Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 2
Helga, syngið þið ekki um
þessa sem gerir sama gagn?
Vatíkanið í Róm
hvetur alla kaþólikka til þess að
láta af fjárstuðningi við mannrétt-
indasamtökin Amnesty Inter-
national, sem þau saka um að
stuðla að fóstureyðingum.
Fréttavefur BBC greinir frá þessu.
Í tilkynningu frá Vatíkaninu
segir að samtökin skuli ekki
fjármagna eftir að þau breyttu um
stefnu og fóru að styðja fóstureyð-
ingar.
Amnesty hefur svarað því að
samtökin styðji ekki fóstureyðing-
ar sem algildan rétt en að konur
hafi rétt til að velja, sérstaklega ef
um nauðgun eða sifjaspell sé að
ræða.
Vatíkanið berst
gegn Amnesty
Fyrstu trén í skógi
Kolviðar á Geitasandi voru
gróðursett í gær. Er þar með lagð-
ur grunnur að fyrsta skóginum á
Íslandi sem stofnað er til með það
að markmiði að binda kolefni í
andrúmslofti.
„Við fögnum þessum áfanga og
þetta var stór dagur í sögu Kol-
viðar,“ segir Soffía Waag Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Kolviðar.
Umhverfisverkefninu Kolviði var
hleypt af stokkunum í vor. Nú þegar
hafa fjölmargir einstaklingar og
fyrirtæki látið kolefnisjafna sig en
það er hægt að gera með því að
reikna út kolefnisnotkun sína á
heimasíðu Kolviðar og kaupa tré til
að jafna losunina. Kolviður sér
síðan um að planta trjánum.
„Við ætlum að planta fimmtíu
trjám í þessari fyrstu lotu en nú
þegar hafa verið keyptar hátt í
sjötíu þúsund plöntur,“ segir
Soffía. Á Geitasandi verða notaðar
sex mismunandi trjátegundir og
segir Soffía að það muni auka úti-
vistargildi svæðisins.
Skógræktarfélag Íslands og
Landvernd standa að baki Kolviði
en bakhjarlar sjóðsins eru Ríkis-
stjórn Íslands, Orkuveita Reykja-
víkur og Kaupþing. Það er Skóg-
ræktarfélag Rangæinga sem sér
um skógræktarframkvæmdirnar
á Geitasandi.
Stór áfangi í sögu Kolviðar
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og
leiðtogi Fatah, lýsti í gær yfir neyðarástandi á
heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að
Hamas-liðar lögðu undir Gaza-ströndina.
Atburðir gærdagsins eru taldir geta orðið
afdrifaríkir hvað varðar friðarumleitanir í Mið-
Austurlöndum, stöðu Palestínu á svæðinu og
tengslin við Ísrael og Vesturlönd. „Tími réttlætis og
yfirráða Íslam er runninn upp,“ sagði talsmaður
Hamas, Islam Shahawan, í gær.
Abbas rak jafnframt forsætisráðherra Palestínu,
Hamas-leiðtogann Ismail Haniyeh, og leysti upp
þjóðstjórn Palestínu sem Hamas og Fatah mynduðu
fyrir þremur mánuðum. Þá tilkynnti Abbas að hann
hygðist mynda nýja ríkisstjórn.
Fyrirskipanir Abbas munu ekki breyta því að
Hamas hefur náð stjórn yfir Gaza en styrkja
mögulega stöðu Abbas á Vesturbakkanum sem er
undir yfirráðum Fatah.
Hamas-liðar náðu stjórn á Gaza-ströndinni með
því að leggja bækistöðvar öryggissveita hliðhollra
Fatah undir sig með kerfisbundnum hætti. Enginn
sterkur Fatah-leiðtogi var á svæðinu og sundraðar
sveitir Fatah máttu sín lítils gegn skipulögðum
Hamas-liðunum.
Yfir fimmtíu manns hafa látist í átökum Hamas og
Fatah síðan á mánudag.
Búast má við að um
18.000 konur á öllum aldri taki
þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ
sem fram fer á morgun. Hlaupið
er útbreiddasti og fjölmennasti
íþróttaviðburður sem haldinn er á
Íslandi ár hvert.
Yfirskrift hlaupsins í ár er
„Hreyfing er hjartans mál“ en ÍSÍ
er í samstarfi við Hjartavernd.
Hlaupið verður á níutíu
hlaupastöðum um land allt en
einnig verður hlaupið á um átján
stöðum erlendis, meðal annars í
Namibíu og Ísrael. Stærsta
hlaupið fer fram í Garðabæ og
þar verða hlaupakonurnar ræstar
klukkan 14.
Upplýsingar um staði og
tímasetningar má finna á www.
sjova.is.
Hlaupið á 90
stöðum um
landið
Vegna óviðunandi
umgengni fyrri ár um tjaldsvæðið
við Þórunnarstræti á Akureyri
verður því lokað um helgina.
Búist er við fjölda ferðamanna
til Akureyrar um þjóðhátíðarhelg-
ina en yfirvöld afréðu að loka
tjaldsvæðinu, sem stendur ofan
sundlaugar bæjarins, þar sem illa
hefur verið gengið um svæðið og
nágrenni þess undanfarin ár.
Þess í stað er gestum beint að
tjaldsvæðinu að Hömrum við
Kjarnaskóg þar sem gæsla verður
aukin. Fólki innan átján ára aldurs
er ekki heimil dvöl á tjaldsvæðinu
nema í fylgd forráðamanna.
Tjaldstæði lokað
vegna slæmrar
reynslu fyrri ára
Japanskir hundar geta
haft það náðugt á efri árum, því
þeim stendur nú til boða að fara
á elliheimili sem verður með
dýralæknavakt allan sólarhring-
inn. Þá eru hvolpar til staðar svo
hinir öldruðu hundar endurnær-
ist af samneyti við æskuna.
Dvölin kostar rúmar 50.000
krónur á mánuði.
Öldruðum gæludýrum í Japan
fjölgar sífellt með bættu
mataræði og aukinni heilsu-
gæslu. Eigendur beita ýmsum
ráðum á borð við vítamín,
ilmmeðferðir og jafnvel nála-
stungumeðferðir til að létta
gæludýrunum ævikvöldið.
Elliheimili fyrir
aldraða hunda
Sveitarstjórn Flóa-
hrepps gerir ekki ráð fyrir Urriða-
fossvirkjun í drögum að aðal-
skipulagi. Virkjunin nær til
þriggja sveitarfélaga; Ásahrepps,
Skeiða- og Gnúpverjahrepps og
Flóahrepps, sem verða öll að sam-
þykkja byggingu virkjunarinnar á
aðalskipulagi sínu til að af fram-
kvæmdum geti orðið. Landsvirkjun
undrast niðurstöðuna og munu
fulltrúar fyrirtækisins funda með
sveitarstjórnarmönnum í dag.
„Við vonumst til þess að ná sam-
komulagi um að hafa virkjunina
inni á skipulaginu“, segir Þor-
steinn Hilmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar.
Þorsteinn segir ákvörðun
sveitarstjórnarinnar koma veru-
lega á óvart. „Þó Urriðafossvirkj-
un sé ekki ein af stærstu virkjun-
um sem byggðar hafa verið á
Íslandi skiptir þetta verulega
miklu máli fyrir Landsvirkjun og
þá uppbyggingu sem framundan
er í orkumálum. Auðvitað er þetta
mjög óheppilegt og við vonumst
til þess að menn nái samkomulagi
um það að hafa þetta inn á skipu-
laginu.“
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Flóahrepps, segir að sveitar-
stjórnin hafi farið yfir rökin með
og á móti virkjun að undanförnu.
„Það er ljóst að það er mikill
fórnarkostnaður að byggja þessa
virkjun, þó að hægt sé að finna
ýmsa kosti einnig. Okkar niður-
staða var einfaldlega sú að rökin
gegn virkjun vegi þyngra en þau
sem mæla með byggingu hennar.“
Í bókun sveitarstjórnar segir að
meginástæða þess að sveitarstjórn
telji ekki nægilegan ávinning af
virkjuninni fyrir Flóahrepp og
íbúa hans sé að nægjanlegar bætur
fáist ekki fyrir áhrif virkjunar „á
vatnsverndarsvæði, ferðaþjón-
ustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun
í nágrenni virkjunarinnar“. Aðal-
skipulagsdrögin verða lögð fyrir
íbúafund 25. júní og tillagan síðan
auglýst. „Tillagan getur tekið
breytingum í kjölfar fundarins,“
segir Aðalsteinn. Eftir að auglýs-
ingin hefur verið birt tekur við
lögformlegt kynningarferli aðal-
skipulagsins. Urriðafossvirkjun er
stærst þeirra þriggja virkjana sem
Landsvirkjun hefur ráðgert að
byggja í neðri hluta Þjórsár. Henni
er ætlað að framleiða 125 mega-
vött, sem eru um tíu prósent af
uppsettu afli Landsvirkjunar í dag.
Til samanburðar mun Kárahnjúka-
virkjun framleiða 700 megavött.
Þorsteinn minnir á að tvö sveitar-
félög af þrem geri ráð fyrir
Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi
sínu. „Þegar ósamræmi er í aðal-
skipulagi sveitarfélaga á þennan
hátt er það Skipulagsstofnun
ríkisins sem skipar samráðsnefnd
til að ná samhæfðri niðurstöðu.“
Flóahreppur hafnar
Urriðafossvirkjun
Sveitarstjórn Flóahrepps gerir ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í Þjórsá í drögum
að aðalskipulagi. Verði það niðurstaðan verður virkjunin ekki byggð. Ákvörð-
unin kemur Landsvirkjun á óvart og er mjög óheppileg að mati fyrirtækisins.