Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 13
Eining-Iðja stéttarfélag
hefur útbúið kynningarbækling
sem inniheldur upplýsingar um
félagið og íslenskan vinnumarkað
sem ber nafnið „Réttindi þín og
skyldur“. Hann er gefinn út á
dönsku, ensku, þýsku, spænsku,
pólsku, taílensku, tékknesku,
rússnesku og íslensku.
Markmiðið með útgáfunni er að
koma upplýsingum til erlendra
verkamanna. Björn Snæbjörns-
son er formaður Einingar-Iðju,
„Við fundum fyrir því að margir
erlendir verkamenn vita ekki rétt
sinn og því er útgáfan mjög
mikilvæg,“ segir Björn.
Réttindin á níu
tungumálum
„Tæknin er nokkr-
um skrefum á undan umræðunni
um siðfræði.“ Þetta sagði Andri
Snær Magnason rithöfundur í
ræðu sem hann flutti fyrir um
800 gesti á ráðstefnu heimilis-
lækna í Háskólabíói í gær.
Andri Snær fjallaði um hátt
hlutfall þeirra sem velja fóstur-
eyðingar ef barn þeirra greinist
með fæðingargalla í móðurkviði.
„Um níutíu prósent foreldra
velja fóstureyðingu samkvæmt
læknisráði á Íslandi,“ sagði Andri
Snær. „Í Noregi er þetta hlutfall
þrjátíu prósent. Þetta er vegna
mismunandi gilda samfélaganna.
Í Noregi ráðfæra menn sig við
aðstandendur fólks með fæðingar-
galla. Á Íslandi er bara talað við
sérfræðingana.“
Andri Snær benti á að fæðingar
á dvergvöxnum og einstakling-
um með Downs-heilkenni þekkt-
ust ekki lengur vegna fóstur-
eyðinga. Sumir spyrðu þó
spurningarinnar „Hvað er einn
litningur milli vina?“
„Ég er ekki að segja að það sé
til einföld lausn á þessu, en það
virðist sem svo að Ísland hafi
tekið tæknilega nálgun á þessa
siðferðisspurningu,“ sagði Andri
Snær.
Um 1.300 heimilislæknar frá
nítján löndum sækja þing heimilis-
lækna sem fram fer í Háskóla-
bíói um þessar mundir. Andri
Snær talaði á málþingi um lækn-
ingar í hnattvæddum hátækni-
heimi, ásamt Magne Nylenna,
norskum heimilislækni, og
Richard Horton, ritstjóra The
Lancet.
Hvað er einn litningur milli vina?
Tveir bænaturnar við
hina fornu Askariya-mosku í
bænum Samarra í Írak voru
eyðilagðir í sprengjuárás á
miðvikudag. Ekkert mannfall
varð í árásinni, sem herskáum
súnníum var kennt um.
Árás var gerð á sömu mosku í
fyrra og í kjölfarið fylgdi mikil
ofbeldisalda. Askariya-moskan er
einn mesti helgidómur sjía sem
dregur að fjölda pílagríma árlega.
Forsætisráðherra Íraks, Nouri
al-Maliki, fyrirskipaði strax bann
við umferð ökutækja og fjölda-
fundum til að reyna að koma í veg
fyrir frekara ofbeldi. Einnig
óskaði hann eftir liðsauka frá
Bandaríkjaher til Samarra.
Turnar Gullnu-
mosku sprengdir
Höfuðborgarstofa hlaut
sérstaka viðurkenningu á
ársþingi samtakanna European
City Marketing í Aþenu í gær
fyrir gott markaðsstarf og
kynningu á Reykjavík.
Tvenns konar verðlaun voru
veitt; annars vegar fyrir borg
sem áfangastað og hlaut York á
Englandi þau verðlaun og hins
vegar fyrir ferðamálastofu
Evrópuborgar.
Höfuðborgarstofa í Reykjavík
var tilnefnd sem ein af fimm
ferðamálastofum borga. Hinar
voru í Gautaborg, Kaupmanna-
höfn, Liverpool og Valencia og
hlaut Gautaborg verðlaunin.
Fékk sérstaka
viðurkenningu
á JAMIS gæðahjólum
AFSLÁTTUR
Sumartilboð
30%
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Hjólaðu út í sumarið
á nýju Jamis hjóli
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
38
08
2
06
/0
7
Hjólin fást í Kringlunni og Smáralind