Fréttablaðið - 15.06.2007, Page 75
Breiðablik vann í gær 3-0
sigur á slökum Skagamönnum og
innbyrti þar með sinn fyrsta sigur
á leiktíðinni. Blikar léku vel eins
og svo oft áður í sumar en náðu í
þetta sinn að klára færin sín al-
mennilega. Leikmenn ÍA voru
langt frá sínu besta.
Leikurinn var varla byrjaður
þegar boltinn barst inn á teig þar
sem Magnús Páll Gunnarsson og
Dario Cingel börðust um boltann.
Magnús náði að slæma fótinum í
boltann, sem laumaðist í nærhorn-
ið. Engu var líkara að varnarmenn
ÍA væru ekki mættir í leikinn því
Blikar áttu urmul færa á upphafs-
mínútunum. Blikar hefðu hæg-
lega getað verið komnir 3-0 yfir,
að minnsta kosti, eftir fimmtán
mínútur.
Það gerðist svo að Skaga-
menn mættu sprækari til leiks
í síðari hálfleik og þurfti Olgeir
Sigurgeirsson að verja á línu eftir
skalla Jón Vilhelms Ákasonar.
Þá ákvað Kristján Óli Sigurðs-
son að taka til sinna mála. Hann
fékk boltann á vinstri kantinum
og þrumaði boltanum einfaldlega
í markhornið fjær. Varamaðurinn
Nenad Zivanovic kláraði svo leik-
inn endanlega með föstu skoti af
vítateigslínunni. Blikar fögnuðu
því sanngjörnum sigri, 3-0.
Þetta var kannski ekki í fyrsta
sinn sem þeir spila vel í sumar en
nú tókst leikmönnum Breiðabliks
að klára margar sóknir sínar með
góðri marktilraun enda hefðu þeir
auðveldlega getað skorað fleiri
mörk en tvö í gær.
Skagamenn virtust einfaldlega
heillum horfnir og sást lítið af
þeirri góðu frammistöðu liðsins
sem tryggði því sigur gegn KR á
heimavelli í síðustu umferð.
Blikar sýndu loks-
ins sitt rétta andlit
Birgir Leifur Hafþórs-
son hóf í gær leik á opna Saint-
Omer mótinu í Frakklandi sem
er hluti af Evrópumótaröðinni í
golfi.
Hann lék samtals á einu höggi
undir pari og er í 25.-40. sæti
eftir fyrsta keppnisdag en alls
taka 155 kylfingar þátt.
Annar eins hringur í dag ætti
því að koma honum í gegnum
niðurskurðinn.
Birgir Leifur hóf leik á 10.
braut í gær og byrjaði á því að
fá par. Hann náði öðru pari á 16.
braut en fékk svo skolla á þeirri
átjándu.
Hann fékk svo eitt par og einn
skolla á „seinni“ níu holunum.
Alls fékk hann þrettán pör.
Lék á einu undir pari
Knattspyrnudeild
Breiðabliks sendi KSÍ bréf í gær
þar sem deildin kvartar yfir
ósamræmi í dómum aganefndar-
innar.
Prince Rajcomar, leikmað-
ur Blika, var á dögunum dæmd-
ur í tveggja leikja bann fyrir að
slá til andstæðings. Tryggvi Guð-
mundsson og Valur Fannar Gísla-
son voru síðan dæmdir í eins
leiks bann í vikunni fyrir að slá til
hvors annars.
Þetta ósamræmi sætta Blikar
sig ekki við og þeir óska í bréf-
inu eftir formlegum rökstuðningi
aga- og úrskurðarnefndarinnar
vegna dómanna.
Blikar kvarta
yfir dómum
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Rúm
196x178 cm
Rúm
196x178 cm
Sæti SætiFæranlegt
matborð
Útfallandi
skápur Porta klósett
(valfrjálst kass-
ettuklósett)
G
ey
m
sl
uk
as
si
un
di
r