Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 72
Ísland og Frakkland mæt-
ast á morgun í mikilvægum leik í
undankeppni EM kvenna. Frakkar
eru með eitt sterkasta lið heims
og ljóst er að íslenska liðið þarf að
laða fram það besta í sínum leik til
að ná fram góðum úrslitum.
„Samkvæmt heimslistanum
eiga þær að vera betri en ef við
spilum skipulagðan varnarleik
og beitum góðum skyndisóknum
er allt hægt eins og sagan sýnir.
Við förum með því hugarfari inn
í leikinn að vinna,“ segir Ásthildur
Helgadóttir, fyrirliði liðsins.
„Ég held að við þurfum okkar
besta leik til að vinna. Það verð-
ur margt að ganga með okkur til
að við eigum möguleika en það má
ekki gleyma því að við erum líka
með frábæra leikmenn og góða
liðsheild. Þetta getur verið einn af
úrslitaleikjunum í þessum riðli.“
Ísland vann Grikkland í fyrsta
leik riðilsins en búast má við að
varnarleikurinn verði í fyrirrúmi
hjá íslenska liðinu. „Þetta byggist
allt á varnarleiknum. Ef hann
gengur upp er miklu auðveldara að
sækja og það er mikilvægt að vera
ekki að taka sénsa. Við munum fá
okkar færi,“ sagði Ásthildur sem
kveðst koma heim í toppformi.
„Ég er í mjög góðu standi. Ég er
búin að vera aðeins meidd í hnénu
en hef samt spilað með Malmö og
leikinn gegn Grikkjum. Ég er að
ná mér og er enn með smá verki
en það er ekkert í líkingu við það
sem var. Ég reikna því ekki með
öðru en að vera í toppformi,“ sagði
fyrirliðinn.
Sagan sýnir að það er allt hægt
Í gær var dregið í átta
liða úrslit kvenna og fjórðu um-
ferð karla í VISA-bikarkeppn-
inni. Stórleikurinn hjá konunum
er viðureign Vals og Breiðabliks
en liðin mættust í úrslitaleiknum
í fyrra. Þar fóru Valsstúlkur með
sigur af hólmi Allir leikirnir fara
fram 12. júlí.
Hjá körlunum voru tólf félög
í pottinum og var drátturinn
svæðaskiptur. Sigurvegarar
leikjanna komast svo í 16. liða
úrslit en þá mæta liðin í Lands-
bankadeild karla til leiks. Leikirn-
ir fara fram 26. júlí.
Stórleikur Vals
og Breiðabliks
Landsliðsfyrirliðinn
Ólafur Stefánsson varð í þriðja
sæti í kjöri á besta handknatt-
leiksmanni ársins en lesendur
World Handball-tímaritsins kusu,
sem og lesendur á síðu alþjóða
handknattleikssambandsins, IHF.
Það var Króatinn Ivano Balic
sem var valinn bestur en hann
fékk tæplega 26 prósent atkvæða.
Þýski hornamaðurinn Florian
Kehrmann kom næstur með tæp
25 prósent atkvæða. Ólafur fékk
rúmlega þrettán prósent.
Þýska stúlkan Nadie Krause
fékk langflest atkvæði hjá konun-
um, rúmlega 35 prósent.
Ólafur Stefáns-
son í þriðja sæti
Landsliðsmaðurinn
Grétar Rafn Steinsson hefur
síðustu daga verið orðaður við
Middlesbrough og Newcastle.
Fjölmiðlar bæði í Hollandi og Eng-
landi hafa gefið í skyn að Grétar
sé mjög spenntur fyrir því að fara
í ensku úrvalsdeildina. Þó segir
hann sjálfur að hann sé afar sáttur
hjá AZ Alkmaar í Hollandi.
„Ég hef það mjög gott í Alkmaar.
Félagið var að bjóða mér nýjan
fimm ára samning,“ sagði Grét-
ar Rafn, sem er þegar samnings-
bundinn liðinu til 2011. Nýr samn-
ingur myndi fela í sér að hann yrði
bundinn liðinu til 2012 og fengi þar
að auki myndarlega launahækkun.
„Í AZ er ég í góðu liði sem hefur
náð mjög góðum árangri. Ég er
með mjög góðan þjálfara og tek
stöðugum framförum þar.
Í vetur unnum við Sevilla og
slógum út bæði Fenerbahce og
Newcastle,“ sagði Grétar en þjálf-
ari hans hjá AZ er Louis van Gaal.
„Ég hef þó mín markmið sem ég
ætla mér að ná. Ég verð bara að
sjá til hvað gerist.“
Hann segir þó að það sé ljóst
að það þyrfti eitthvað mikið til að
hann færi að söðla um. „Ég færi
ekki að rífa mig upp með rótum
bara til þess eins að sitja á bekkn-
um í einhverju liði. Það er spenn-
andi að ensk úrvalsdeildarfélög
sýni mér áhuga en það eitt er ekki
nóg. En þetta eru allt vangaveltur
eins og er.“
Hann er nú staddur á Siglufirði
þar sem hann tekur lífinu með ró
í faðmi fjölskyldunnar og vina.
Grétar segist ætla að nota tímann
vel til að taka því rólega og taka
sér algjört frá frá knattspyrnu.
„Það hefur verið mikið að ger-
ast og voru síðustu vikurnar í Hol-
landi mikil vonbrigði fyrir okkur.
Ekki batnaði það svo með landslið-
inu,“ sagði hann.
AZ Alkmaar missti naumlega af
hollenska meistaratitlinum sem
og meistaradeildarsæti. Liðið tap-
aði þar að auki í úrslitum bikar-
keppninnar.
„Þetta er harður heimur og það
fylgja þessu oft töp. Ég ætla því
ekkert að pæla í þessum málum
fyrr en ég mæti aftur í vinnuna,“
sagði Grétar Rafn.
Grétar Rafn Steinsson segir að þrátt fyrir áhuga liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi
mikið til að hann fari frá AZ Alkmaar. Honum stendur til boða nýr samningur.
Kári sér ekki eftir því að hafa farið til AGF