Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 66
BLS. 14 | sirkus | 4. MAÍ 2007
R auðhærða sjarmatröllið Eiríkur Hauksson á ekki mikinn séns á að vinna Eurovision-
keppnina í Helsinki í ár ef marka má veðbankana.
Eiríki og laginu Valentine Lost er spáð mjög
svipuðu gengi af öllum bönkunum eða frá 1 á móti
40 upp í 1 á móti 60. Einnig er kappanum ekki spáð
góðu gengi í forkeppninni og samkvæmt veðbönk-
unum kemst hann ekki áfram.
Veðbankarnir spá Mariju Serefovic frá Serbíu
sigri í keppninni en lagið sjálft fékk ekki góða dóma
í Sirkus fyrir tveimur vikum. Einnig er Svíum spáð
góðu gengi og á hljómsveitin The Ark góða
möguleika á að vinna keppnina.
En Eurovision er eins óútreiknanleg og forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum. Silvíu Nótt var
spáð mjög góðu gengi í fyrra en varð síðan í
þrettánda sæti undankeppninnar. Eitt er alveg á
hreinu, að Eiríkur Hauksson á sér marga aðdáend-
ur bæði á Norðurlöndunum og í Evrópu sem eiga
eftir að liggja á símalínunni. Áfram Eiríkur!
Veðbankarnir hafa litla trú á Eiríki Haukssyni
ER SPÁÐ SIGRI Mariju Serefovic frá Serbíu er
spáð sigri í Eurovision ef marka má veðbank-
ana. Hún er einnig í forkeppninni með Eiríki.
EKKI SÉNS Eiríkur Hauksson á ekki séns í Eurovision ef
veðbankarnir hafa rétt fyrir sér.
GÓÐIR MÖGULEIKAR Svíar mæta sterkir
til leiks í Eurovision í ár og er búist við
góðu gengi þeirra.
BOSNÍA/
HERSEGOVÍNA
Flytjandi: Maria Sestic.
Lag: Rijeka Bez Imena
Það hefur sýnt sig og sannað að Austur-
evrópubúar eiga að syngja á móðurmáli
sínu. Það hljómar eitthvað skringilega á
ensku. Bosníu hefur gengið mjög vel
undanfarin ár. Í ár verður engin
undantekning. Maria er gullfalleg og lagið
tregafullt. Það er þó ekki eins gott og
síðustu tvö frá Bosníu.
SPÁNN
Flytjandi: D’NASH.
Lag: I love you mi vida.
I love you mi vida er án efa eitt versta
lagið í allri keppninni. Það er svo slæmt.
Það er svo hallærislegt að orð fá því ekki
lýst. Strákasveitin D’NASH minnir einna
helst á Nsync þegar þeir voru að byrja,
en enginn þeirra er eins sætur og Justin
Timberlake. Því miður.
ÍRLAND
Flytjandi: Dervish.
Lag: They Can’t Stop the Spring.
Vá, þetta lag er svo írskt að maður er
bara kominn í írsku sveitina með búálfinn
í grænu jakkafötunum sér við hlið í
gömlum þjóðdönsum. Þetta á ekki eftir
að virka í Eurovision.
FINNLAND
Flytjandi: Hanna
Pakarinen.
Lag: Leave Me
Alone.
Þessi skvísa vann
finnsku Idol-keppnina
og nýtur mikilla
vinsælda í
heimalandi sínu. Lagið er alls ekki
sérstakt og textinn enn verri. Leave me
alone, I wanna go home. Þetta er MTV-
tónlist alla leið.
LITHÁEN
Flytjandi: 4fun.
Lag: Love or Leave
Hvað er hægt að segja um þessa
tonlistarmenn. Lagið Love or Leave er
ekki skemmtilegt fyrir fimm aura.
Söngkonan hljómar eins og Julio Iglesias
þegar hann syngur á ensku.
GRIKKLAND
Flytjandi: Sarbel.
Lag: Youssou Maria
Þessi kynþokkafulli Grikki á eftir að moka
inn atkvæðum með lagi sínu og útliti.
Hresst lag í anda Ricky Martin. Eurovision
eins og það á að vera.
SVÍÞJÓÐ
Flytjandi: The Ark.
Lag: The Worrying Kind.
Svíar eru „in it to win it“ þetta árið. Það
er svo sem ekki nýtt fyrir þá. Lagið er
þræl skemmtilegt. Þetta er glysrokk út í
gegn og Svíar eiga góðan möguleika að
vinna keppnina í ár. The Ark mun spila á
Hróarskeldu í sumar fyrir þá sem hafa
ekki áhuga á Eurovision.
FRAKKLAND
Flytjandi: LES FATALS PICARDS.
Lag: L’amour Á La Francaise.
Þetta á að vera nokkurs konar grín lag,
en það misheppnaðist svona rosalega
hjá þessum köppum. Svo er lagið alveg
drepleiðinlegt.
RÚSSLAND
Flytjandi: Serebro.
Lag: Song # 1
Rússar senda í ár stelpusveitina Serebro.
Hvað er svosem hægt að segja um þetta
lag annað en að við höfum heyrt þetta
þúsund sinnum áður. Því miður. Þær eiga
samt án efa eftir að vera mjög sexý á
sviðinu. Það gæti hjálpað til.
ÞÝSKALAND
Flytjandi: Roger Cicero.
Lag: Frauen Regier’n Die Welt
Það verður gaman að sjá hvernig Roger
Cicero vegnar í keppninni því þetta lag er
mjög skemmtilegt. Þetta er djassað lag,
sungið á þýsku. Ótrúlegt en satt, kemur
það vel út.
ÚKRAÍNA
Flytjandi: Verka Seduchka.
Lag: Dancing Lasha Tumbai.
Án efa steiktasta lagið í keppninni. Allt við
lagið er súrt. Textinn, búningarnir,
takturinn. Þau minna einna helst á
Stubbana á sýru. Það skrýtnasta er að
þeim gæti gengið vel.
BRETLAND
Flytjandi: Scooch.
Lag: Flying the Flag (For You)
Úff, hvað Bretar eru glórulausir þegar
það kemur að þessari keppni. Þetta er
blanda af Abba og Aqua. Ekki gott.
RÚMENÍA
Flytjandi: Todomondo.
Lag: Liubi, liubi I love You
Eurovision er orðið of „politically
correct”. Annar hver flytjandi syngur lag
sitt á þremur tungumálum og þessir
gaurar eru engin undantekning. Þeir
syngja um ástina á nokkrum tungumál-
um.
ARMENÍA
Flytjandi: Hayko.
Lag: Anytime You Need.
Keppnin endar á dramatísku nótunum.
Söngvarinn Hayko er svo fullur af trega
að manni verður illt í maganum. Í
myndbandinu er hann í hvítum stutterma-
bol og hvítum gallabuxum. Vonandi mætir
hann í þeim á sviðið í Helsinki.
ÚRSLITAKVÖLD
EUROVISION
Með eða án Eiríks Haukssonar fylgjumst við öll með
úrslitakeppninni í Eurovision. Keppnin í ár verður afar
litrík. Það er mikið af stórfurðulegum lögum og öðrum
þrælskemmtilegum. Það verður gaman að sjá hvort
Eurovision-áhorfendur falla fyrir þessu furðulega í ár
eða klassísku lagi.