Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 13
 Eining-Iðja stéttarfélag hefur útbúið kynningarbækling sem inniheldur upplýsingar um félagið og íslenskan vinnumarkað sem ber nafnið „Réttindi þín og skyldur“. Hann er gefinn út á dönsku, ensku, þýsku, spænsku, pólsku, taílensku, tékknesku, rússnesku og íslensku. Markmiðið með útgáfunni er að koma upplýsingum til erlendra verkamanna. Björn Snæbjörns- son er formaður Einingar-Iðju, „Við fundum fyrir því að margir erlendir verkamenn vita ekki rétt sinn og því er útgáfan mjög mikilvæg,“ segir Björn. Réttindin á níu tungumálum „Tæknin er nokkr- um skrefum á undan umræðunni um siðfræði.“ Þetta sagði Andri Snær Magnason rithöfundur í ræðu sem hann flutti fyrir um 800 gesti á ráðstefnu heimilis- lækna í Háskólabíói í gær. Andri Snær fjallaði um hátt hlutfall þeirra sem velja fóstur- eyðingar ef barn þeirra greinist með fæðingargalla í móðurkviði. „Um níutíu prósent foreldra velja fóstureyðingu samkvæmt læknisráði á Íslandi,“ sagði Andri Snær. „Í Noregi er þetta hlutfall þrjátíu prósent. Þetta er vegna mismunandi gilda samfélaganna. Í Noregi ráðfæra menn sig við aðstandendur fólks með fæðingar- galla. Á Íslandi er bara talað við sérfræðingana.“ Andri Snær benti á að fæðingar á dvergvöxnum og einstakling- um með Downs-heilkenni þekkt- ust ekki lengur vegna fóstur- eyðinga. Sumir spyrðu þó spurningarinnar „Hvað er einn litningur milli vina?“ „Ég er ekki að segja að það sé til einföld lausn á þessu, en það virðist sem svo að Ísland hafi tekið tæknilega nálgun á þessa siðferðisspurningu,“ sagði Andri Snær. Um 1.300 heimilislæknar frá nítján löndum sækja þing heimilis- lækna sem fram fer í Háskóla- bíói um þessar mundir. Andri Snær talaði á málþingi um lækn- ingar í hnattvæddum hátækni- heimi, ásamt Magne Nylenna, norskum heimilislækni, og Richard Horton, ritstjóra The Lancet. Hvað er einn litningur milli vina? Tveir bænaturnar við hina fornu Askariya-mosku í bænum Samarra í Írak voru eyðilagðir í sprengjuárás á miðvikudag. Ekkert mannfall varð í árásinni, sem herskáum súnníum var kennt um. Árás var gerð á sömu mosku í fyrra og í kjölfarið fylgdi mikil ofbeldisalda. Askariya-moskan er einn mesti helgidómur sjía sem dregur að fjölda pílagríma árlega. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, fyrirskipaði strax bann við umferð ökutækja og fjölda- fundum til að reyna að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Einnig óskaði hann eftir liðsauka frá Bandaríkjaher til Samarra. Turnar Gullnu- mosku sprengdir Höfuðborgarstofa hlaut sérstaka viðurkenningu á ársþingi samtakanna European City Marketing í Aþenu í gær fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. Tvenns konar verðlaun voru veitt; annars vegar fyrir borg sem áfangastað og hlaut York á Englandi þau verðlaun og hins vegar fyrir ferðamálastofu Evrópuborgar. Höfuðborgarstofa í Reykjavík var tilnefnd sem ein af fimm ferðamálastofum borga. Hinar voru í Gautaborg, Kaupmanna- höfn, Liverpool og Valencia og hlaut Gautaborg verðlaunin. Fékk sérstaka viðurkenningu á JAMIS gæðahjólum AFSLÁTTUR Sumartilboð 30% SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Hjólaðu út í sumarið á nýju Jamis hjóli ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 08 2 06 /0 7 Hjólin fást í Kringlunni og Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: