Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 96
Fyrir leiki Manchester
United og AC Milan í undanúrslit-
um Meistaradeildar Evrópu vildu
gárungarnir meina að á vellinum
myndu mætast tveir bestu leik-
menn heimsins í dag – Cristiano
Ronaldo frá Portúgal og Kaka frá
Brasilíu.
Það einvígi vann Kaka óumdeil-
anlega. Sérstaklega í síðari leikn-
um var munurinn mikill á leik-
mönnunum, Ronaldo sást varla
á meðan Kaka lék við hvern sinn
fingur og skoraði fyrsta mark
leiksins með afar laglegu skoti.
Meðalaldur AC Milan er frekar
hár miðað við það sem gengur og
gerist en í Kaka á liðið dýrmætan
fjársjóð sem hefur þroskast mikið
síðan AC Milan lék síðast í úrslit-
um Meistaradeildarinnar. Þá var
Kaka 23 ára en er nú 25 ára. Sumir
gætu gengið svo langt að segja að
þessi tveggja ára þroskamunur
sé lykill að velgengni AC Milan í
Aþenu í vor.
Ótal dæmi eru þess að bestu
leikmenn heims hverju sinni hafi
brotist í gegnum mikla fátækt í
æsku og notað knattspyrnuna sem
flóttaleið úr fátæktinni. Slíkt er þó
ekki tilfellið með Kaka. Hann er
sonur verkfræðings og kominn af
efnuðu fólki.
Algengt er í Brasilíu að ungir
menn í þeirri aðstöðu noti sér slík
forréttindi til að geta tekið því ró-
lega og lifað áhyggjulausu lífi.
Kaka ákvað frekar að nýta sér þá
kosti sem honum stóðu til boða,
sína miklu vinnusemi, gáfur og
hæfileika, til að verða einn allra
besti leikmaður heimsins í dag.
Ricardo Izecson Santos Leite
fæddist hinn 15. maí 1982 í höf-
uðborginni Brasilíu í landinu sem
ber sama nafn. Eins og svo margir
landar sínir er hann afar trúaður
einstaklingur en lítur samt á sjálf-
an sig sem fyrirtæki. Þetta sagði
hann í viðtali þegar hann lék með
Sao Paulo í heimalandinu.
„Ég veiti Sao Paulo þjónustu og
verð að standa mig vel. Ef mitt
fyrirtæki gengur vel mun skjól-
stæðingur minn, Sao Paulo, vera
ánægt með mig. Ég mun svo njóta
góðs af því. Síðar mun ég reyna að
finna stærri skjólstæðing – lands-
liðið eða erlent félag. Ef Sao Paulo
þarf að selja mína þjónustu getur
það gert svo.“
Þegar Kaka var sjö ára gam-
all mælti íþróttakennarinn í skóla
hans með því við foreldra hans
að hann gengi í svokallaðan fót-
boltaskóla. Knattspyrnufélag Sao
Paulo var skammt undan og gekk
honum vel þar. Fimmtán ára gam-
all samdi hann við félagið og spil-
aði með unglingaliðinu.
Þá þurfti hann að velja. Fót-
boltann eða námið. Faðir hans er
verkfræðingur og hefði hann vel
getað fylgt í fótspor hans. En for-
eldrarnir ákváðu að styðja hann í
hverri ákvörðun sem hann tæki og
gerðu það eftir að hann valdi fót-
boltann.
Átján ára gamall varð hann fyrir
áfalli. Hann brákaðist á hrygg er
hann skall á sundlaugarbotni og
var óttast að skaðinn gæti orðið
varnalegur. Á sjúkrabeðinu útlist-
aði hann tíu markmið sem má sjá
hér til hliðar. Tíu skref sem myndu
koma honum á þann stað sem hann
er í dag. Auðvitað gekk þetta eftir.
Á þessum tíma gekk upp og ofan
eins og gengur og gerist. Í stór-
um dráttum komst hann í aðallið
Sao Paulo, var valinn í brasilíska
landsliðið og keyptur til AC Milan.
Þar hefur hann slegið í gegn eins
og sást svo greinilega á San Siro í
vikunni.
Byggt á umfjöllun World Soccer.
Eftir að hafa pakkað vörn Manchester United saman síðustu vikurnar ætti fáum að leynast að Brasilíumað-
urinn Kaka er með betri leikmönnum heimsins í dag, ef ekki sá besti. Árangurinn er þó engin tilviljun.
Einar Árni Jóhanns-
son er óvænt hættur störfum sem
þjálfari Njarðvíkur eftir þrjú ár
þar sem hann náði mjög góðum
árangri. Undir stjórn Einars vann
liðið meðal annars einn Íslands-
meistaratitil og einn bikarmeist-
aratitil. Í deildinni gekk liðinu
betur ár frá ári undir stjórn Ein-
ars og liðið vann deildarmeistara-
titilinn í vetur en tapaði fyrir KR
í úrslitum Íslandsmótsins.
„Ég settist niður með verð-
andi stjórn og átti fullan stuðn-
ing hennar en það eru ýmis ljón
í veginum sem eru ástæðan fyrir
þessari ákvörðun. Ég ætla ekk-
ert að tjá mig neitt sérstaklega
um þá hluti,“ sagði Einar Árni
sposkur en hann var ófáanlegur
til að ræða um ástæður uppsagn-
arinnar. „Ástæðan liggur í mörg-
um litlum hlutum. Ég tók þessa
ákvörðun algjörlega á eigin for-
sendum og vil yfirgefa félagið í
góðu.“
Einar Árni segist fastlega búast
við því að vera áfram í körfu-
boltanum endi þekki hann lítið
annað. Heimildir Fréttablaðsins
herma að Haukar séu á eftir Ein-
ari og svo má fastlega búast við
því að Skallagrímur hleri Einar.
„Ég verð áfram í körfubolta. Ég
á mér eiginlega ekkert líf fyrir
utan körfuboltann, fjölskylduna,
United og Bubba,“ sagði Einar
léttur. „Ég þori ekki að segja hvað
verður en ég vil þjálfa áfram.
Það eru engin tilboð á borðinu
eins og er en það eru nokkrar
fyrirspurnir.“
Ásgeir Guðbjartsson, vara-
formaður körfuknattleiksdeild-
ar Njarðvíkur, er á meðal þeirra
manna sem munu sitja í nýrri
stjórn sem verður skipuð um
miðjan mánuðinn. Sá hópur mun
funda um helgina um framhaldið.
„Það eru ýmis nöfn á lofti á
borð við Teit Örlygsson og Val
Ingimundarson en ekkert ligg-
ur ljóst fyrir með þjálfaramálin,“
sagði Ásgeir.
Á mér ekkert líf fyrir utan körfuboltann,
fjölskylduna, United og Bubba Morthens
Það eru ekki bara liðin í
fallbaráttu ensku úrvalsdeildar-
innar sem hafa að miklum pen-
ingaupphæðum að keppa við að
reyna að halda sæti sínu í deild-
inni.
Liðin sem komast upp úr 1.
deildinni eiga von á vænni pen-
ingaupphæð tryggi þau sér eitt af
sætunum þremur sem eru í boði
í ár. Steve Bruce, stjóri Birming-
ham, og Roy Keane, stjóri Sund-
erland, eru báðir búnir að tryggja
sínum liðum tvö efstu sætin og
þar með um sjö og hálfan millj-
arð króna sem enska úrvalsdeild-
in borgar nýliðunum í deildinni.
Þessir peningar eiga að hjálpa
liðum að fóta sig í ensku úrvals-
deildinni enda er mikið stökk að
fara upp þar sem liðin þurfa að
fara út í fjárfestingar í nýjum
leikmönnum og öðru sem teng-
ist því að spila í einni bestu knatt-
spyrnudeild í heimi.
Þriðja og síðasta sætið er í boði
í fjögurra liða úrslitakeppni sem
tekur við eftir að deildinni lýkur.
Derby er með 81 stig og er þegar
búið að tryggja sig inn í úrslita-
keppnina en sex lið bítast um hin
þrjú sætin í lokaumferðinni um
helgina.
Þetta eru lið West Bromwich (73
stig), Wolves (73), Southampton
(72), Stoke (72), Preston (71), Col-
chester (69) og Sheffield Wednes-
day (68).
Liðin þrjú sem komast upp fá
tveimur og hálfum milljarði meira
í ár heldur en áður og aðalástæða
þess eru nýju sjónvarpssamning-
arnir sem enska úrvalsdeildin
hefur tryggt sér.
Liðin fá um fjóra og hálfan
milljarð íslenskra króna fyrir
2007-2008 tímabilið og hafa þegar
tryggt sér aukagreiðslur falli liðið
strax aftur.
Þar eru á ferðinni svonefndar
fallhlífargreiðslur sem tryggja
liðunum rúman milljarð íslenskra
króna á tímabili næstu tvo vetur.
Það má því búast við harðri
keppni í lokaumferðinni um helg-
ina sem og í úrslitakeppninni sem
lýkur með úrslitaleik á Wembley
28. maí.
Liðin keppa um sjö og hálfan milljarð
Mikael Forssell, fyrrum
leikmaður Chelsea, segir það lík-
legt að hann fari frá Birming-
ham til Hannover 96 í Þýskalandi.
Koma þessa finnska framherja
myndi þýða mikla aukna sam-
keppni fyrir Gunnar Heiðar Þor-
valdsson landsliðsmann.
Gunnar Heiðar hefur lítið sem
ekkert getað spilað með liðinu
síðan hann kom síðastliðið sumar
vegna meiðsla. Sjálfur hefur hann
sagt að hann viti ekki hvort hann
verði áfram hjá félaginu.
Forssell á leið
til Hannover?
Kristján Örn Sigurðs-
son, leikmaður Brann, fékk bestu
einkunnir Íslendinganna í norsku
úrvalsdeildinni í fjórðu umferð
deildarinnar sem lauk í vikunni.
Dagbladet, Nettavisen, Verdens
Gang og Aftonbladet gáfu honum
samtals 6 í meðaleinkunn fyrir
frammistöðu sína í 3-0 tapleik
fyrir Brann.
Stefán Gíslason var eini Íslend-
ingurinn sem skoraði í umferð-
inni en hann gerði eina mark Lyn
sem tapaði fyrir Lilleström, 3-1.
Átta Íslendingar af fjórtán
voru í byrjunarliðum sinna liða,
einn kom inn á sem varamaður en
hinir komu ekki við sögu.
Kristján bestur
HK-ingar hafa fengið
liðsstyrk fyrir komandi átök í
Landsbankadeildinni. Sóknar-
maðurinn Eyþór Guðnason hefur
ákveðið að ganga til liðs við félag-
ið en hann hefur undanfarið leikið
með Njarðvík.
Hann hefur áður leikið með
HK, sumarið 2005.
Eyþór til HK