Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8
 Hvað heitir aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna sem staddur var hér á landi í gær? Hver er þjálfari meistara- flokks KR í knattspyrnu? Hvað er áætlað að friðarsúla Yoko Ono í Viðey muni kosta? A R G U S / 0 7- 0 4 4 6 „Ég er með mjög gott starfsfólk í vinnu sem fær borgað það sem það á skilið,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst. Meðaltal launa viðskiptafræðikennara við skólann er tæplega þremur milljónum hærra en við Háskóla Íslands. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Bifröst greiðir hæstu laun kennara í viðskiptafræði á landinu, rúmar 7,5 milljónir kr. á ári, að launatengdum gjöldum meðtöldum. HÍ borgar viðskiptafræðikenn- urum tæpar 4,7 milljónir á ári að meðaltali. „Þetta er bara eins og kaupin gerast á ríkiseyrinni,“ segir Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísindasviðs HÍ. „Ákveðin grunnlaun eru bundin í kjarasamningum og þetta er meðalkostnaðurinn,“ segir Halldór. „Dreifingin er hins vegar talsverð, við erum með stóran hluta launa bundinn í hvatakerfum, mönnum er raðað í launaflokka eftir rannsóknarafköstum.“ Halldór segir að launamuninn megi mögulega skýra með því að Bifröst hafi hærri tekjur á hvern nemanda. „Við erum að borga okkar kennurum og starfsfólki ágætlega miðað við það sem gengur og gerist. Hér ræður markaðurinn og gæði fólksins. Mér finnst þetta sýna að kennarastörf geta líka verið vel launuð,“ segir Ágúst. Tæplega 750 sjóliðar af herskipum þriggja NATO-þjóða fá tækifæri til að skoða Reykjavík um helgina á meðan skip þeirra liggja við Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla komu skipanna hingað til lands. „Það er gott að vera í Reykjavík og við erum ánægð að vera komin hingað,“ sagði Michael K. Mahon, aðmíráll í Bandaríkjaflota, þegar hann ræddi við fjölmiðla um borð í bandaríska beitiskip- inu USS Normandy í gær. „Heimsókn skipanna er táknræn og sýnir að NATO stendur við skuldbind- ingar sínar um varnir allra 26 aðildarríkja NATO,“ sagði Mahon. Auk Normandy lögðust þýska freigátan FGS Sachsen og spænska birgðaskipið SPS Patino að bryggju í Reykjavík. Almenningur á þess kost að fara um borð í skipin um helgina, áður en þau leggja úr höfn áleiðis til Bretlands á mánudag. Normandy hefur tekið þátt í bæði fyrra og síðara Íraksstríðinu, auk þess sem það tók þátt í árásum í Bosníu og Afganistan. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla komu skipanna hingað til lands og segja kurteisisheim- sóknir af þessu tagi til þess fallnar að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Frekar ætti að minnast þess fólks sem hefði orðið fyrir sprengjum þessara vígatóla. Um 750 sjóliðar skoða borgina Foreldrar Madeleine McCann, sem var rænt af hótelher- bergi í Portúgal fyrir rúmum mánuði, sögðust í gær „mjög vonsvikin“ yfir því að fjölmiðlar birtu nafnlausa vísbendingu um örlög dóttur þeirra áður en lögregla gat rannsakað hana. Hollenskt dagblað segist hafa látið lögregluna á Portúgal fá nafnlaust bréf með korti sem sýni hvar Madeleine kunni að vera grafin. Staðurinn er í fimmtán kílómetra fjarlægð frá hótelinu sem henni var rænt frá. Lögreglu hefur borist fjöldi vísbendinga en leit hefur engan árangur borið. Eru vonsvikin yfir umfjöllun Hærra hlutfall rekstrar- tekna Háskólans í Reykjavík (HR) kom frá ríkinu en hjá Háskóla Íslands (HÍ) árið 2005. Munar þar mestu um sjálfsaflafé, annað en skólagjöld. HR fékk 76 prósent tekna sinna frá ríkinu, 21 prósent þeirra voru skólagjöld og 3 prósent komu ann- ars staðar frá. HÍ fékk hins vegar 66 prósent tekna sinna frá ríkinu, 10 prósent þeirra voru innritunargjöld og 24 prósent flokkast undir aðrar tekjur. Meðal þeirra eru erlendir sem innlendir styrkir, ágóði af end- urmenntunarnámskeiðum, tekjur Happdrættisins og annað. HR fær meira frá ríkinu en HÍ Forsvarsmenn undirskriftarsöfnunar gegn hausaþurrkun Laugafisks á Akranesi krefjast þess nú að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stöðvi starfsemina. „Með vísan til þess að Heil- brigðisnefnd Vesturlands ákvað á fundi sínum 22. maí að afturkalla áður útgefið starfs- leyfi Laugafisks frá í nóvember og að ekki hefur verið gefið út bráðabirgðastarfsleyfi krefj- umst við þess, undirritaðir íbúar á Akranesi, að starfsemi Laugafisks verði stöðvuð án tafar. Ljóst er að fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi,“ segir í bréfi íbúanna. Heilbrigðiseftir- litið segir Laugafisk uppfylla skilyrði starfsleyfis. Krefjast þess að lokað verði á hausaþurrkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: