Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Flýr varnir líkamans Átök á Gaza-ströndinni Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, og Gísli Garðarsson, lög- maður og fyrrverandi skatt- rannsóknarstjóri, telja báðir að það sé orðið tímabært að leggja embætti skattrann- sóknarstjóra niður og færa verkefni og mannaforráð annað. Efnahagsbrot verða sífellt umfangsmeiri. „Það má til dæmis byrja á því að færa alla starfsmenn skattrann- sóknarstjóra til embættis saksókn- ara efnahagsbrota. Það myndi hjálpa,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota, á morgunverðarfundi í gær er hann var spurður að því hvernig væri hægt að efla embættið. Sagði hann nauðsynlegt að auka fjárveit- ingar til embættisins og fjölga starfsfólki, í stað þess að „beita svipunni á starfsmenn endalaust“. Gísli G. Garðarsson, sem var for- stöðumaður hjá Skattrannsóknar- stjóra á árum áður en er nú einn eigenda Lex lögmannsstofu, tók undir þetta með Helga Magnúsi. „Þó það hljómi undarlega, í ljósi minna fyrra starfa, þá er ég sam- mála Helga Magnúsi.“ Þetta kom fram á morgunverðar- fundi Samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnahagsbrota í gær, þar sem efnahagsbrot voru til umræðu. Sarah Jane Hughes, prófessor í lögum við Indiana-háskóla í Banda- ríkjunum, fjallaði um svokallaða hvítflibbaglæpi og almenn efna- hagsbrot út frá bandarísku lagaum- hverfi og hvernig fyrirtæki gætu reynt að haga sínum málum, komi málefni tengd þeim inn á borð lög- reglu. „Í dag eru falsanir á ýmsum þekktum vörumerkjum, til dæmis Gucci-töskum, meðal umfangs- mestu efnahagsbrota og til þess að uppræta þannig glæpi þarf öflugt eftirlit og skynsamleg lög. Þetta á líka við um peningaþvætti og önnur flóknari efnahagsbrot,“ sagði Sarah meðal annars. Helgi Magnús var kjarnyrtur á fundinum. Meðal annars sagði hann „litla sem enga“ akademíska umræðu fara fram hér á landi um opinbert réttarfar og gagnrýndi löggjafann, það er Alþingi, fyrir að vanda ekki nægilega til verka við lagasetningu sem hefði leitt til óþarfa vandræða við meðferð mála í dómskerfinu. „Löggjafarvaldið er meira og minna óhæft. Menn fara upp í sumarbústað og ætla sér að semja lagafrumvörp, sem auðvitað skilar engum árangri. Í stað þess að vinna þau í samvinnu við færustu sérfræðinga á þeim sviðum sem starfa í viðkomandi lagaumhverfi og þekkja því galla þess og kosti út og inn,“ sagði Helgi Magnús. „Við endurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála þá var ekki leitað að neinu marki eftir áliti hjá ákæru- valdinu, þó sérfræðiþekking á því sviði sé öðru fremur að finna þar. Þetta er náttúrlega algjörlega galið,“ sagði Helgi Magnús. Vitnaði hann þar til starfs réttar- farsnefndar þar sem enginn sem komið hefur að starfi ákæruvalds- ins átti sæti. Jafnframt sagði Helgi Magnús nauðsynlegt að færa verk- efni undir ákæruvaldið frá öðrum embættum, og tók með því undir hugmyndir sem meðal annars hafa komið frá Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Boga Nils- syni ríkissaksóknara. Helgi Magnús spurði þeirrar spurn- ingar, hvers vegna saksóknari efna- hagsbrota hefði aðeins heimild til þess að beita 300.000 króna sátta- heimild í málum, á meðan eftirlits- aðilar eins og Samkeppniseftirlitið, gætu beitt stjórnvaldssektum á fyrirtæki sem næmu milljörðum. „Þetta þekkist ekki í löndunum í kringum okkur og er í raun óskiljan- legt. Þetta er einn af fjölmörgum hlutum sem þarf að breyta,“ sagði Helgi Magnús. Hann sagði „aug- ljóslega“ þurfa að víkka þessar heimildir „til samræmis við heim- ildir eftirlitsaðila“ svo hægt væri að leysa úr málum farsællega, ekki síst fyrir fyrirtækin sem ættu í hlut. Garðar rakti í erindi sínu nokkur dæmi þar sem ákæruvaldinu hefði ekki gengið nægilega vel að rann- saka efnahagsbrot. Gagnrýndi hann öðru fremur hversu langan tíma það tæki að rannsaka málin. „Það tengist því að það vantar fólk og fjármuni til þess að flýta rann- sóknum og klára málin sem fyrst. Það gefur auga leið.“ Vitnaði hann til hæstaréttardóma þar sem skýr- lega kæmi fram að óþarflega langur málsmeðferðartími fæli í sér mannréttindabrot gagnvart sakborningum. Nefndi hann einnig að það væri „augljóslega ekki nægi- lega gott samstarf milli embætta“ og vitnaði til deilna milli saksókn- ara efnahagsbrota og skattrann- sóknarstjóra vegna meðferðar á skattamálum Baugs. „Þetta varð að fjölmiðlamáli og einhverra hluta vegna keypti skattrannsóknarstjóri sérfræðiálit út í bæ til þess að taka á álitamáli sem þarna var til umfjöllunar,“ sagði Garðar. Helgi Magnús tók undir með Garðari að nokkru leyti og sagði það ekki gott ef málsmeðferð og rannsóknir gengu ekki nægilega hratt. Það væri hins vegar hægt að laga með því fjölga starfsmönnum hjá saksóknara efnahagsbrota. Hann sagði gagnrýni á langa máls- meðferð réttmæta. „Þrennt er hægt að gera við þær aðstæður sem við störfum í núna. Það er að forgangs- raða verkefnum, beita svipunni á starfsmenn endalaust til þess að þeir vinni meira, þó það sé nú varla hægt vegna þess hvernig vinnu- álagið er, eða fjölga starfsmönnum og færa embættinu meira fé. Ég tel þriðja atriðið vera skynsamlegast og það eina rétta.“ Leggja svipunni og fjölga fólki A/S Norvik Banka, kt. 620207-9850, hefur birt lýsingar vegna skráningar víxla bankans í Kauphöll Íslands hf. Víxlarnir verða skráðir 15. júní 2007. Hver víxlaflokkur er að hámarki kr. 2.000.000.000. Einingar víxlanna eru 5.000.000 kr. Heildarupphæð útgáfunnar er 6.000.000.000 kr. Auðkenni Útgáfudagur Gjalddagi Útg. v/skráningu NORV 07 0619 19. mars 2007 19. júní 2007 kr. 805.000.000 NORV 07 0919 19. mars 2007 19. sept. 2007 kr. 1.425.000.000 NORV 07 1219 19. mars 2007 19. des. 2007 kr. 1.210.000.000 Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Lýsingar og þau gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Norvik banka 21, E. Birznieka-Upisha Street LV-1011 Riga Latvia. Lýsingar er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Norvik Banka www.norvik.lv og vef Kauphallar Íslands hf. omxgroup.com/nordicexchange/ Markadsfrettir/Fyrirtaekjatilkynningar. Umsjónaraðili skráningar í Kauphöll Íslands er Kaupþing banki hf. Reykjavík, 15. júní 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: