Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 30
BLS. 2 | sirkus | 15. JÚNÍ 2007
S jö leikkonur sem hafa verið áberandi í íslensku leikhúslífi undanfarinár, eiga von á barni
og verða ekki með á komandi leikhús-
ári. Fimm þeirra, Arnbjörg Hlíf Vals-
dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir,
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Marta
Nordal og Álfrún Örnólfsdóttir, eru
fastráðnar í Borgarleikhúsinu en tvær,
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hildi-
gunnur Þráinsdóttir, eru með lausa
samninga. Sirkus ræddi við Guðjón
Pedersen, leikhússtjóra Borgarleik-
hússins, sem verður fyrir mikilli blóð-
töku næsta vetur.
„Ég vil byrja að taka það fram að
þetta er ekki mér að kenna,“ segir
Guðjón og hlær. „En að öllu gríni
slepptu þá er alveg ljóst að það er
heilmikið púsluspil að koma saman
næsta leikári. Ég ætla ekki að segja
það hafi skapast neyðarástand en
þetta er sérkennileg staða sem birtist
manni á vordögum svo ekki sé fastar
að orði kveðið. Einu stundina eru þær
inni á skrifstofunni minni að biðja um
bestu hlutverkin en þá næstu eru þær
óléttar,“ segir Guðjón.
Hann hefur gert sitt til að ná tökum
á aðstæðum og segist hafa brýnt þær
sem eftir eru til að vera þægar í sumar.
„Brigitta Birgisdóttir er til að mynda
að fara að gifta sig í sumar og ég bað
hana um að vera rólega á brúðkaups-
nóttina. Ég má bara ekki við meiru,“
segir Guðjón sem þarf líka að horfa á
eftir tveimur karlmönnum, leikaran-
um Birni Inga Hilmarssyni og Kára
Gíslasyni, forstöðumanni ljósadeild-
ar, í fæðingarorlof.
„Ég er hlynntur því að við fjölgum
mannkyninu og hamingjusamur fyrir
hönd stúlknanna en þetta er fjári
mikið púsluspil sérstaklega þar sem
við verðum með mörg verk frá fyrra
ári á sýningarskránni næsta vetur,“
segir Guðjón.
oskar@frettabladid.is
SJÖ LEIKKONUR ERU ÓLÉTTAR OG VALDA LEIKHÚSSTJÓRUNUM HÖFUÐVERK
HINAR VERÐA AÐ VERA ÞÆGAR
PÚSLUSPIL Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er hamingjusamur fyrir
hönd hinna barnshafandi kvenna en segir það mikið púsluspil að raða í hlutverk fyrir
næsta leikár.
Á flottasta Porsche-jeppa
landsins
Hinn 28 ára gamli
Jón Sigurðsson,
sem er aðstoðarfor-
stjóri FL Group, ekur
um á flottasta
Porsche Cayenne
jeppa landsins nú
um stundir. Jón fékk
bílinn frá vinnuveitendum sínum nú í mars
en hann er af gerðinni Cayenne Turbo
með rúmlega 600 hestafla vél. Bíllinn er
svartur að lit og þykir að sögn kunnugra
vera öflugri en sams konar bíll sem
Róbert Wessman, forstjóri Actavis,
keypti sér fyrir tveimur árum. Sá bíll
kostaði um 20 milljónir og herma
heimildir að bíll Jóns hafi ekki kostað
undir 25 milljónum þegar allir aukahlutir
eru taldir með.
Baltasar og Lilja selja Næpuna
Hjónin Baltasar
Kormákur og
Lilja Pálmadóttir
hafa auglýst til
sölu neðri hluta
Skálholtsstígs 7
sem í daglegu tali
kallast Næpan. Um
er að ræða neðri
hæð og kjallara,
alls um 226 fermetrar, en á hæðunum
tveimur fyrir ofan býr Guðjón Már
Guðjónsson, einatt kenndur við Oz.
Baltasar og Lilja vilja fá 79 milljónir fyrir
eign sína en húsið er eitt það merkileg-
asta í Reykjavík. Það var byggt árið
1903 af Magnúsi Stephensen og flutti
hann inn í það eftir að hann lét af
störfum sem landshöfðingi. Setuliðið
hafði bækistöð í húsinu á stríðsárunum
og síðar rak Náttúrulækningafélag
Íslands matstofu þar eftir því sem fram
kemur í Fasteignablaði Moggans í
morgun. Söguelskendur ættu að skoða
þetta hús.
Með gervisvani
á tjörninni
Jóhannes Jónsson,
einatt kenndur við
Bónus, stendur í
stórræðum þessa
dagana við byggingu
á glæsivillu í
Vaðlaheiðinni með
stórkostlegu útsýni yfir Akureyri.
Landareignin er ekki síður glæsileg, með
mikilli og langri innkeyrslu og fagurri
tjörn þar sem svanir og endur una glöð
við sitt. Ljósmyndari Sirkuss komst þó
að því um daginn á ferð sinni um
Norðurland að ekkert lífsmark er með
svönunum tveimur og öndunum á
tjörninni. Jóhannes sagði við blaðamann
Sirkus að hann hefði ekki hugmynd
hvernig stæði á því að gervisvanir og -
endur svömluðu um í tjörninni hans. „Ég
er ekki búinn að fá húsið afhent. Þú
verður að spyrja verktakana að þessu,“
sagði Jóhannes.
B olli Thoroddsen, varaborgarfull-trúi Sjálfstæðisflokksins og fyrr-
verandi formaður Heimdallar, er
byrjaður að vinna sem fangavörður á
Litla-Hrauni. Hann kláraði verkfræði
frá Háskóla Íslands með sóma í febrú-
ar og ákvað að skella sér í fanga-
vörsluna í sumar frekar en að
vinna á einhverri verkfræðistofu.
„Það er til nóg af fólki til að
reikna út burðarþol,“ segir Bolli
og hlær. „Það vantar sár-
lega fangaverði og þetta
var eitthvað sem mig
langaði til að gera. Ég
hef verið með annan
fótinn í stjórnmálum
og þau snúast um
hvernig hægt sé að
gera samfélagið
betra. Afbrot eru
hluti af þjóðfélaginu
og ef einstaklingar
villast af leið er mikilvægt að þeir eigi
greiða leið inn í þjóðfélagið á nýjan
leik. Mig langaði til að kynna mér
þennan málaflokk, sótti um starf og
fékk það,“ segir Bolli.
Hann byrjaði í starfinu fyrir tveim-
ur vikum og segir að hann hafi
uppgötvað það sér til mikillar
gleði að aðbúnaður fanga væri
almennt góður. „Það sem kom
þó mest á óvart er að samskipti
fanga og fangavarða einkennast af
vinsemd og gagnkvæmri virð-
ingu. Það er nauðsynlegt til
að menn eigi möguleika að
koma út sem betri menn,“
segir Bolli.
Laun fangavarða hafa töluvert verið
í umræðunni undanfarið enda ekki
um hálaunastarf að ræða og Bolli játar
því að hann sé ekki í þessu launanna
vegna. „En ég sé ekki eftir því að hafa
valið mér þetta sumarstarf. Þetta verð-
ur lærdómsríkur tími,“ segir Bolli.
Bolli verkfræðingur í fangavörslu á Litla-Hrauni
LÆRDÓMSRÍKT Bolli segist
hafa sótt um vinnu sem
fangavörður til að kynnast
þessum málaflokki betur.
SIRKUSMYND/GVA
ALLIR VINIR Bolli segir gagnkvæma virðingu og vinsemd ríkja á milli fanga og
fangavarða.
R óbert Wessman, forstjóri Actavis, er mikill áhugamaður um hrað-
skreiða bíla eins og komið hefur kom í
Sirkus. Róbert á einn öflugasta
Porsche-jeppa landsins sem er sér-
smíðaður og rúm 750 hestöfl en hann
bætti um betur á dögunum og keypti
sér rétt rúmlega 900 hestafla Porsche
911 Turbo frá Bandaríkjunum. Bíll-
inn, sem er árgerð 1995, var sérsmíð-
aður upp í 900 hestöfl af Bandaríkja-
manni og herma heimildir Sirkuss
að Róbert hafi borgað um fimm
milljónir fyrir bíllinn. Þetta trylli-
tæki mun þó sjálfsagt aldrei koma
til landsins því Róbert fer oft til
útlanda til að keyra á kappakst-
ursbrautum og verður Porsche-
inn væntanlega notaður
til slíks aksturs. Hann
hentar að minnsta
kosti ekki vel á
vegum Íslands.
Actavis-forstjóri keypti 900 hestafla Porsche sportbíl
900 HESTÖFL Bíllinn sem Róbert keypti er 900 hestöfl
sem er með því kraftmesta sem gerist í fólksbílum.
EINN SÁ KRAFTMESTI Porsche Cayenne
jeppi Róberts er hlaðinn aukabúnaði og
einn dýrasti og kraftmesti Porsche-jeppi
landsins.
ELSKAR HRAÐA
Actavis-
forstjórinn
Róbert
Wessman vill
keyra
hraðskreiða
Þú færð flottustu óléttufötin hjá okkur.
Stærðir xs-xxl einnig mikið úrval í
stærðum 46-54
Opnunartími: Mán- fös 11-18 • Laugardaga 11-16