Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 75
 Breiðablik vann í gær 3-0 sigur á slökum Skagamönnum og innbyrti þar með sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Blikar léku vel eins og svo oft áður í sumar en náðu í þetta sinn að klára færin sín al- mennilega. Leikmenn ÍA voru langt frá sínu besta. Leikurinn var varla byrjaður þegar boltinn barst inn á teig þar sem Magnús Páll Gunnarsson og Dario Cingel börðust um boltann. Magnús náði að slæma fótinum í boltann, sem laumaðist í nærhorn- ið. Engu var líkara að varnarmenn ÍA væru ekki mættir í leikinn því Blikar áttu urmul færa á upphafs- mínútunum. Blikar hefðu hæg- lega getað verið komnir 3-0 yfir, að minnsta kosti, eftir fimmtán mínútur. Það gerðist svo að Skaga- menn mættu sprækari til leiks í síðari hálfleik og þurfti Olgeir Sigurgeirsson að verja á línu eftir skalla Jón Vilhelms Ákasonar. Þá ákvað Kristján Óli Sigurðs- son að taka til sinna mála. Hann fékk boltann á vinstri kantinum og þrumaði boltanum einfaldlega í markhornið fjær. Varamaðurinn Nenad Zivanovic kláraði svo leik- inn endanlega með föstu skoti af vítateigslínunni. Blikar fögnuðu því sanngjörnum sigri, 3-0. Þetta var kannski ekki í fyrsta sinn sem þeir spila vel í sumar en nú tókst leikmönnum Breiðabliks að klára margar sóknir sínar með góðri marktilraun enda hefðu þeir auðveldlega getað skorað fleiri mörk en tvö í gær. Skagamenn virtust einfaldlega heillum horfnir og sást lítið af þeirri góðu frammistöðu liðsins sem tryggði því sigur gegn KR á heimavelli í síðustu umferð. Blikar sýndu loks- ins sitt rétta andlit Birgir Leifur Hafþórs- son hóf í gær leik á opna Saint- Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék samtals á einu höggi undir pari og er í 25.-40. sæti eftir fyrsta keppnisdag en alls taka 155 kylfingar þátt. Annar eins hringur í dag ætti því að koma honum í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur hóf leik á 10. braut í gær og byrjaði á því að fá par. Hann náði öðru pari á 16. braut en fékk svo skolla á þeirri átjándu. Hann fékk svo eitt par og einn skolla á „seinni“ níu holunum. Alls fékk hann þrettán pör. Lék á einu undir pari Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi KSÍ bréf í gær þar sem deildin kvartar yfir ósamræmi í dómum aganefndar- innar. Prince Rajcomar, leikmað- ur Blika, var á dögunum dæmd- ur í tveggja leikja bann fyrir að slá til andstæðings. Tryggvi Guð- mundsson og Valur Fannar Gísla- son voru síðan dæmdir í eins leiks bann í vikunni fyrir að slá til hvors annars. Þetta ósamræmi sætta Blikar sig ekki við og þeir óska í bréf- inu eftir formlegum rökstuðningi aga- og úrskurðarnefndarinnar vegna dómanna. Blikar kvarta yfir dómum Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Rúm 196x178 cm Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Útfallandi skápur Porta klósett (valfrjálst kass- ettuklósett) G ey m sl uk as si un di r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: