Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 38
15. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið heilsa&útivist
Ganga er elsta líkamsrækt
mannsins. Hún er öflug fitu-
brennsla, hressir bæði líkama
og sál og kostar ekki neitt.
Sölvi Fannar Viðarsson segir
göngu eitt öflugasta vopnið í
baráttunni við aukakílóin.
Steinn Steinarr komst svo að orði
í ljóði sínu Grautur og brauð: „Og
einn fékk þar of lítið og annar
meira en nóg, og einn lést af fylli,
en hinn úr sulti dó.“ Þetta hefur
sjaldan átt betur við en í dag en
offita er sífellt að verða stærra
vandamál í vestrænum velmeg-
andi heimi.
Sölvi Fannar Viðarsson, heils-
uráðgjafi í World Class Laugum,
er einn þeirra sem hefur tröllatrú
á göngu sem einu helsta vopninu
í baráttunni við hrakandi heilsu-
far. Hann segir hana eina öflug-
ustu líkamsræktina sem fólki
standi til boða enda afrakstur þró-
unar milljóna ára og okkur í blóð
borin.
„Við sem tegund erum búin að
vera til í fjórar milljónir ára og
á þeim tíma höfum við gengið
að mestu á tveimur fótum. Mér
þykir það því algjörlega rökrétt
að það sé eiginlegasta hreyfing
mannsins að ganga,“ segir Sölvi
Fannar. „Í 99,9 prósent af þróun-
arsögu okkar hafa ekki verið til
bílar, hjól eða önnur slík farar-
tæki. Við höfum alltaf gengið.“
Sölvi Fannar hefur vissulega
mikið til síns máls. „Ganga er ein
öflugasta fitubrennslan sem völ
er á. Við getum gengið mjög lengi
og þannig viðhaldið brennslunni
mjög lengi, sérstaklega þegar við
erum komin í gott form og farin
að geta gengið hratt,“ segir Sölvi
Fannar. „Ganga stælir læri og
kálfa og líka efri hluta líkamans í
kraftgöngu.“
Sölvi Fannar mælir því með að
gengið sé sem oftast, og í raun
hvenær sem því verði við komið.
Ef færi gefst að standa upp í
vinnunni og ganga, þó ekki nema
nokkra metra úti við, hressir það
bæði líkama og sál og auki vinnu-
afköstin í samræmi við það.
„Stærsta líkamsræktarstöð-
in er náttúran sjálf. Þar þarf ekki
kort og þar er allur útbúnaður
fyrir hendi,“ segir Sölvi Fannar.
„Í staðinn fyrir að henda sér í sóf-
ann eftir vinnudaginn ætti fólk að
prófa að fara í stuttan göngutúr,
bara í tíu til tuttugu mínútur, og
sjá hvaða áhrif það hefur á líðan-
ina.“ tryggvi@frettabladid.is
Eðlilegasta hreyfing mannsins
Sölvi Fannar segir göngu eina bestu líkamsræktina sem völ er á og að hún, ásamt
hollu mataræði og jákvæðu hugarfari, fari langt með að koma fólki í gott form.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Strandblak er íþrótt sem nýtur
sífellt meiri vinsælda á Íslandi.
Karl Sigurðsson keppti ný-
lega í strandblaki fyrir hönd
Íslendinga á Ólympíuleikum
smáþjóða í Mónakó en hann er
einn af forsprökkum íþróttar-
innar hér á landi.
Strandblak hefur ekki lengi verið
stundað á Íslandi en þó hafa verið
haldin Íslandsmót í því síðustu
þrjú ár. „Eftir Ólympíuleikana
2004 var mikið fjallað um strand-
blak í fjölmiðlum og okkur lang-
aði að prófa að fara af stað með
það hér á landi. Kópavogsbær var
til í að fara í þetta með okkur og
við settum upp nokkra velli hérna
í Fagralundi í Kópavogi,“ segir
Karl.
Síðan þá hefur standblaksvöll-
unum fjölgað og nú eru komnir
upp vellir í Reykjavík, Hafnar-
firði, Hveragerði og á Þingeyri
að sögn Karls. „Þeir sem eru í
strandblaki hafa flest allir verið
að stunda blak, en þetta eru mjög
skyldar íþróttir þó að þær séu
ekki eins. Ég var búinn að vera í
blaki í tuttugu ár þegar ég kynnt-
ist strandblakinu og mér finnst
það, eins og mörgum öðrum miklu
skemmtilegri íþrótt. Strandblak
er í rauninni helmingi erfiðari
íþrótt þar sem eru bara tveir í liði
með næstum því jafn stóran völl
og í blaki og við erum að hoppa
í sandi, þannig að allar hreyfing-
ar og allt verður mikið erfiðara,“
segir hann.
Karl segist verða var við að
sífellt fleiri vilji prófa að spila
strandblak. „Mikið er um að
krakkar sem eru ekki að æfa séu
að koma og leika sér á völlunum
hjá okkur á kvöldin og við erum
bara ánægð með það,“ segir hann
og hlær.
Mikill áhugi er fyrir því hjá
iðkendum strandblaks að koma
sér upp húsi til þess að hægt sé að
stunda það allt árið að sögn Karls.
„Við notum náttúrulega hvert
tækifæri til að spila á sumrin og
það má eiginlega segja að hver
einasti góðviðrisdagur sé nýttur,“
segir hann.
Á Ólympíuleikum smáþjóða
sem voru nýlega haldnir í Món-
akó áttu Íslendingar nokkra full-
trúa í strandblaki og var Karl
sjálfur meðal keppenda. „Árið
2005 sendum við karlalið til And-
orra en núna fór bæði kvenna
og karlalið. Okkur gekk mjög
vel og stelpurnar náðu frábær-
um árangri og voru í þriðja sæti.
Að vera á ströndinni í Mónakó í
30 til 35 stiga hita með öskrandi
flotta tónlist og fullt af áhorfend-
um var náttúrulega ólýsanlegt.
Ég myndi segja að það hafi verið
toppurinn á ferlinum,“ segir Karl
og hlær.
Allir góðviðrisdagar nýttir
Karl segir strandblak skemmtilega en erfiða íþrótt.
BAKIÐ STYRKT
Léttar líkamsæfingar geta
byggt upp vöðva í baki
og maga til að styðja við
hrygginn og viðhalda
teygjanleika. Auðvelt er
að koma göngutúr eða
hlaupum að í hinu dag-
lega skipulagi. Sund er
sérstaklega gott fyrir bakið, því það styrkir vöðvana á meðan vatnið
styður við líkamann. Með röngum sundtökum er hægt að þróa með
sér vöðvabólgu og bakverki og því ekki úr vegi að leita sér aðstoðar
eða sækja sundnámskeið.
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska