Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 6
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, segir samband Íslands og Bandaríkjanna vera orðið nútímalegra, þroskaðra og jafnara eftir að bandaríska varnarliðið hvarf héðan í fyrrahaust. Burns er hæst setti fulltrúi Bandaríkjastjórnar sem til Íslands kemur síðan Colin Powell, þáver- andi utanríkisráðherra, mætti á ráðherrafund NATO í Reykjavík árið 2002, en í þeirri heimsókn var Burns reyndar í fylgdarliði Powells. Það var Burns, sem fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, hringdi hið sögulega símtal hinn 15. mars í fyrra og tilkynnti íslenskum stjórnvöldum um lokun herstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. „Ég veit að við höfum einn erfið- asta kafla í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna að baki okkur, þar sem við tókum þá ákvörðun að loka herstöðinni,“ sagði ráðherr- ann á fundi með blaðamönnum í bandaríska sendiherrabústaðnum. Hann var spurður um viðbrögð við því að margir Íslendingar skynjuðu það hvernig þessi ákvörðun var tekin af hálfu Banda- ríkjastjórnar sem hrokafulla og óvinsamlega. „Það var aldrei ætlun okkar að troða Íslendingum um tær,“ svaraði Burns. „Það var mjög erfitt að hringja þetta sím- tal,“ staðfesti ráðherrann, en bætti við: „Við verðum að muna sam- hengið. Við vorum í viðræðum, sem höfðu strandað .... Frá okkar bæjardyrum séð var nauðsynlegt að gera breytingar í átt að vörnum sem væru betur í takt við nýja öld.“ „Ef menn skynja það hér þannig að Bandaríkjastjórn hafi komið fram af hroka eða einhliða harma ég það,“ sagði hann. „Ísland er okkur of dýrmætur vinur til að við kærum okkur um að fólki hér finn- ist þetta. Við viljum sýna vinum okkar virðingu, eins og vera ber í samskiptum vina.“ Burns sagði að í Washington hefðu menn mjög jákvæða ímynd af Íslandi og litu á landið sem fyrirmyndarbandamann. Banda- rísk stjórnvöld væru enda staðráðin í að standa við það samkomulag um áframhald varnarsamstarfsins sem gert hefði verið í fyrrahaust. Heimsókn Burns til Reykjavíkur er liður í því pólitíska samráði sem kveðið er á um í samkomulaginu. Hann benti líka á að heimsókn bandaríska herskipsins USS Normandy, sem ásamt tveimur öðrum NATO-skipum úr þýska og spænska flotanum liggur nú við festar í Sundahöfn, væri liður í að uppfylla skuldbindingar Banda- ríkjanna hvað varðar öryggi og varnir Íslands. Þátttaka banda- rískra herþotna í Norðurvíkingi, heræfingu NATO sem fram fer hér á landi í ágúst, væri annað dæmi um þetta. Næsta æfing sem fram fer sumarið 2008 sé enn ein. „Við munum standa við skuldbind- ingar okkar við öryggi Íslands út í æsar,“ sagði ráðherrann. Hann sagði samstarf Íslands og Bandaríkjanna innan NATO einnig mjög gott. Fastafulltrúar beggja landa hefðu til dæmis starfað mjög vel saman að tillögum að því fyrir- komulagi lofthelgiseftirlits í lög- sögu Íslands sem verið hefði til umræðu innan NATO á síðustu mánuðum og gera mætti ráð fyrir að yrði afgreitt í næstu viku. Það var aldrei ætlun okkar að troða Íslend- ingum um tær. Smart og létt á fæti heilsteypt glös á tilboðsverði R V 62 36 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Tilboðið gildir út júní 2007 eða meðan birgðir endast. Þórunn Helga Kristjánsdóttir, sölumaður hjá RV Á tilboði íjúní 2007 heilsteypt rauðvínsglös,hvítvínsglös, bjórglös,kampavínsglös og sérríglös Imperial 42 cl rauðvínsglös 12 stk. 1.925 kr. Maldive 36 cl bjórglös 6 stk. 854 kr. Þroskaðri, nútíma- legri og jafnari tengsl Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, hæst setti fulltrúi Bandaríkjastjórnar sem til Íslands kemur síðan árið 2002, segir samband landanna hafa þroskast og orðið nútímalegra eftir lokun Keflavíkurstöðvarinnar. Staðið verði við skuldbindingar. Allir Kópavogsbúar geta ferðast frítt með strætó í bænum frá og með næstu áramótum. Tillaga þess efnis var samþykkt í bæjarráði í gær. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna verkefnisins nemi um níutíu millj- ónum króna. „Þetta er umhverfis- væn framkvæmd og til bóta fyrir þá sem hafa minnst á milli hand- anna,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. Vinstri græn lögðu fram svip- aða tillögu í bæjarráði í febrúar en þá var henni hafnað af meirihlut- anum sem lagði fram tillöguna nú. Gunnar segir að margt hafi breyst síðan þá og að hagrætt hafi verið í rekstrarkostnaði Strætó bs. „Reykjavíkurborg hefur boðað gjaldfrjálsan strætó fyrir skólafólk og í Hafnarfirði munu eldri borgar- ar fá frítt. Þá eru ekki eftir margir hópar sem nota strætó. Við sáum fram á að hafa um 300 milljónir í tekjur af aðgangseyri en kostnað- urinn við innheimtu hefði numið um 100 milljónum, þá getum við allt eins haft frítt fyrir alla.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs., segir að ekki standi til að gera slíkt hið sama í Reykjavík. „Við höldum okkar striki. Skólafólk fær frítt í strætó í vetur og við viljum skoða reynsluna af því áður en við gefum öðrum hópum frítt,“ segir Þorbjörg. Frítt í strætó í Kópavogi Ætti að auðvelda aðgengi fíkniefnaneytenda að sprautu- nálum til þess að minnka líkur á HIV-smiti? Hefur þú gefið blóð? Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði náð sátt í dómsmáli fyrir dómstóli í Fíladelfíu sem væri fyrirtækinu hagstæð. Fyrirtækið var aðili að dómsmáli sem var höfðað gegn bandaríska sjúkrahús- inu Children’s Hospital of Phila- delphia (CHOP) og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum ÍE sem hófu þar störf. Með dómsáttinni hafa allir dregið kröfur sínar til baka og fellt málið niður. Sáttin var gerð með samningi sem leggur ákveðnar skyldur á herðar CHOP og þeim fyrrverandi starfsmönnum ÍE sem um ræðir. Hagfelld sátt í dómsmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: