTJÁNSSON „Við fórum til Íran í tvær vikur um páskana og höfðum aldrei áður yfirgefið börnin í svona langan tíma,“ segir Kristín en þau Kristján reyna að finna sér tíma til að gera eitthvað tvö saman. RÍK Kristín ásamt börnunum fjórum, Þórunni, Högna, Brynju og Kára. Kristín S. Hjálmtýsdóttir og Kristján Kristjánsson eiga fjögur börn. Kristín var 29 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn en þá var hún tilbúin fyrir móðurhlut- verkið. Það er í nógu að snúast hjá þeim hjónum en Kristín segir að á meðan allir séu kátir og glaðir sé foreldrahlutverkið skemmti- legt verkefni. BÖRNIN ERU Í FYRSTA SÆTI Mikil fagnaðarlæti brutust út í Austur-Evrópu þegar tilkynnt var að samningar hefði náðst um úrslit í Eurovision næstu árin. Samningavið- ræður milli austantjaldsþjóðanna hafa staðið í nokkur ár og var aðalþrætuefnið hvaða land ætti að vinna fyrst. Loksins var ákveðið að draga og kom nafn Slóveníu fyrst upp úr hattinum. Því næst var varpað hlutkesti til að skera úr um hvort ætti að fara rang- eða réttsælis hringinn um Austur-Evrópu og varð réttsælis ofan á. Þau tíðindi glöddu Króata sem munu fagna sigri í Eurovision 2008 en Ungverjar sitja eftir með sárt ennið. Þeir munu ekki vinna fyrr en árið 2298, síðastir Austur-Evrópuþjóða. Slóvenar krýndir sigurvegarar Eurovision 2007 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 7 5 9 6 „Ég var að borga alltof mikið fyrir símnotkun og var eiginlega kominn í hálfgerðan vítahring. Eftir að ég skráði mig í SKO hefur allt breyst. Núna á ég alltaf smá pening afgangs um mánaðarmótin og ef ég tel allt árið þá er ég að spara heilan helling. Svo losnar maður líka við að fá þessa reikninga heim. Stór plús.“ „Fáránlega ódýrt!“ Ungur háskólanemi segist hálf undrandi á sím- reikningum sínum eftir að hann skipti yfir í SKO. Háskólanemar í SKO eru ánægðir með lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.