Fréttablaðið - 04.05.2007, Page 67

Fréttablaðið - 04.05.2007, Page 67
4. MAÍ 2007 | sirkus | BLS. 15 Uppáhalds skyndibitinn? „Þegar ég er svangur borða ég næstum því hvaða skyndibita sem er og frekar hratt. Annars er Reykjavík Special hjá Reykjavík Pizza Company í uppáhaldi, svo lengi sem ananas er tekinn af henni. KFC kjúklingaborgari með mikilli hot sauce í öðru sæti.“ Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður „Uppáhalds skyndibitinn minn er kjúklingaborg- ari á KFC. Klikkar aldrei.“ Kristín Ruth Jónsdóttir útvarpskona „Sælgæti er alltaf freistandi. Annars eru gráfíkjur og skyr alveg frábær skyndibiti. Þegar mikið er að gera og maður gleymir að borða bjarga fíkjur eða skyr manni alveg þangað til tími gefst að snæða.“ Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður „Nonnabiti er í uppáhaldi en á Akureyri er Bautaborgarinn á Bautanum rosalegur! Þegar ég bjó í Mílano smakkaði ég heitt bakað brauð með mozzarella og tómatfyllingu. Æðislega gott og einn ískaldur með. Gerist ekki betra.“ Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus Þ átttaka í svona keppni er ofsalega gott veganesti inn í framtíðina fyrir þessa krakka,“ segir Ásgeir Hjartarson, eigandi hárgreiðslustofunnar Supernova, en hann og eiginkona hans, Bergþóra Þórsdóttir, standa fyrir hár- og förðunarkeppninni Hamskipti sem haldin verður á Nasa þann 16. maí. Ásgeir segir slíka keppni ekki hafa verið haldna í fjögur ár en keppnin er til þess fallin að örva og hvetja nemendur og hann hvetur meistara til að senda nema sína í keppnina. „Ég vil að nemarnir hugsi út fyrir boxið og passi upp á heildarútlitið. Hárgreiðslunemarnir þurfa líka að huga að fatnaðnum og förðuninni og svo öfugt því þannig verkefnum gætu þau landað í framtíðinni,“ segir Ásgeir en hann og Bergþóra starfa saman á Supernova, hann sem hár- greiðslumeistari en hún sem hárgreiðslumeist- ari og listförðunarfræðingur auk þess sem hún rekur Airbrush stúdíóið. Ásgeir tekur undir að þau séu því góð saman. „Við tölum samt alveg um eitthvað annað á kvöldin en tísku, hár og HJÓNIN ÁSGEIR OG BERGÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR STANDA SAMAN AÐ HAMSKIPTUM. MYNDI EKKI ÞRÍFAST Í ÖÐRU GÓÐ SAMAN Hjónin Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir standa saman að Hamskiptum. MYND/ANTON „Ég á mér í raun enga uppáhalds sundlaug. Sund er ein fárra tegunda líkamsræktar sem hafa aldrei heillað mig og ég fer afar sjaldan í sund. Helst fer ég í sundlaug til að kæla mig í sumarhita í útlöndum. En Grafarvogslaugin er þó talsvert notuð af öðrum heimilismeðlim- um.“ Ágústa Johnson líkamsræktar- drottning „Það er ekki nokkur vafi á að sundlaugin á Hólmavík er í mestu uppáhaldi og sú eina sem ég á kort í. Eftir smá sprett í lauginni slakar maður á í vaðlauginni, en ég læt oftast þeim sem þola hitann betur pottana tvo eftir.“ Björn Friðrik Brynjólfsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráð- herra „Uppáhaldssundlaugin mín er sundlaugin á Hólmavík. Þar er ný og flott laug.“ Aðalheiður Ólafsdóttir söngkona „Ég á mér eiginlega enga uppáhaldssundlaug en finnst nýja sundlaugin í Versölum í Kópavogi mjög fín. Sundlaugarnar eru eitt af því sem ég sakna þegar ég er hér í Svíþjóð.“ Ásthildur Helgadóttir knattspyrnu- kona Uppáhaldssundlaugin mín SPURNINGAKEPPNI sirkuss SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON STÖÐVAÐI SIGURGÖNGU MÖRTU MARÍU JÓNASDÓTTUR Í SÍÐUSTU VIKU. HÉR MÆTIR SIGURÐUR KÁRI GERÐI KRISTNÝJU. Rétt svör:1. Björk. 2.ThierryHenry3. Password. 4. 1902. 5. Rachel Ray. 6.ÁHúsavík.7.TobeyMaguire. 8.Hofsós.9. Kristján Eldjárn.10.1990. Sigurður Kári 1. Drew Barrymore. 2. Thierry Henry. 3. Password. 4. 1902. 5. Rachael Ray. 6. Húsavík. 7. Tobey Maguire. 8. Sauðárkrókur. 9. Kristján Eldjárn. 10. 1994. Gerður Kristný 1. Björk. 2. Hvað er Arsenal? 3. Superman. 4. 1902. 5. Rachael Ray. 6. Í gufubaðinu í Vesturbæjarlauginni. 7. Tobey Maguire. 8. Hofsós. 9. Kristján Eldjárn. 10. 1994. Sigurður Kári sigrar með sjö stigum gegn sex. Gerður Kristný skorar á fjölmiðla- konuna Sólveigu Bergmann. Fylgist með í næstu viku. 1. Hver talar fyrir Önnu í teiknimynd- inni Anna and the Moods? 2. Hver er fyrirliði Arsenal? 3. Hvert er mest notaða leyniorðið í net- heiminum? 4. Hvaða ár fæddist Halldór Laxness? 5. Hvaða spjall- þáttadrottning birtist á skjánum alla virka daga klukkan korter yfir sex á Skjá einum? 6. Hvar var nýafstaðið prestaþing haldið? 7. Hver leikur Spiderman? 8. Hvaða kaupstaður er á Höfðaströnd við Skagafjörð? * 9. Hver var þriðji forseti Íslands? 10. Hvaða ár var húsdýragarðurinn opnaður? * Spurningin reyndist gölluð, því á Höfðaströnd er kauptúnið Hofsós en enginn kaupstaður. Sirkus biðst velvirðingar á mistökunum. förðun,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hún fái kannski stundum leið á honum. „Ég er allltaf að brasa eitthvað og græja, mér finnst þetta svo skemmtilegt og ég held ég myndi ekki þrífast í öðrum geira. Sumir kalla þetta athyglissýki en ég er ekki að þessu til að koma mér á framfæri heldur fyrir nemana okkar. Ég er búinn að bíða í nokkur ár eftir að einhver tæki af skarið og héldi svona keppni en það er ekkert að gerast svo ég tók þetta upp á mína arma.“ Skráning fer fram á síðunni supernova.is og hvetur Ásgeir alla nema í förðun og hárgreiðslu til að skrá sig. „Það verður hellingur af geggjuðum vinningum. Fyrstu verðlaunin eru ferð til London á Salon International og ég tala nú ekki um vinninginn að hafa þetta á ferilskránni.“ indiana@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.