Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 68
Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns
Lennon, hefur greint frá því hver
síðustu orð hans voru áður en hann
var skotinn til bana af Mark Chap-
man fyrir utan heimili sitt í New
York árið 1980. Yoko Ono var við
hlið eiginmanns síns þegar hann
var myrtur en hún hefur aldrei fyrr
tjáð sig um hvað þeim fór á milli
áður en hann varð fyrir skotinu.
„Ég spurði hann hvort við ættum
að fá okkur að borða áður en við
færum heim. Hann sagði: „Nei,
förum strax heim því ég vil sjá
Sean áður en hann sofnar.“ Stuttu
síðar skaut Chapman Lennon. Að-
spurð sagði Yoko að Lennon hefði
ekkert talað eftir að hann var skot-
inn.
Síðustu orð Lennons
„Það varð uppselt á miðvikudag-
inn,“ segir Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ. Miðar á
leik Íslands og Serbíu í forkeppni
EM 2008 á þjóðhátíðardaginn 17.
júní hafa hreinlega verið rifnir út.
Mikill áhugi og töluverð spenna
er fyrir leikinn en „Strákarnir
okkar“ náðu hagstæðum úrslit-
um í fyrri leiknum þegar þeir töp-
uðu með einu marki í Serbíu. En
betur má ef duga skal og strákarn-
ir verða að vinna leikinn. „Menn
hafa verið að hringja í mig og at-
huga hvort ég gæti reddað þeim
en við höfum bara ekki meira svig-
rúm fyrir áhorfendur,“ útskýrir
Einar sem kvaðst eilítið vonsvik-
inn með að handboltaþjóð á borð
við Ísland skuli ekki geta boðið upp
á stærri leikvang fyrir íþróttavið-
burð á borð við þennan. En bætir
því við að á tímabili hafi það verið
skoðað að flytja leikinn upp í Egils-
höll í Grafaholti. „Slíkt hefði hins
vegar haft í för með sér svo mikinn
kostnað að það hefði aldrei borgað
sig,“ segir framkvæmdarstjórinn.
Knattspyrnusamband Íslands
hefur stundum brugðið á það ráð að
fá þekkta söngvara til kyrja þjóð-
söng Íslands fyrir leik og fá þannig
þjóðina til að taka undir. Einar segir
hins vegar ekkert slíkt vera í burð-
arliðunum. Þess gerist varla þörf.
„Enda var það mál manna í fyrra
að sjaldan eða aldrei hefði verið
tekið jafn vel undir hann þannig að
við leggjum traust okkar eingöngu
á áhorfendur þegar kemur
að honum,“ útskýrir Einar
en líkt og í fyrra verður
texta Þjóðsöngsins dreift
til allra áhorfenda.
Hannes Jón Jónsson,
leikmaður íslenska lands-
liðsins og leikmað-
ur Fredricia í Dan-
mörku, er í eilítið
öðruvísi stöðu núna en fyrir ári
síðan. Þá sat hann ásamt Bjarka
Sigurðssyni, fyrrum fyrirliða
meistaraflokks Vals í handbolta og
tónlistarmanni, á áhorfendapöllun-
um og hvatti strákana áfram. Núna
er hann hins vegar meðal þeirra
sautján sem reyna að komast í fjór-
tán manna hópinn fyrir leikinn.
„Maður var nánast með tárin í aug-
unum í fyrra. Það var sko leikur
sem maður hefði viljað spila,“
viðurkennir Hannes, sem átti
fína innkomu í leiknum gegn
Serbíu úti. „Leikurinn gegn
Svíum var einhver skemmti-
legasti handboltaleikur sem ég
hef farið á og ég held að
alla sem einhvern tím-
ann hafa spilað hand-
bolta hafi langað til
að vera í íslensku
landsliðstreyj-
unni þennan dag,“
bætir Hannes
við.
„Það er mikill fjöldi fólks á öllum
aldri sem leitar til okkar. Í fyrra
voru það sextíu einstaklingar og
við starfræktum sex sjálfshjálpar-
hópa. Líklega verða þeir sjö í
ár,“ segir Viktoría Jóhannsdóttir,
starfskona Aflsins, systursamtaka
Stígamóta á Norðurlandi.
Aflið heldur styrktartónleika
á Akureyri í kvöld. Á tónleikun-
um koma fram hljómsveitirn-
ar Skátar, Bloodgroup, Helgi og
hljóðfæraleikararnir, Miri, Brutal
Princess og Eyþór Ingi og Unnur
Birna, sigurvegarar söngvakeppni
framhaldsskólanna í ár.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Aflið stendur fyrir svona styrktar-
tónleikum. „Nánast allt okkar
starf er unnið í sjálfboðavinnu
og það vantar alltaf peninga. Við
vonumst til að þetta komi vel út í
kvöld.“ Viktoría segir mikla þörf
vera fyrir hendi á Norðurlandi
fyrir starf þeirra og mikilvægt
að styðja vel við bakið á því.
Tónleikarnir eru haldnir á 1929/
Capone á Akureyri og hefjast kl.
20. Aðgangseyrir er 1.500 kr.
Viktoría hvetur alla Akureyr-
inga og nærsveitunga til að mæta
og styrkja gott málefni.
Styrktartónleikar Aflsins