Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 66
Því miður var ég staddur erlendis þegar umræðan um málefni Tónlist. is stóð sem hæst. Málið er greinilega afar flókið og þrátt fyrir að hafa reynt að kynna mér málið nokkuð nákvæmlega er margt sem ég á erfitt með að skilja, aðallega þó einhvers konar lagalegar flækjur. En af um- fjölluninni og viðbrögðum fólks og tónlistarmanna að dæma var auð- veldlega hægt að lesa þrennt út; 365 er Satan, Tónlist.is er fégráðugur púki þess og íslenskir tónlistarmenn voru hreinlega teknir upp í óæðri endann. Nú er langt því frá ætlun mín að fara að verja einn né neinn, heldur finnst mér eingöngu sorglegt að sjá að aðilar á þessum litla markaði sem íslenska tónlistarsenan er geti ekki sæst og unnið saman að því að betrumbæta tónlistarumhverfið. Einnig furða ég mig á því að skilvirknin milli félaga- og hagsmunasamtaka tónlistariðnaðarins sé svona afleit. Brot Tónlist.is eru vissulega alvarleg og umræðan um vefinn algjör- lega nauðsynleg. Að setja tónlist inn á netið og selja hana þar án sam- þykkis né vitundar listamannanna sjálfra er að sjálfsögðu siðlaust og í raun lögbrot. Varðandi stjörnugjöfina þá er það ekkert annað en einn stór brandari. Forráðamenn Tónlist.is hafa sýnt ábyrgðarleysi og fram- koma þeirra við einhverja tónlistarmenn og útgefendur hefur verið til skammar. Hins vegar verður að minnast þess að vefur eins og Tón- list.is er gagnlegur, að mörgu leyti merkilegur og í raun mikilvægur í framvindu tónlistarmarkaðsins á Íslandi til þess að fylgja þróun tónlist- ar sem er að færast yfir á netið. Þess vegna finnst mér leiðinlegt að sjá suma íslenska tónlistarmenn eins og litla vælukjóa úti í horni. Fyrst og fremst þarf að endurskoða allt umhverfi Tónlist.is, til hags- bóta fyrir tónlistarmennina. Ekki síður þarf ,,að stokka upp hjá hags- munasamtökum tónlistarfólks og sjá til þess að þar á bæ vinni menn vinnuna sína og fyrst af öllu VERÐA þessi hagsmunasamtök að losa sig út úr hagsmunatengslum við hljómplötuframleiðendur. Sú blanda getur aldrei verið tónlistarmönnum til hagsbóta,“ eins og einn bloggarinn (anno.blog.is) komst að orði . Menn þurfa samt nauðsynlega að grafa stríðsöxina og ræða málin manna á milli en ekki í gegnum fjölmiðla. Það hlýtur að vera hagur íslenskra tónlistarmanna að afurðir þeirra séu sýnilegastar sem flestum og aðgengi almennings að þeim sem mestur. Málefni Tónlist.is er að flestu leyti afar leiðinleg en ef að rýnt er í um- ræðuna eru þessar neikvæðu hliðar að mörgu leyti byggðar á misskiln- ingi og samskiptaleysi, eitthvað sem á ekki að viðgangast í svona litlu samfélagi. Nú þegar ákveðin fjarlægð er komin á alla þessu um- ræðu er því kominn tími á sætt- ir. Skaðinn verður vonandi aldrei meiri en hann er nú orðinn og því hlýtur stefnan aðeins að liggja upp á við. Besta við þetta allt saman er að tónlistarmenn þorðu að rísa upp og svara almennilega fyrir sig. Gagnrýnina verður samt að nýta betur og koma henni í rétt- an farveg. Af umræðunni um Tónlist.is Systkinasveitin The White Stripes hefur lifað lengur en margar rokksveitir sömu kynslóðar. Hún fagnar tíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, en eftir helgina kemur sjötta platan hennar í verslanir. Trausti Júlíus- son skoðaði Icky Thump. „Við gerðum plötuna á þremur vikum. Við ræddum málin og þræl- uðum okkur ekki út 12 tíma á dag eins og áður. Ég vildi að þetta væri afslappað og við tækjum okkur tíma í að gera hlutina” segir Jack White um gerð nýju White Stripes- plötunnar, Icky Thump, sem kemur út í næstu viku. Og hann bætir við: „Samt kom ekki til greina að eyða ævinni í þetta. Það væri fáránlegt að eyða milljónum dollara í eina plötu. Icky Thump er okkar dýr- asta plata. Hver dagur í hljóðveri við gerð hennar var dýrari en upp- tökurnar á öllum hinum plötunum okkar til samans”. Icky Thump er sjötta plata White Stripes. Það heyrist greinilega þegar maður hlustar á hana hvaða sveit er þarna á ferðinni, en samt er hún töluvert ólík fyrri plötun- um. Þung gítarriff eru áberandi, en það er líka sekkjapípuleikur í einu lagi og mariachi-blástur í öðru. Blúsinn er á sínum stað og sums staðar fer þetta út í hálfgert prog- rokk. Stemningin er á köflum hrá og æst eins og á fyrstu plötunum, en svo koma poppaðri lög inn á milli. Platan virkar svolítið rugl- ingsleg við fyrstu hlustun, en tekur á sig mynd þegar betur er hlustað. Icky Thump var tekin upp í Black- bird-stúdíóinu í Nashville. Það er vel búið og nýtískulegt hljóðver og þess vegna ólíkt þeim hljóðverum sem White Stripes hafa áður notast við. Jack segir að Blackbird eigi ógrynni hljóðnema og sé vel búið af gömlum upptökutækjum þó að þau séu lítið notuð. „Kántrý-tónlist dagsins í dag er tekin upp á tölvur,” segir hann og bætir við að eina sveitin sem hafi notað gömlu upptökugræjurnar í Blackbird-stúdíóinu nýlega fyrir utan White Stripes sé Kings Of Leon. Jack og Meg eru bæði flutt frá De- troit þar sem þau voru farin að verða fyrir miklu aðkasti og „nei- kvæðri athygli“ eins og Jack orðar það. Meg flutti til Los Angeles, en Jack til Nashville þar sem hann unir sér mjög vel. Hann skoðaði meðal annars hús Johnny Cash þegar hann var að leita sér að hús- næði, en ákvað að kaupa það ekki þar sem hann óttaðist að honum myndi líða meira eins og safnverði heldur en íbúa ef hann flytti þar inn. Jack er ennþá í hljómsveitinni The Raconteurs og er þessa dagana að klára plötu númer tvö með henni. The White Stripes er núna orðin tíu ára og fram undan er stór tónleika- ferð. Og þau eru ekkert að fara að hætta. Jack segist hafa hagnast það vel á tónlistinni undanfarin ár að hann gæti vel tekið sér frí í tíu ár og slakað á með fjölskyldunni, breska ofurmódelinu Karen Elson og dótturinni Scarlett Theresu. Og hann væri alveg til í það. En þörf- in til að búa til tónlist er öllu öðru sterkari. Hann segist samt gera hlutina á öðrum forsendum í dag. Hann segist „hættur að spá í það hvað hipsterunum eigi eftir að finnast“ um það sem hann gerir. Það á eftir að koma í ljós hvað hip- sterunum finnst um Icky Thump, en gagnrýnendur virðast ánægðir. Platan er að fá fína dóma, til dæmis fjórar stjörnur af fimm möguleg- um, bæði í Mojo og Uncut. Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vik- unni að sveitin væri langt komin með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samn- ingur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljóm- sveitin ekki að semja við nýtt fyrir- tæki eða taka aðrar ákvarðanir um út- gáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran að- dáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom Yorke hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færsl- ur á heimasíðu hljómsveitarinnar mun hún líka halda áfram að vera pólitísk. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörg- um íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórn- valda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmæl- um gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem Radio- head spilaði á tónleikum síðasta sumar er líklegt að sveitin haldi áfram með það sem hún byrjaði á á síðustu plötu, að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraun- um Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar. Radiohead með nýja plötu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 VILDAR KLÚBBUR GLITNIS SKRÁÐU ÞIG FYRIR 17. JÚNÍ! Þú færð 10.000 ókeypis Glitnispunkta með því að skrá þig fyrir 17. júní í Vildarklúbb Glitnis!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: