Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 50
BLS. 14 | sirkus | 15. JÚNÍ 2007
„Kjarri vaxin brekka í Borgarfirði sem við
eigum sjálf! Þar er gott að sofa, lesa og
hlusta á
árniðinn
og horfa
á fuglana.
Og að
sjálfsögðu
með
manninum
mínum og
börnunum
öllum
fjórum.“
Ólöf Nordal alþingiskona
Uppáhalds...
...staðurinn minn
Á sta Lovísa Vilhjálmsdóttir var borin til grafar á mánudaginn.
Útför hennar fór fram frá Hallgríms-
kirkju og mættu á bilinu 500 til 600
manns til að kveðja þessa miklu bar-
áttukonu, sem lést eftir erfitt stríð
við krabbamein, í hinsta sinn.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, faðir
Ástu Lovísu, sagði í samtali við Sirk-
us í gær að útförin hefði verið gull-
falleg og mjög vel heppnuð. „Þetta
var eins og maður óskaði sér. Prest-
urinn Þorvaldur Víðisson stóð sig
frábærlega og ekki er heldur hægt að
sleppa því að minnast á Pál Óskar
Hjálmtýsson. Hann er einstakur
listamaður á heimsmælikvarða og
söngur hans fullkomnaði þessa fal-
legu en jafnframt erfiðu stund,“ segir
Vilhjálmur.
Útför Ástu Lovísu var vel heppnuð og falleg
KISTAN BORIN ÚT Hér sjást nánustu
ættingjar Ástu Lovísu bera kistuna út í
bíl. Fremstir eru Vilhjálmur faðir hennar
og Daði bróðir hennar. SIRKUSMYND/PJETUR
ERFIÐ STUND Það ríkti mikil sorg við
Hallgrímskirkjuna á mánudag enda erfitt
að kveðja ástvin. SIRKUSMYND/PJETUR
„Það eru auðvitað Tungurnar þar sem ég
er alinn upp, einkanlega
Laugarásinn sem er lítið
þorp rétt við Skálholt
og næst þar á eftir
afréttarlönd þessa
sama hrepps.
Utan
Biskups-
tungna er
það
Bleiks-
mýrardal-
ur fyrir
norðan.“
Bjarni Harðarson alþingismaður
S öngkonan Aðalheiður Ólafs-dóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idolinu, er á leiðinni til New
York þar sem hún ætlar að stunda nám
við leiklistarskóla næstu tvö árin. „Jú,
það er rétt. Ég fór í áheyrnarprufur í
tveimur skólum og komst inn í þá
báða. Ég valdi þann sem mér fannst
áhugaverðari,“ segir Heiða í samtali við
Sirkus.
Hún segir að leiklistarbakterían hafi
blundað lengi í henni en hún hafi hins
vegar aldrei gengið svo langt að sækja
um inngöngu í Leiklistarskólann hér
heima. „Ég hef alltaf haft áhuga á þessu
með söngnum en það er fyrst núna
sem ég geri eitthvað í þessu. Það verð-
ur líka skemmtilegt að prófa að búa í
nýju landi og ekki skemmir fyrir að
það sé New York,“ segir Heiða.
Námið, sem tekur tvö ár, er þó ansi
stíft og það verður því lítill frítími fyrir
Heiðu. „Ég verð ekkert í Sex and the
City-fílingnum með Cosmo á kantin-
um. Þetta verður hörkutörn sem er
fínt því þá hef ég ekki tíma til að fá
heimþrá. Ég vonast þó til að fá gott
jólafrí þannig að ég komist heim,“ segir
Heiða.
Hún hefur verið áberandi í íslensku
tónlistarlífi allt frá því að hún lenti í
öðru sæti í Idol Stjörnuleit árið 2005.
Nú mun hún hins vegar gera hlé á tón-
listarferlinum á meðan leiklistarnám-
ið stendur yfir. „Ég er búin að starfa
sem söngkona í tvö ár og það hefur
verið frábær tími,“ segir Heiða.
oskar@frettabladid.is
AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR ÆTLAR AÐ FREISTA GÆFUNNAR Í BANDARÍKJUNUM
Í leiklistarskóla í New York
NEW YORK, NEW YORK Það er ekki ókeypis að stunda nám í New York og vinnur Heiða nú í söludeild BM Vallár til að safna fyrir
náminu.
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
Sv
ör
:1
. N
or
ah
J
on
es
. 2
.Æ
va
r
Ö
rn
J
ós
ep
ss
on
.
3.
G
uð
m
un
du
r
Ár
ni
S
te
fá
ns
so
n.
4
.
Ís
ge
rð
ur
E
lfa
G
un
na
rs
dó
tti
r.
5.
Hu
gl
ei
ku
r
D
ag
ss
on
. 6
. A
la
n
Cu
rb
is
hl
ey
. 7
.
Ra
gn
ar
K
ja
rt
an
ss
on
. 8
.
Ba
lta
sa
r
Ko
rm
ák
ur
. 9
.
Ka
lli
B
ja
rn
i.1
0.
L
ar
ry
H
ag
m
an
.
Sigmundur Ernir
1. Pink.
2. Man ekki.
3. Guðmundur Árni Stefánsson.
4. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir.
5. Hugleikur Dagsson.
6. Curbishley.
7. Veit ekki.
8. Baltasar Kormákur.
9. Karl Bjarni Guðmundsson.
10. Larry Hagman.
Halldór Gylfason:
1. Norah Jones.
2. Simon Rusty.
3. Guðmundur Árni Stefánsson.
4. Ísgerður Elfa.
5. Hugleikur Dagsson.
6. Alan Curbishley.
7. Ragnar Kjartansson.
8. Baltasar Kormákur.
9. Kalli Bjarni.
10. Larry Hagman.
Halldór sigrar með heil-
um níu stigum gegn sex
stigum Sigmundar. Sig-
mundur skorar á Loga
Bergmann sem mun von-
andi mæta Halldóri í
næstu viku. Fylgist með!
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@
frettabladid.is Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
1. Hvaða bandaríska tónlistar-
kona heldur tónleika í
Laugardalshöll 2. sept-
ember?
2. Hver skrifaði bókina Sá
yðar sem syndlaus er?
3. Hver er sendiherra
Íslands í Svíþjóð?
4. Hver leikur Snæfríði í Stund-
inni okkar?
5. Hver er höfundur söngleiksins Legs?
6. Hver er knattspyrnustjóri West Ham?
7. Hver er söngvari
Trabant?
8. Hver leikstýrði
Mýrinni?
9. Hver var
fyrsta Idol-
stjarna landsins?
10. Hver lék JR í
Dallas?
SPURNINGAKEPPNI SIRKUS HELDUR ÁFRAM. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSONAR
SLÓ RÚNAR FREY GÍSLASON ÚT Í SÍÐUSTU VIKU. HÉR MÆTIR SIGMUNDUR LEIKAR-
ANUM HALLDÓRI GYLFASYNI.
„Mamma, amma og langamma fæddust
allar og ólust upp á Krossum í Staðar-
sveit. Mínar kvenlegu rætur eru
órjúfanlegar þessum stað og þegar ég
kem vestur þá er ég - bara ég. Krossar
standa utan alfaraleiðar og sæta þarf
flóði og fjöru til að komast á staðinn sem
stendur á fjörukambi sunnanvert á miðju
Snæfellsnesi. Á
Krossum hitti ég
fjölskyldu mína lífs
og liðna, þess vegna
eru Krossar minn
uppáhaldsstaður.“
Björk Vilhelmsdótt-
ir, borgarfulltrúi
„Uppáhaldsstaður minn á Íslandi er
líklega Kerið í Grímsnesi. Mér finnst það
svo merkilegt, svona gríðarstór gígur
ofan í jörðina með þessum stórkostlegu
litbrigðum,
rauðamölin og
tærgrænt vatn í
botninum. Það er
einhversskonar
heilagleiki yfir
staðnum. Ég verð
öll hátíðleg og
finnst ég þurfa
að hvísla, eins
og ég væri
stödd í kirkju.“
Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir
leikkona