Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 58
Pétur Gunnarsson rithöfundur með
meiru er sextugur í dag. Hann segir
þó ekkert hafa verið skipulagt í tilefni
af því, enda hafi heljarinnar afmælis-
veislu verið slegið upp fyrir hann um
daginn.
„Það er ekkert skipulagt enda lít
ég svo á að afmælisveislan sé afstað-
in, þar sem þing sem tengist afmælinu
mínu var haldið í Háskóla Íslands í síð-
asta mánuði,“ segir Pétur Gunnarsson
rithöfundur. „Þingið stóð frá morgni til
kvölds og sægur af fyrirlesurum kom
fram. Svo var teiti eftir það, þar sem
vinir og kunningjar komu saman. Ekki
amalegt það, enda lít ég svo á að þetta
hafi verið stórkostlegt afmælisboð.“
Að sögn Péturs standa ekki neinir
afmælisdagar sérstaklega upp úr, að
undanskildum bernskuminningum um
það þegar mjólkurbíllinn færði honum
pakka í sveitina á sumrin. Annars
hendi afmælisdagar alla einu sinni á
ári og þá fái þeir tækifæri til að halda
egóinu á lofti. Fá svona litla egó-blöðru
afhenta.
„Flestir vita nú að afmælisdagar
breyta í raun ekki nokkrum sköpuð-
um hlut í lífi manns, þó það sé alltaf
gaman að láta gera vel við sig. Borða
góðan mat og taka upp pakka. Svo er
ekki verra að fá bók í afmælisgjöf,“
segir Pétur, án þess að vilja nefna
hvaða skáld séu í mestu uppáhaldi. Sá
listi sé einum of langur til að rifja upp
undir stýri.
Þegar blaðamaður hafði samband við
Pétur var hann nefnilega á þeytingi úti
á landi og vissi ekki hvar hann yrði á
afmælisdeginum. Aðspurður hvort um
vinnuferð væri að ræða, sagðist höf-
undurinn alltaf vera með hugann við
skáldskapinn og viðurkenndi að nýtt
verk væri í bígerð. Hann vildi þó ekki
fyrir neina muni gefa upp um hvers
konar verk væri að ræða, en sem kunn-
ugt er liggur eftir hann fjöldi skáld-
sagna, ljóða, prósa, handrita, þýðinga,
söngtexta, ritgerða og greina.
„Maður segir aldrei fyrir fram til
um innihald verka sinna, einfaldlega
vegna hjátrúar,“ segir Pétur leyndar-
dómsfullur í bragði. „Það er jafn hall-
ærislegt og að ræða íþróttaleiki fyrir-
fram. Svoleiðis umræða skiptir í raun
engu máli, heldur leikurinn sjálfur og
úrslitin. Rétt eins og endanleg útkoma
verksins. Eigum við ekki bara að segja
að það komi vonandi fljótlega í ljós.“
„Ég hef ekki enn fundið
henni stað en hann verður
örugglega mjög áberandi.“
Dick Tracy sýnd í Bandaríkjunum
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Elisar Stefáns Andréssonar
vélstjóra, Bogahlíð 14, Eskifirði,
Aðalheiður Ingimundardóttir
Ingimundur Elisson Halla Jóhannesdóttir
Guðni Þór Elisson Lára Metúsalemsdóttir
Andrés Elisson Svana Guðlaugsdóttir
Njóla Elisdóttir Jón G. Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Steingrímur Helgi Atlason
fyrrv. yfirlögregluþjónn, Hjallabraut 43
Hf.
sem lést 6.júní sl. verður jarðsunginn frá Víðistaða-
kirkju miðvikudaginn 20 júní kl 13.00. Blóm og krans-
ar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er
bent á Blindrafélag Íslands og Félag krabbameinssjúkra
barna.
Einar Steingrímsson Steinunn Halldórsdóttir
Atli Steingrímsson Erla Ásdís Kristinnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Svanhvít Ingvarsdóttir
Syðri-Leikskálaá,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 11. júní.
Jarðsett verður frá Þóroddsstaðakirkju mánudaginn
18. júní kl. 14.00.
Ingibjörg Jónasdóttir Haukur Gunnlaugsson
Sigurrós Soffía Jónasdóttir Óskar Gunnlaugsson
Þórólfur Jónasson Ester Gísladóttir
Sveinn Valdimar Jónasson
barnabörn, makar og barnabarnabörn.
Okkar kæri
Marinó Þórðarson
frá Borgarnesi, Hrafnistu Hafnarfirði,
andaðist að morgni 8. júni. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskapellu mánudaginn 18. júní kl. 13.00.
Andrés Gilsson Valgerður Hrefna Gísladóttir
og fjölskylda.
Okkar ástkæri,
Þorleifur Guðfinnur
Guðnason
fyrrum bóndi á Norðureyri við Súgandafjörð, sem
lést miðvikudaginn 6. júní sl. verður jarðsunginn frá
Suðureyrarkirkju laugardaginn 16. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Marianne Jensen
Ævar Einarsson.
Bandaríski tónlistarmaður-
inn Bob Dylan fær spænsku
heiðursverðlaunin Prinsinn
of Asturias afhent í október
næstkomandi. Formaður
dómnefndarinnar sagði að
Dylan væri „lifandi goðsögn
í tónlistinni og leiðtogi þeirr-
ar kynslóðar sem lét sig
dreyma um að breyta heim-
inum“. Á meðal þeirra sem
hafa áður unnið þessi sömu
verðlaun, sem þykja afar
virt, er leikstjórinn Woody
Allen.
Dylan, sem er 66 ára, fór
á topp bandaríska vinsælda-
listans í fyrsta sinn í þrjátíu
ár með síðustu plötu sinni
Modern Times. Þar með varð
hann elsta núlifandi mann-
eskjan sem tókst að koma
plötu beint í efsta sætið.
Fær spænsk verðlaun