Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 4
Taktu þátt og safnaðu stimplum hjá Olís. Glæsilegir vinningar í boði! Við höldum með þér! Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur aðildarríki Evrópusambandsins til að samþykkja breytta útgáfu af stjórnarskrá ESB sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu árið 2005. Ráðstefna um sáttmálann fer fram í næstu viku. Þýskaland, sem situr í forsæti Evrópusambandsins, leitast nú við að takmarka deilur aðildar- ríkjanna yfir stjórnarskránni við sex grundvallaratriði. Þar er efst á baugi ótti við að ESB þróist í ofurríki sem traðki á réttindum aðildarríkjanna. Eitt af atriðum sem Merkel vonast til að halda inni eru reglur sem gera sambandinu auðveldara að taka ákvarðanir án þess að þurfa einróma samþykki aðildarríkja. Berst fyrir sátt um stjórnarskrá „Þjónustan við þessi börn verður stóraukin og mál þeirra sett í forgang. Vonandi verður það til þess að brottfall þeirra úr skóla minnkar,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður menntaráðs borgarinnar. Nemendum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað mjög í grunnskólum frá árinu 2003. Vinnuhópur menntaráðs Reykjavíkur, sem Lilja leiddi, skilaði greinargerð og tillögum um málefni barna af erlendum uppruna í gær en þær eiga að nýtast breyttum aðstæðum í menntakerfinu. Í um þremur leikskólum í Breiðholti; Fellaborg, Völvuborg og Ösp, eru nemendur af erlendum uppruna nú um og yfir helmingur nemenda. Í Austurbæjarskóla og Fellaskóla er um fjórðungur barnanna með annað móðurmál en íslensku. Í ljósi þessa nýja umhverfis á Íslandi taldi mennta- ráð að brýnt væri að móta skýrari stefnu í málefnum barna af erlendum uppruna. Markmiðið er að þau geti nýtt sér þjónustu skólakerfisins til jafns við önnur börn. Meðal þeirra hugmynda sem fram komu í greinar- gerð hópsins var að stofnað yrði tungumálaver í Laugalækjaskóla þar sem börn gætu viðhaldið móður- máli sínu. Rannsóknir sýna að þau börn sem viðhalda fyrsta tungumáli sínu eiga auðveldara með að tileinka sér önnur. Einnig er lagt til að teymi farkennara sem tala nokkur af algengustu tungumálunum verði mynd- að. Fram kom í máli Lilju að fjöldi kennara af erlend- um uppruna hefði útskrifast frá Kennaraháskóla Íslands án þess að tungumálakunnátta þeirra og reynsla hefði verið nýtt. Þá stendur einnig til að allt námsefni verði gert aðgengilegra fyrir nemendur af erlendum uppruna. Framsetning verði gerð mynd- rænni og úrdrættir á einföldu máli settir með. Viðræður við Námsgagnastofnun hefjist strax eftir sumarfrí auk þess sem farið verði yfir hvernig meta eigi íslenskukunnáttu barnanna með markvissari hætti. Starfsfólki skólanna muni þá standa til boða námskeið sem nýtast eigi í fjölmenningarlegri kennslu. Lilja segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í borgarráði. Kostnaður hafi ekki verið metinn nákvæm- lega en líkast til verði hann ekki meiri en samsvarar tveimur til þremur stöðugildum hjá borginni fyrst um sinn. Aukið tillit tekið til þarfa innflytjenda Þjónusta við börn sem hafa annað móðurmál en íslensku á að auka í skólum. Markmiðið er að þau geti nýtt sér þjónustu skóla til jafns við önnur börn og að brottfall þeirra minnki. Menntaráð lagði fram tillögur til úrbóta í gær. Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir bókamarkaði á útitaflinu við Lækjargötu í dag. Allur ágóði af bókasölunni rennur til barnastarfs Hróksins á Grænlandi. „Þarna verða bækur úr öllum áttum á hlægilegu verði, reyfarar í sumarbústaðinn, fræðirit fyrir vet- urinn og allt þar á milli,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Hrókurinn hefur síðastliðin fimm ár unnið að uppbyggingu skáklífs á Grænlandi og Hrafn er fullviss um að fjölmargir vilji kaupa bækur til styrktar því góða málefni. Markaðurinn verður opnaður klukkan 11. Styðja skák á Grænlandi Baugur Group hefur eignast alls um 38,4 prósenta hlut í 365 hf., útgáfufélagi Frétta- blaðsins, og stendur nálægt fjörutíu prósenta yfirtökumörk- um. Félagið keypti í gær 6,64 prósenta hlut í 365 fyrir 980 milljónir króna af Disknum, félagi sem Sverrir Berg Steinars- son fer fyrir. Baugur framseldi þennan hlut til Landsbankans og gerði samhliða afleiðusamning við bankann þar sem Baugur ber bæði fjárhagslega áhættu og ávinning af gengi bréfanna í 365. Jafnframt keypti Baugur 3,37 prósenta hlut í upplýsingatækni- fyrirtækinu Teymi fyrir um 760 milljónir króna. Bréfin voru seld með sama hætti til Landsbankans og gerður afleiðusamningur. Baugur nálgast yfirtökumörk „Ég ætlaði ekki að trúa þessu enda ótrúlegt að einhverjum skuli detta þetta í hug, hvað þá framkvæma það,“ segir Kristján Berg, eigandi verslunarinnar Spa- kongen í Hillerød í Danmörku. Kristjáni var heldur en ekki brugðið þegar hann mætti til vinnu sinnar í gær og sá að stórum heitum potti hafði verið stolið. Potturinn var til sýnis fyrir utan verslunina fullur af vatni. „Þetta er stærðarinnar pottur, hann er 2,35 metrar í þvermál og í honum voru tvö tonn af vatni. Það á ekki að vera hægt að stela þessu,“ segir Kristján, sem áttar sig ekki á því hvernig þjófarnir hafi verið útbúnir. „Þetta er svo stór pottur að þú kemur honum ekki inn í einn einasta sendiferðabíl. Þegar ég sel svona pott tekur það mig klukku- stund að ganga frá honum með lyft- ara og auka mannskap,“ segir Kristján og bætir því við að tals- verð umferð sé í götunni og því skrítið að enginn hafi orðið var við þjófnaðinn. Kristján hafði samband við lög- reglu í gær en er þó vonlítill um að potturinn finnist. Tjónið er talsvert enda kostar potturinn um 1,4 millj- ónir króna. „Þetta sýnir þó að þetta er góð vara. Menn fara varla að leggja á sig svona erfiði fyrir léleg- an pott,“ segir Kristján. Iceland Express hefur gert samkomulag við Kolvið um að farþegar félagsins geti kolefnisjafnað ferðalög með flugfélaginu um leið og flugmiðinn er pantaður. Þjónustan verður í boði frá og með deginum í dag. „Það er okkur sönn ánægja að aðstoða farþega okkar við að kolefnisjafna sín ferðalög með Iceland Express,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, og bendir á að mikil vitundarvakning hafi orðið í þessum efnum undanfarið. Farþegi sem vill kolefnisjafna ferð sína greiðir á bilinu 172 til 346 krónur fyrir hverja flugferð. Kolefnisjöfnun fyrir flugferðir Níu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gær. Í sex tilfellum var um erlenda ferðamenn á bílaleigubílum að ræða. Ragnar Kristjánsson, varð- stjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri, segir allt of algengt að erlendir ferðamenn aki of hratt. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki í verkahring bílaleiganna að fræða ferðamennina betur um þær reglur sem gilda á íslenskum vegum,“ segir Ragnar. Ferðamenn aka of hratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: