Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 24
Nokkrir íbúar við Njálsgötu 74 hafa lýst yfir áhyggjum af því að opna á þar heimili fyrir heimilislausa fíkla. Rætt er um partístand, sprautunálar, ágenga róna og glæpamenn nánast inná gafli. Nálægð við leikskóla í þéttri byggð eykur á áhyggjurnar. En hverjir verða hinir nýju ná- grannar? Að uppistöðu verða það þeir sem lengst hafa verið í Gisti- skýlinu í Þingholtstræti 25 en þar hefur Velferðarsvið rekið úr- ræði sem um áratuga skeið hefur verið í sátt við nágrennið. Um er að ræða sjúka menn, suma mjög veika. Margir búnir að gefast upp á lífinu, einangraðir og búnir að rjúfa fjölskyldutengsl. Að mínu mati hefur samfélagið ekki sinnt þessum mönnum vel. Um það hef ég skrifað í blöð og rætt margoft í sölum borgarstjórnar og í vel- ferðaráði. Hraktir og smáðir hafa þeir þvælst á milli grena borgar- innar, sofið í hitaveitustokkum og ókyntu húsnæði, vistaðir hjá trú- boðum sem eru í raun skilaboð um að þeir séu syndugir menn en ekki sjúklingar og ratað síðan inn á Gistiskýlið sem er, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst nætur- skýli en ekki heimili. Fyrir 30 árum gaf mikill hugsjóna- maður glæsilegt hús og fallegt í sjálfu millahverfinu á Laugar- ásveginun. Hann vildi að fólkið sem var vistað á geðveikrahæl- inu Kleppi fengi tækifæri til að fá brú út í samfélagið. Fram að þeim tíma var geðsjúkt fólk lokað inni á hælum og það sá enga leið út. Nú er öldin önnur og sambýli geðfatlaðra eru um alla borg og þeim á eftir að fjölga. Borgin hefur nú tekið við því verkefni frá ríkinu að út- vega fjölda vist- manna Klepps heimili víðs vegar í borginni. Ætli það verði átakalaust? Nútíma sam- félag vinnur á þennan hátt gegn aðgreiningu. Við höfum skóla- stefnu sem kennd er við skóla án aðgreiningar. Það þýðir t.d að börn með þroskafrávik geta í dag gengið í venjulegan skóla. Hreyfi- hamlaðir, sjónskertir, og heyrnar- skertir hafa fengið aukin tæki- færi til að taka þátt í samfélaginu. Er ekki komið að því að við brjót- um síðasta vígið og tökum á móti fíkniefnaneytendum? Það er staðreynd að útigangs- menn sækja í miðbæi borga og það er líka staðreynd að nær allir heimilislausir Íslendingar halda til í miðborg Reykjavíkur. Fyrir því eru sennilega margar ástæður en líklega er mannfjöldi miðbæjarins aðalástæðan. Mann- fjöldinn er grundvöllur bísans. Að staðsetja úrræði sem þetta of langt frá miðbænum bæri ekki tilætlaðan árangur. Þó að heimilis- lausir fíkniefnaneytendur væru færðir hinum megin á landið væru þeir allir komnir aftur í miðbæ- inn innan skamms. Heimilislausir fíkniefnaneytendur eru og verða í miðborginni. Það þurfa aðrir að vita sem velja að búa þar. Við þetta verða íbúar Þingholt- anna varir. Á hverjum morgni ganga illa haldnir neytendur í gegnum hverfið til að fara á Landspítalann og fá þar lyf og aðra þjónustu til að halda daginn út. Gestir Gistiskýlisins í Þing- holtsstræti 25 fylla húsið á hverri nóttu. Alkóhólistar búa í áfanga- húsum á Barónsstíg, Snorrabraut, Miklubraut og víðar og svo eru það náttúrulega grenin. Ef við hugsum þetta bara út frá hagsmunum venjulegra íbúa í miðbænum þá er það alveg ljóst að málum er mun betur komið með lausnum á við umrætt heim- ili á Njálsgötunni og Gistiskýlið. Ef ekkert er að gert sitja menn upp með fjölgun grena eins á Hverfisgötunni og víðar í mið- bænum. Þegar ég bjó á Njálsgöt- unni var eiturlyfjagreni í nálægu húsi. Þar gátu skollið á partí sem stóðu dögum saman með tilheyr- andi hávaða og tryllingi. Þegar upp er staðið standa íbúar miðborgarinnar frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ekkert verði gert og grenum fjölgi. Og í öðru lagi að hið opin- bera gangi í málið og bjóði þess- um einstaklingum upp á sóma- samlegt heimili þar sem fagmenn eru til staðar allan sólahringinn. Starfsfólk sem mun leggja metn- að sinn í að nágrannar verði ekki fyrir truflun, hvað þá skaða af neinu tagi. Þannig heimilum þarf að fjölga og það má ekki gleyma konunum sem margar þurfa á sömu aðstoð að halda. Ég er sann- færður um það að heimilið á Njálsgötu 74 verður eitt friðsam- asta húsið í hverfinu og mundi glaður bjóða slíka nágranna vel- komna. Þarna verða aldrei partí og ef eitthvað kæmi upp á gæti ég snúið mér til ábyrgra aðila um úr- lausn mála. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi VG og á sæti í Velferðarráði. Miðbærinn og heimilislausir Þegar ríkisstjórnin til-kynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusam- bandsins og EES-svæðis- ins, sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, ráðherra velferðarmála, í Blað- inu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegn- um þjónustusamninga og starfs- mannaleigur.“ Þetta þykir mér skrýtið – í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kring- um okkur til að sjá hver árangur- inn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamn- inga – sem skaðar líka laun Íslend- inga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkisstjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgj- andi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar.“ Ég vil gjarn- an fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB lönd- um í maí 2006 hefur at- vinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheim- ilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátt- töku útlendinga á íslensk- um vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mán- aða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkisstjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti – þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegn- um starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslend- ingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort vilj- um við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður. Búlgaría og Rúmenía Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkisstjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lög- fylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.