Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 78
„Ég geri mér vonir um að þetta kom- ist á koppinn,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmynda- réttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhab- vala þykir einn virtasti höfundur- inn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard‘s End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskars- verðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heims- fræga framleiðslufyrir- tæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars stað- ar núna,“ útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika,“ bætir Snorri við. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Hall- dórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér,“ sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjald- inu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær.“ Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáld- verk hans ekki verið mikið kvik- mynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerð- ar hér á landi en Svíar færðu Sölku Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á ein- hverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti. Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood „Ég sá þennan bíl hjá B&L og kolféll fyrir honum. Mér finnst hann ein- faldlega svo töff,“ segir ökukenn- arinn Snorri Bjarnason, en hann kennir nemendum sínum á BMW af gerðinni 116 I, sem ber einkanúm- erið TÖFF. Bíllinn vekur eðlilega töluverða athygli í umferðinni og viðurkennir Snorri að krökkunum leiðist ekki að læra að aka á litlum BMW með einkanúmerið TÖFF. „Ég athugaði hvort þetta númer væri laust og sú var raunin. Ég ákvað því að taka það,“ segir Snorri og kveðst alls ekki hafa tapað á þeirri ákvörðun. „Það er tekið eftir bílnum í umferðinni og virkar því sem ákveðin auglýsing,“ útskýrir Snorri en minnir jafnframt á að neikvæðu hliðarnar séu einnig til staðar „Ef ég geri eitthvað ljótt af mér þá er líka tekið eftir því,“ segir Snorri og hlær en hann hefur verið ökukennari í 36 ár. Nokkuð er um að ökukennarar hafi einkanúmer á kennslubifreið- um sínum, enda óumdeilt að gríp- andi einkanúmer vekja ótvíræða athygli annarra ökumanna sem og vegfaranda á götum borgarinnar. Einn ónefndur ökukennari er með einkanúmerið DRÆVER og þá er formaður ökukennarafélagsins með einkanúmerið NÁM á sinni kennslu- bifreið. Kennari með töff einkanúmer 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Ég hlusta minna á útvarpið í vinnunni og því meira á iTunes í tölvunni. Þá er það oftast brasilísk Bossa Nova tónlist sem verður fyrir valinu. Fyrirhugað er að halda fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina. Mótið er haldið á vegum gismo.is, verslunar á netinu sem selur vörur sem tengjast fjár- hættuspilum. Samkvæmt almenn- um hegningarlögum eru fjár- hættuspil bönnuð á Íslandi. For- svarsmenn mótsins telja sig þó ekki vera að brjóta lög. „Við teljum okkur ekki vera að brjóta lög en það getur verið að einhverjir aðrir túlki það á annan hátt,“ segir Sindri Lúðvíksson hjá gismo.is. „Við ætlum fyrst og fremst að nota mótið sem auglýs- ingu fyrir síðuna okkar.“ Samkvæmt almennum hegn- ingarlögum getur sá sem hefur atvinnu af fjárhættuspilum eða kemur öðrum til þátttöku þurft að sæta sektum eða fangelsi, allt að einu ári. Sömu viðurlög gilda um þann sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættu- spil fara fram í húsnæði sem hann hefur til umráða. Sindri telur sig ekki vera að brjóta lög þar sem mótshaldarar hafa ekki fjárhættuspil að atvinnu né hafa beinar tekjur af mótinu. „Þetta mót er alveg eins og golf- mót eða önnur þar sem gjalds er krafist fyrir þátttöku. Þar rennur ákveðinn hluti gjaldsins til félags- ins en hluti þess fer í vinninga,“ segir Sindri. „Hjá okkur mun mótsgjaldið hins vegar fara óskipt til vinningshafanna.“ Máli sínu til stuðnings bendir Sindri á pistil sem Jóhannes Stefán Ólafsson, mastersnemi í lagadeild Háskóla Íslands, birtir á heima- síðu sinni. Þar færir Jóhannes Stefán rök fyrir því hvernig hægt er að stunda fjárhættuspil á lög- legan hátt. Jóhannes Stefán segist hafa sent greinargerð sína til dóms- málaráðuneytisins og starfsmenn þar hafi tekið undir rök hans. Ekki fengust svör frá dómsmálaráðu- neytinu þegar Fréttablaðið leitaði eftir því í gær. Fjóla Ósland Hermannsdóttir hefur hafið störf á Hárgreiðslustofunni Primadonnu, Grensásvegi 50, Sími 588 5566 Gamlir og nýir viðskiptavinir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: