Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 74
Hermann Aðalgeirsson
var hetja Fylkismanna í gær þegar
hann tryggði liði sínu 1-0 sigur á
HK í Árbænum með laglegu marki
þegar þrjár mínútur voru til leiks-
loka. Frá upphafi leiks hafði allt
stefnt í steindautt markalaust
jafntefli en góður leikkafli Fylkis-
manna á síðustu 20 mínútum leiks-
ins skilaði liðinu dýrmætu marki á
síðustu stundu.
Ef undan eru skildar síðustu
tuttugu mínútur leiksins var boðið
upp á hörmulegan fótbolta í Ár-
bænum í gær. Bæði lið spiluðu
háloftabolta af verstu sort því
sjaldnast rötuðu sendingarnar til
samherja. Ógrynni misheppnaðra
sendinga, ásamt furðulegri dóm-
gæslu Einars Örn Daníelssonar
sem leyfði nánast engar snerting-
ar á milli leikmanna, gerði það að
verkum að framan af var leikur-
inn var einn sá allra leiðinlegasti
í sumar.
Fyrri hálfleikurinn var nánast
tíðindalaus og það sama var uppi
á teningnum framan af síðari hálf-
leik. En þá var líkt og heimamenn
settu í annan gír, þann sama og
liðið var í gegn FH í síðustu um-
ferð. Þessi hamskipti skiluðu á
endanum marki, sem líklega var
verðskuldað. Fylkir er nú komið í
vænlega stöðu með 11 stig í deild-
inni og eru Árbæingar til alls lík-
legir. Þeir hafa sannað að þeir
geta spilað ágætan fótbolta, en þá
skortir ennþá stöðugleika.
Miðað við leik HK í gær getur
liðið vel við unað að vera við miðja
deild, því með annarri eins frammi-
stöðu mun það tæpast vinna annan
leik í sumar. Sóknarleikurinn var
enginn og olli slakur leikur Jóns Þ.
Stefánssonar þar sérstökum von-
brigðum. Ofan á það var varnar-
leikurinn ósannfærandi á köflum í
gær og sást það best í marki Fylk-
is í gær.
Hermann var hetja Fylkis gegn HK í gær
Keflvíkingar unnu í gær
nauman sigur á Fram, 2-1, á heima-
velli. Ólafur Þórðarson gerði fimm
breytingar á byrjunarliði Fram
sem tapaði fyrir HK í síðustu um-
ferð. Hvorki Eggert Stefánsson né
Reynir Leósson voru í vörninni og
munaði um minna fyrir Framara
þar sem varnarleikur þeirra var
ótraustur á löngum köflum.
Það sama verður ekki sagt um
sóknarleik Safamýrarpilta, sem
var góður. Ívar brenndi af úr
dauðafæri áður en Keflvíking-
ar komust yfir með fyrsta færi
sínu í leiknum. Þórarinn Brynjar
skallaði boltann þá í markið eftir
að Guðmundur Steinarsson fann
hann einan og algjörlega óvaldað-
an í vítateig Fram.
Keflvíkingar hefðu getað nýtt
sér hik og gáleysi í vörn Fram en
gerðu ekki nógu vel. Í stað þess
jöfnuðu Framarar þegar Keflavík-
urvörnin var fámenn vegna horn-
spyrnu. Eftir langt útspark og
sendingu Theodórs komst Hjálm-
ar einn á móti Ómari markmanni
og rauf loksins markaþurrð sína.
Kotilainen átti svo þrumuskot í
stöngina um leið og flautað var til
leikhlés.
Síðari hálfleikur var langt frá
því að vera jafn fjörlegur og sá
fyrri. Baldur Sigurðsson kom
heimamönnum yfir með skoti af
stuttu færi en baráttan og miðju-
þófið var einkennandi í leiknum.
Liðin fengu sitt hvort dauðafærið
auk þess sem handfylli af hálffær-
um litu dagsins ljós.
Leiknum lauk með 2-1 sigri
Keflavíkinga en Framarar hefðu
hæglega getað tekið eitt stig.
Nokkur deyfð var yfir leikmönn-
um beggja liða sem virtust ekki
vera með hugann við leikinn.
Jónas Guðni Sævarsson var besti
maður vallarins og að hans mati
var sigurinn sanngjarn.
„Mér fannst þetta sanngjarnt.
Við vorum að spila fínan bolta
þrátt fyrir að vera í erfiðleik-
um til að byrja með. Svo náðum
við tökum á spilinu og vorum
betri þrátt fyrir að þeir hafi feng-
ið nokkur færi. Það fengum við
líka en það bar á kæruleysi og við
hefðum átt að skora meira. Ég er
mjög sáttur með leikinn,“ sagði
Jónas, sem kvaðst vera sáttur við
spilamennsku Keflvíkinga fyrstu
sex umferðirnar en ekki stiga-
fjöldann.
Hjálmar Þórarinsson, marka-
skorari Fram, var daufur í dálk-
inn í leikslok. „Þetta var vissulega
mjög svekkjandi, jafntefli hefði
verið sanngjarnt miðað við hvern-
ig þetta spilaðist. Við fengum nóg
af færum sem við áttum að nýta.
Þetta er búið að vera saga okkar
í sumar, við höfum oft átt meira
í leikjum en við höfum fengið út
úr,“ sagði Hjálmar, sem bætti við
að hann væri ánægður með að losa
um markastíflu sína.
Keflvíkingar nýttu færin og tóku stigin
FH lét jafnteflið gegn
Fylki ekki koma sér úr jafnvægi og
tók þrjú stig í Vesturbænum gegn
KR í gær. FH refsaði KR-ingum
grimmilega í tvígang í fyrri hálf-
leik og það dugði til sigurs. Sterk
vörn FH kæfði síðan allar sóknir
KR í síðari hálfleik en KR fór illa
að ráði sínu í fyrri hálfleik.
Teitur Þórðarson gerði róttækar
breytingar á KR-liðinu og breytti
þar að auki um leikaðferð. Teitur
fór með KR-liðið í 4-4-2 en KR
hafði fram að þessum leik verið
að spila 4-3-3 leikaðferðina með
döprum árangri. Atli Jóhanns-
son kom auk þess frekar óvænt
í vinstri bakvarðarstöðuna, sem
hefur verið hálfgerð vandræða-
staða hjá KR í sumar. Skúli Jón,
sem verið hefur í bakvarðarstöðu,
var auk þess kominn á kantinn.
Fyrri hálfleikur var stór-
skemmtilegur á að horfa. KR-
ingar mættu grimmir til leiks og
Bjarnólfur fékk gult spjald fyrir
fyrsta brot KR strax á 4. mínútu.
KR tók völdin á miðjunni en FH
sótti hratt og ógnaði gríðarlega í
hvert skipti sem liðið fór upp völl-
inn.
Það var einmitt eftir hraða
sókn sem FH tók forystuna en þá
lagði Ásgeir Gunnar boltann lag-
lega framhjá Kristjáni eftir góða
sendingu Davíðs Þórs. Mark-
ið var eins og blaut tuska í andlit
heimamanna, sem byrjuðu leik-
inn vel, og margir gerðu ráð fyrir
að heimamenn legðust niður eftir
að Guðmundur kom FH í 2-0 með
skallamarki.
KR-ingar aftur á móti spýttu í
lófana við seinna markið og sóttu
mjög grimmt að marki meistar-
anna. Heimamenn sköpuðu sér
hvert færið á fætur öðru en voru
einstakir klaufar fyrir framan
markið. Lánleysið var einnig al-
gjört en það féll nákvæmlega ekki
neitt með KR-ingum, sem áttu sex
skot á markið í fyrri hálfleik. Daði
varði þau öll og sum hver með til-
þrifum. FH átti tvö skot að marki
í hálfleiknum og þau enduðu bæði
í markinu. Enn og aftur refsa FH-
ingar grimmilega.
Það var engu líkara en KR-ingar
hefðu klárað alla orku í fyrri hálf-
leik því þeir mættu mjög slakir til
síðari hálfleiksins og allur vindur
var úr mönnum. FH-ingar voru
mjög skynsamir, lágu til baka og
sterkir varnarmenn liðsins voru
mun betur á tánum en í fyrri hálf-
leik og stöðvuðu allar sóknir KR
án þess að hafa sérstaklega mikið
fyrir því. Síðari hálfleikur fjaraði
í raun út án þess að nokkuð merki-
legt gerðist og KR ógnaði vart
marki FH allan hálfleikinn.
FH-ingar tróna áfram á toppnum
en meistararnir hafa litið mjög
vel út í sumar. Það er gríðarleg-
ur styrkur í þessu FH-liði, sem
hefur ekki hlotið það lof sem það
á skilið. Vörnin er massíf, miðju-
spilið þétt og sóknarleikurinn frá-
bær þar sem sóknarmennirnir
eru alltaf líklegir til að skora. FH
nýtir sín færi fáranlega vel og það
er ákveðinn gæðamunur á þessu
FH-liði og öðrum liðum deildar-
innar.
Staða KR heldur áfram að
versna. Þó svo að KR hafi verið
undir 2-0 í hálfleik var fyrri hálf-
leikurinn hjá liðinu í gær líklega
þess besti í sumar. Ég veit ekki
hvort ég eigi að segja að lánleysið
leiki við liðið eða að það sé sjálfu
sér verst en líklega er það sam-
bland af báðu. Breytingarnar á
leik liðsins í gær voru til batnaðar
og flestir leikmenn eru að leggja
sig fram af heilum hug. Vandamál
KR liggur sem fyrr að stóru leyti
í skorti á kantspili og vandræða-
gangi bakvarðanna, sem allt of
mikið lekur í gegnum. Svo vantar
sjálfstraust uppi við markið en
KR fór hrikalega með færin í gær
og það reyndist dýrkeypt.
Íslandsmeistarar FH unnu enn og aftur í Vesturbænum og að þessu sinni 2-0. Sem fyrr nýtti FH færi sín
einstaklega vel á meðan KR-ingar voru klaufar fyrir framan markið.