Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 10
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heims- vísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggn- um fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rann- sóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verks- ins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknar- tækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísinda- menn og 2 tæknimenn en rann- sóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarð- sögu hafsbotnsins síðastliðnar átján milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rann- sókn geti svarað mörgum spurn- ingum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýð- ingu að fá upplýsingar um jarð- skorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vís- indastofnana í Bandaríkjunum. Tímamót í rannsóknum Fyrsti stóri rannsóknaleiðangurinn á hafsbotninum suðvestur af Íslandi hefst í dag. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Hæstiréttur mildaði í gær dóma yfir tveimur ránsmönn- um. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Ívar Smára Guð- mundsson í fjögurra ára fangelsi fyrir rán í Bónusvídeó og fleiri afbrot. Hæstiréttur mildaði þann dóm um eitt ár. Jafnframt vísaði dómurinn frá skaðabótakröfu upp á ríflega 1,6 milljónir króna vegna vanreifunar. Þá hafði Héraðsdómur dæmt Arthur Geir Ball í þriggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í versl- uninni Krónunni. Hæstiréttur stytti refsitíma hans einnig um eitt ár. Ívar Smári var sakfelldur fyrir tvö ránsbrot, fyrir að hafa ráðist á þrjár konur og slegið þær í andlit með krepptum hnefa, fjársvik, þjófnað og fleiri brot. Dómurinn mat til refsilækkunar að Ívar Smári játaði flest brotin greiðlega og var samvinnuþýður við með- ferð málsins. Arthur Geir var dæmdur fyrir að fara með andlit sitt hulið inn í verslun, ógna afgreiðslustúlku með 24 sentimetra löngum fjaður- hníf og skipa henni að afhenda sér fjármuni, sem reyndust nema nær 100 þúsundum króna. Hæstiréttur leit meðal annars til ungs aldurs hans, en hann var einungis 18 ára þegar hann framdi brotið. Hæstiréttur hefur sýknað mann af ákæru þess efnis að hann hafi brotið áfengislög með því að hafa sem starfandi stjórnarformaður heildsölu látið birta auglýsingu á léttvíni í Gestgjafanum árið 2003. Þar með sneri Hæstiréttur dómi héraðsdóms, sem dæmt hafði manninn til greiðslu 200 þúsund króna í sekt. Taldi Hæstiréttur að auglýsingin væri andstæð áfengislögum en þar sem hvorki maðurinn né heildsal- an voru nafngreind í auglýsing- unni var ekki talið að maðurinn bæri refsiábyrgð og var hann því sýknaður. Sýknaður af ákæru um áfengislagabrot „Mér finnst skrítið að þessum úlfhundum, sem ráða í rit- stjórn, sé leyft að ráðast á fólk og svipta það ærunni,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. Gunnar hefur ákveðið að kæra rit- stjóra Ísafoldar og Mannlífs, þá Jón Trausta Reynisson og Reyni Traustason, og Baug, sem er eig- andi tímaritanna, fyrir greinaskrif um meint hneykslismál sem hann er bendlaður við. „Mér finnst ekki hægt að svona menn gangi lausir í blaðamanna- stétt,“ segir Gunnar. Hann hyggst ekki svara spurningum um grein- ina efnislega þar sem hann segir að aðeins sé um gamlar kjaftasögur að ræða sem ekki séu svaraverðar. Gunnar segist ekki vera búinn að ákveða hvaða upphæð hann muni fara fram á. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þessir feðgar séu ekki borgunarmenn fyrir þessu. Baugur ætti þó eiga fyrir því,“ segir Gunnar. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segist ekki vita hvað Gunnar ætli að kæra. „Er það myndbirting Ísafoldar af honum á Goldfinger, eða Mannlíf fyrir að segja frá því að hann hafi verið tek- inn drukkinn undir stýri, eða fyrir að hafa sagt að hann stefndi að því að Kópavogsbúar yrðu brátt fimm- tíu þúsund?“ segir Reynir. „Við erum reyndar að undirbúa málshöfðun á hendur Gunnari fyrir að segja að við séum að drepa fólk í skjóli auðhrings. Það er atvinnu- rógur. Gunnari verður hvergi gefið eftir í þeim efnum en hann er ábyggilega borgunarmaður fyrir einhverju,“ segir Reynir. Hæstiréttur framlengdi í gær farbann yfir Viggó Þóri Þórissyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Verðbréfastofu Sparisjóðanna, til 10. ágúst. Honum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir að upp komst að hann hefði gefið út ábyrgðar- lýsingu upp á rúmlega þrettán milljarða vegna innistæðu á bankareikningi sem hvergi var að finna. Málið er til rannsóknar hjá embætti saksóknara efnahags- brota. Meðal þess sem verið er að kanna er hvort málið teygi anga sína til erlendra félaga. Staðfestir farbannskröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: