Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 46
BLS. 10 | sirkus | 15. JÚNÍ 2007 Þau voru líka nefnd: Hannes Smárason „Hefur á skömmum tíma byggt upp eitt öflugasta og mest spennandi fjár- festingafélag landsins. Með þessu hefur hann sýnt hvað í honum býr. Og það er alveg heljarins hellingur. Í krafti fjármagnsins sem fyrirtækið sem hann stýrir ræður yfir – og hæfileika hans – eru honum flestir vegir færir. Það hefur sýnt sig og sannast margoft.“ Ólafur Ragnar Grímsson „Forsetinn er nokkuð vinsæll og hefur sannað völd sín gagnvart þinginu. Er vinsæll meðal auðmanna og nýtur virðingar í viðskiptalífinu þar sem hann getur haft áhrif á ákvarðanir manna ef hann sér ástæðu til. Ólafur er því líklega sá forseti Íslands í langan tíma sem hefur raunveruleg völd. Völd sem hann hefur hefur sýnt að hann hikar ekki við að beita sýnist honum svo.“ Dorrit forsetafrú „Fær erlendar stórstjörnur til að sækja íslenska listviðburði sem er frábær lyftistöng fyrir land og þjóð.“ Ingibjörg Pálmadóttir „Stýrir Baugsveldinu á bak við tjöldin, ekki nóg með að hún sé kærasta eins valdamesta manns á Íslandi, Jóns Ásgeirs, heldur er hún einn- ig komin af einni valda- mestu fjölskyldu landsins sem tengd er við Hagkaup.“ Kristín Jóhannesdóttir „Flott og áhrifamikil bisness- kona. Hefur hógværa og trausta áru sem fleytir henni langt. Samt örugg- lega dálítill kafbátur.“ Þórunn Sigurðardóttir „Líklega ein valdamesta manneskjan í íslensku menningarlífi. Hefur lyft grettistaki við eflingu Listahá- tíðar og náð einstökum tengslum milli lista og atvinnulífs. Er svona menningarhá- tíðagúrú okkar Íslendinga.“ Þorgerður Katrín Gunnardóttir „Því fylgja mikil völd að halda utan um öll skóla- og fræðslumál heillar þjóðar og einnig að vera varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins sem einnig er í forystu í ríkisstjórn.“ Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins „Getur án efa kippt í spotta ef honum sýnist svo.“ Þórólfur Sveinsson framsókn- armaður „Er með puttana víða í hinum ýmsu stjórnum en vill lítið sem ekkert vera í sviðsljósinu.“ Þorsteinn Metúsalem Jónsson, stjórnarformaður Glitnis „Gríðarlega áhrifamikill og þau völd sem hann fer með sem stjórn- arformaður Glitnis gera hann að miklum áhrifamanni um víða ver- öld, bæði í fjármálageiranum, sjáv- arútvegsgeiranum og nú einnig í orku- geiranum þar sem Glitnir hefur náð ákveðnu forskoti með aðkomuni að Geysir Green Energy. Þeir sem hafa kynnst Þorsteini vita að hann er dreng- skaparmaður, gegnumheill og velviljað- ur. Hann er vel að því kominn sem honum hefur hlotnast í lífinu.“ Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins „Þeir sem stýra stóru blöðunum tveimur geta með skrifum sínum haft gríðarleg áhrif á skoðanir fólks. Völd og áhrif fjölmiðlanna eru meiri en flestir gera sér grein fyrir. Tengsla- net þessara tveggja eru gríðarlega stór og hræða marga.“ Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands „Hefur margt í hendi sér en mætti láta af þvergirðingshætti og leyfa samkyn- hneigðum að ganga í hjónaband frammi fyrir guði og mönnum. Bund- inn á klafa fortíðar en er líklega nútím- legur undir niðri. Gæti markað djúp spor í söguna og nútímavætt íslenska kirkju – ef hann dustaði af sér rykið.“ Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins „Einn æðsti maður ESB, þaðan sem við fáum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, stóran hluta okkar lög- gjafar, vegna veru okkar í Evrópska efnahagssvæð- inu.“ Íslenska og erlenda konan í umönnunar- stétt „Perlur samfélagsins, vinnu- konur kerfisins sem halda samfélaginu gangandi frá degi til dags. Á lúsarlaunum en vinna þó mikilvægustu störfin; völd þeirra liggja í fjölda þeirra, alúð og virðing- unni sem þær bera fyrir fólk- inu sem þær annast. Virðing- arleysið gagnvart þeim er þó algjört og sést best á launa- seðlinum þeirra.“ Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands „Um leið og hún og femínistar leggj- ast gegn einhverju tilteknu málefni, svo sem klámráðstefnunni, sem halda átti hér á landi, þorir enginn að and- mæla. Katrín Anna má líka eiga það að hún er jafnan mjög málefnaleg í sínum málflutningi; rökstyður sín sjónarmið vel og er vel treystandi til að hafa mikil völd.“ B jörgólfur Thor og hans fjölskylda ræður því sem hún vill ráða, einn- ig því hverjir „stjórna“ landinu og ráð- stafa gæðum þess. Svarið miðast við að völdin felist í peningum.“ „Eins og Jón Ásgeir er hann í þeirri aðstöðu að geta ráðið í gegnum eign- arhlut sinn hvort fyrirtæki lifa eða lognast út af og hefur þar með bein áhrif á lífsviðurværi tugþúsunda Íslendinga. Óbein áhrif þeirra eru líka gríðarleg, því fyrirtæki þeirra eru orðin einhverjir stærstu styrktaraðilar ýmissa lista- og líknarmála.“ „Hann ræður yfir næststærsta og fjórða stærsta banka landsins. Ítök hans hafa ekki komið að fullu fram innanlands. Enn sem komið er eru umsvif hans helst erlendis og á íslenskan mælikvarða eru þau stjarn- fræðileg. Hann hefur valdið, en eina spurningin er hvort hann hafi viljann til að virkja það að fullu á þessum litla leikvelli.“ „Tvímælalaust valdamesti maður landsins í krafti auðlegðarinnar. Að vísu beitir hann þeim völdum afar hóflega, enda kvarta sumir undan því að hann mætti rækta heimalandið betur, en áhuginn erlendis virðist oft eiga hug hans allan. En ef hann einset- ur sér eitthvað má mikið vera ef það gengur ekki eftir.“ „Er töluvert ríkari en Donald Trump. Hefur áræðnina sem þarf til þess að hafa völd sem hann sækist eftir. Peningavöld og pólitísk völd eru ekki lögð að jöfnu en hvort tveggja eru völd. Hann hefur völd til þess að kaupa 230 milljón króna íbúð, án inn- réttinga, í nýju Skuggahverfi.“ „Þegar maður skipar 249. sæti yfir ríkustu menn í heimi, samkvæmt Forbes-listanum, og er frá landi þar sem búa 300 þúsund manns, þá hlýtur sá að vera fremstur meðal jafningja, og gott betur. Samhliða því hljóta menn gríðar- leg völd og vonandi virðingu.“ Jóhannes Jónsson H vunndagshetjur sem eru millj-arðamæringar. Ítök þeirra í við- skiptalífinu eru ótrúleg og umsvif þeirra ná langt út fyrir landsteinana. Þeir hafa jafnframt verið virkir í pólit- ískri umræðu sem síst hefur verið til þess að draga úr völdum þeirra. Það er sérstakt að viðskiptamaður á borð við Jóhannes í Bónus sé reglulegur gestur í pólitískum spjallþáttum.“ „Mennirnir eiga næga peninga til að kaupa upp heilu löndin, áhrif þeirra komu bersýnilega í ljós nú fyrir síðustu alþingiskosningar hvað varð- aði yfirstrikanir á nafni Björns Bjarna- sonar eftir auglýsingu frá Jóhannesi í Bónus.“ M eð skrifum sínum hefur hann gríðarleg áhrif á skoðanir fólk. Völd og áhrif fjölmiðlanna eru meiri en flestir gera sér grein fyrir.“ „For better or worse“ er haugur af fólki sem tekur bara mark á Morgun- blaðinu. Styrmir er sá ritstjóri/frétta- stjóri sem klárlega beitir sér með beinustum hætti. Hann hefur bein áhrif á skoðanir þessara þúsunda sem líta á Morgunblaðið sem bíblíu lífs- ins.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S týrir næststærsta stjórnmála-flokki á Íslandi, fyrrverandi far- sæll borgarstjóri og er nú orðinn annar tveggja oddvita ríkisstjórnar Íslands. Hún er sterk fyrirmynd og er sú kona sem hefur náð hvað lengst í pólitíkinni og er líklega bara rétt að byrja.“ „Brýtur sögulegt blað á hverjum degi og gefst aldrei upp þótt á móti blási. Talar ætíð fyrir hönd almanna- hagsmuna, kvennapólitíkus fram í fingurgóma og býður karlveldinu byrginn frá morgni til kvölds.“ „Hefur brotið blað í sögu flokks síns og hefur tekið sæti í ríkisstjórn sem fyrsti leiðtogi stórs jafnaðarmanna- flokks. Hefur náð miklum samhljómi í eigin hópi og náð að mynda traust samstarf við höfuðkeppinautinn í stórri ríkisstjórn. Fyrsta konan sem leiðir flokk í ríkisstjórn.“ Inga Jóna Þórðardóttir S em kona forsætisráðherrans hefur hún mikil völd á bak við tjöldin. Sýndi ótrúlega stjórnkænsku þegar hún vék fyrir Birni Bjarna í borginni sem varð síðan upphafið að pólitísku andláti Björns og gerði úti um hann sem keppinaut Geirs. Senni- lega eru völd hennar mjög vanmetin, því hún er mjög klókur stjórnmála- maður sem hefur mikil völd í íslensk- um stjórnmálum.“ „Það er reyndar eiginmaður henn- ar sem hefur hin formlegu völd í hendi sér en engum dylst áhrifavald Ingu Jónu sem einnig er með víðtæk tengsl inn í menningar- og viðskiptalíf auk sinnar miklu pólitísku reynslu. Það er fyrir hennar tilstilli sem vaktaskiptin í Valhöll hafa verið jafn fljót og afdrátt- arlaus og raun ber vitni.“ Á hrifamikill og fyrirmynd í íslensku viðskiptalífi. Hefur ítök víða en fer vel með vald sitt.“ „Er á sama tíma valdamesti aðili viðskiptalífsins og einn helsti styrkt- araðili menningarelítunnar.“ „Björgólfur hefur, eins og Jón Ásgeir, komið sér í þá stöðu að hafa sterka stöðu á fjármálamarkaðnum og í fjöl- miðlum. Hann er m.a. einn stærsti eigandi Árvakurs, sem gefur út Morg- unblaðið og Blaðið. Skrýtið að valda- miklir auðmenn vilji eiga fjölmiðla þótt þeir séu í raun ekki besta fjárfest- ing sem hugsast getur.“ „Auðmaðurinn Björgólfur beitir aurum sínum víða til áhrifa. Sem aðal- eigandi Landsbankans og Moggans hefur hann gríðarleg áhrif svo ekki sé talað um öll þau völd sem hann hefur víða annars staðar t.d. meðal Sjálf- stæðismanna. Hann hefur t.d. verið að dunda sér á bak við tjöldin við að kaupa upp fasteignir í miðborginni. Það er ljóst að gaurinn getur gert nán- ast það sem honum langar til og er nógu ríkur til að geta gert allt sem honum dettur í hug.“ „Einn valdamesti einstaklingurinn hér á landi í krafti auðs síns og tengsla við áhrifamenn í samfélaginu. Nýtur þess líka að vera lítt umdeildur, opin- berlega að minnsta kosti. Ekki er þó víst að áhrifa hans muni gæta mikið lengur, því tengslanet hans nær til þeirra afla í samfélaginu, sem eru sökum aldurs að víkja fyrir sér yngra fólki.“ Björgólfur Thor Björgúlfsson Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins Björgólfur Guðmundsson ÁLITSGJAFAR: Haukur Holm, fréttamaður Stöð 2. Katrín Júlíusdótt- ir aþingiskona. Hulda Sif Hermanns- dóttir, fréttakona Rúv. Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona Rúv. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi. Atli Gíslason alþingismaður. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttakona Stöð 2. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Ísafoldar. Árni Páll Árnason alþingismaður. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fréttakona N4. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs. Elín Albertsdóttir blaðamaður Blaðinu. Andrés Magnús- son, blaðamaður Viðskipta- blaðsins. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir ,blaðamaður DV. Sölvi Tryggvason, Ísland í dag. Helgi Vífill Júlíusson, blaðamaður Viðskiptablaðsins. Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri Sirkuss. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður. Arna Schram blaðamaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.