Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 88

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 88
Fyrir átta árum skaut Jó- hönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, að- eins níu ára að aldri. Söng- konan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana. Lítið hefur spurst til Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur síðustu árin. Á bak við tjöldin hefur Jóhanna Guðrún ásamt lærimeistara sínum, Maríu Björk Sverrisdótt- ur, unnið hörðum höndum að því að finna „rétta stílinn og rétta tón- inn“ eins og María Björk kemst sjálf að orði þegar Fréttablað- ið náði tali af henni. Reiknað er með að afraksturinn líti dagsins ljós fyrir áramót hér á landi en nú sé bara verið að leita að framleið- anda fyrir síðustu metrana til að setja punktinn yfir i-ið. Meðal þeirra sem koma við sögu á væntanlegri plötu söngkonunn- ar er Diane Warren, lagahöfund- urinn þaulreyndi, en hún hefur samið lög fyrir tónlistarmenn á borð við Aerosmith, Michael Bolt- on og Jessicu Simpson. Til stend- ur að Jóhanna Guðrún fari smám saman að láta meira á sér bera á næstunni í íslensku tón- listarlífi og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gætu landsmenn átt von á því að sjá Jó- hönnu Guðrúnu á Airwaves. Hátíð sem oftar en ekki hefur reynst íslensk- um tónlistarmönn- um happadrjúgur stökkpallur. Þær eru ófáar kjaftasögurn- ar sem hafa verið í gangi í kringum Jóhönnu Guð- rúnu, heimsfrægðin hefur verið sögð á næsta leiti og svona mætti lengi telja. „Fólk heldur oft að svona hlutir gerist bara á einni nóttu en að baki svona verkefni liggur mikil vinna. Róm var ekki byggð á einum degi,“ segir María. „Svo er þetta líka allt spurning um réttu tímasetninguna.“ Stóru útgáfufyrirtækin Uni- versal og Sony auk annarra stórra útgáfufyrirtækja bíða spennt eftir því að sjá hvernig útkoman verður enda hafa þau fylgst grannt með gangi mála hjá Jóhönnu. María Björk segir enn ekki ákveðið hvort herjað verði á Bandaríkjamarkað eða Bretland þegar þar að kemur en telur lík- legra að Ameríka verði fyrir val- inu. „Þar er enda fimmtíu pró- sent af öllum markaðinum og það er oft erfitt að fara frá Bretlandi yfir til Bandaríkjanna,“ útskýrir María. Hún segir ástæðuna fyrir því að svona langur tími hafi liðið sé fyrst og fremst ungur aldur Jóhönnu. „Við vildum bíða þar til að hún væri orðin sautján ára og að hún væri búin að fullmóta sinn stíl áður en stóru laxarnir næðu að krækja í hana. Því eftir það ráða þeir öllu,“ segir María sem hefur staðið þétt við bakið á Jóhönnu í gegnum þessi fimm ár. Að sögn Maríu hafa árin verið mikil þolinmæðisvinna, bæði erfið og lærdómsrík en nú sé verið að hleypa þessu mikla ævintýri loks af stokkunum. Fjölmiðl- ar hafi sýnt þessu mikinn áhuga en þau hafi kosið að halda Jóhönnu sem mest fyrir utan kastljós- ið. „Nú fer þetta hins vegar allt að bresta á,“ segir María. Bandaríski rapparinn Busta Rhym- es hefur verið handtekinn grunað- ur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í New York. Rhymes, sem heitir réttu nafni Trevor Smith, var handtekinn á bíl sínum skömmu eftir miðnætti. Rapparinn virðist eiga erfitt með að halda sig réttum megin laganna því hann þarf að mæta fyrir rétti í næstu viku vegna tveggja annarra ákæra. Annars vegar fyrir að ráð- ast á ökumann sinn og hins vegar fyrir að ráðast á aðdáanda sinn sem á að hafa hrækt á bíl hans á síðasta ári. Í febrúar síðastliðnum var hann síðan handtekinn fyrir að hafa ekið um með útrunnið ökuskírteini. Handtekinn í New York Leikararnir Leonardo DiCaprio, Rosie O´Donnell og Sacha Baron Cohen eru á meðal þeirra sem eru á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Einnig eru á listanum Elísabet Englandsdrottning, Hillary Clin- ton, Martin Scorsese, Kate Moss og stofnendur YouTube, Steve Chen og Chad Hurley. George W. Bush Bandaríkjaforseti komst ekki á listann. Í tímaritinu talar gamanleikkon- an Rosanne Barr um Baron Cohen, sem er líklega þekktari sem Borat frá Kasakstan. „Hann særir blygð- unarkennd margra en æskan í dag móðgast ef enginn móðgar hana,“ sagði hún. Alls komust 71 karl og 29 konur á listann frá 27 lönd- um. Á meðal fleiri sem komust voru Oprah Winfrey, George Clooney, Brad Pitt, Justin Timberlake, Tyra Banks, Arnold Schwarzenegg- er og Simon Fuller, höfund- ur Am- erican Idol. DiCaprio og Cohen áhrifamiklir Söngkonan Madonna hefur hafn- að boði um að koma fram á minn- ingartónleikum um Díönu prins- essu á Wembley í júlí. Ástæðan er sú að hún verður önnum kafin við æfingar fyrir Live Earth-tónleika sex dögum síðar. Tónskáldið Andrew Lloyd Webb- er hafði beðið Madonnu um að endurtaka hlutverk sitt sem Evita fyrir tónleikana en hún hafði þegar bókað sig á Live Earth. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Harry og Vilhjálmur, skipuleggja tónleikana á Wembley og hefur Elton John þegar lofað að syngja lagið Candle in the Wind. Hafnaði góðu boði SENDU SMS JA SP3 Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID ERMAN, SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS T ÚR SPIDERMAN, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR SJÁÐU MYND INA! SPILAÐU LEI KINN!J I ! I I I ! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.