Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sigurður Jakobsson ætlar að taka þátt í fjölmennustu hjólreiðakeppni áhuga- manna í Svíþjóð um næstu helgi. Hann ætlar að hjóla 300 kílómetra kringum þriðja stærsta vatn Svíþjóð- ar á innan við tólf tímum. Sigurður Jakobsson, myndatöku- maður Sjónvarpsins, ætlar að taka þátt í Vätternrundan, fjölmennustu hjólreiðakeppninni sem haldin er fyrir áhugamenn í hjólreiðum. Keppnin fer fram nú um helgina og verða hjólaðir 300 kílómetrar í kringum Vättern, þriðja stærsta stöðuvatn Svíþjóðar. Keppnin hefst á föstudagskvöldið klukkan átta og er ræst í hana rétt sunnan við bæinn Motala. Þátttak- endur eru 17.800 talsins og verður þeim hleypt af stað í sextíu til sjötíu manna hópum á tveggja mínútna fresti til klukkan fimm á laugar- dagsmorgun. „Ég stefni á að fara þetta á innan við tólf tímum en sumir eru bara hálfan dag að þessu. Mér skilst að það sé tímaþak upp á 23-24 tíma. Þeir sem eru lengur að þessu detta út en aðstandendur gefa ekki út neinn tíma. Þetta er áhuga- mannahjólreiðakeppni og fólk er þarna á sínum forsendum. Slagorð- ið „Leiðin er allt, markið er ekkert“ á að undirstrika áhugamennskuna í þessu,“ segir hann. Sigurði telst svo til að hann brenni átta þúsund kaloríum á leiðinni. Boðið er upp á tíu stopp á leiðinni og hann gerir ráð fyrir að stoppa á tveimur stöðum til að fylla á vatns- brúsa og helst ekki meira en fimm mínútur í senn. „Nú er 25 stiga hiti á þessu svæði. Ég reikna með að drekka sjö lítra af vökva, vatni og orkudrykk, miðað við þann hita. Ég get aðeins verið með tvo lítra á hjólinu í einu þannig að ég þarf að stoppa tvisvar til að fylla á þá aftur. En svo getur þetta brugðist, til dæmis ef það verður grenjandi rigning. Þá getur maður þurft að stoppa oftar,“ segir hann. Sigurður er 55 ára gamall og hefur hlaupið mikið og hjólað í gegnum tíðina. „Mér skilst að flestir á mínum aldri séu farnir að spila golf eða búnir að kaupa sér sumar- bústað en fyrir tveimur árum beit hjóladellan mig illa og ég hef hjólað mikið síðan,“ segir hann. Sigurður æfir sjálfur og undir stjórn Alberts Jakobssonar, þjálf- ara hjá Hjólreiðafélagi Reykjavík- ur. Hann hefur einnig æft með öðrum hjólreiðamönnum. Albert þjálfari segir að það sé afrek að ljúka Vätternrundan. „Þetta er öðruvísi en últra- maraþon hjá hlaupurum, það reynir öðruvísi á líkamann. Hlaupin gera að verkum að þú ert alltaf að skemma þig en í hjólreiðunum sleppurðu við það.“ Ætlar að hjóla 300 kílómetra Vilja frí frá suði Það sem æðislegast er Ráðist verður í neyðaruppgröft á fornum hleðslum sem komu í ljós í byrjun þessa mánaðar á bænum Vaði í Skriðdal. Inga Sóley Kristj- önudóttir, minjavörður Austur- lands, segir öruggt að rústirnar séu frá því fyrir árið 1158. Ártalið miðar hún við öskulag sem féll eftir Heklugos það ár. Hún segir þó óhætt að gera ráð fyrir því að hleðslan sé töluvert eldri því um tíu sentímetrar séu á milli hleðslunnar og öskulagsins. „Það er alveg sama hvar maður grefur hérna. Maður kemur alltaf niður á einhverjar minjar úr for- tíðinni,“ segir Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði en rúst- irnar komu í ljós þegar hann ætl- aði að grafa fyrir grunni til að stækka íbúðarhúsið sitt. Fyrir fimmtán árum ætlaði hann að grafa annars staðar á jörðinni en þurfti einnig að staldra við þar sem hann kom niður á fornminjar. Guðmundur segist þó ekki kvarta þótt atgangur fræðimanna tefji hann. Náin tengsl við fortíð- ina skapi aðeins góðan anda í hugum ábúanda jarðarinnar. „Það hafa fundist tvö kuml á þessari jörð. Kannski erum við búin að finna íbúðarhúsnæði þeirra sem þar lágu,“ segir Inga Sóley. Nú þegar hefur fundist gólf- lag, eldstæði í húsinu og segir hún spennandi að vita hvað fleira má finna í þessu ævaforna bæjar- stæði í sumar. Bóndi finnur fornminjar Þar sem grasið er ögn grænna Er þetta ekki bara fínt? Lýsing hf., kt. 621101-2420,hefur gefið út lýsingu vegna skráningar skuldabréfa sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengilega almenningi frá og með 15. júní 2007. Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur verið gefinn út:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: