Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 42
15. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið heilsa&útivist
Hópur áhugafólks um skíðagöngu
hefur stofnað nýtt félag á höfuð-
borgarsvæðinu til þess að stuðla
að aukinni þátttöku almennings í
íþróttinni.
„Hugmyndin er sú að með því að
hafa félag hér á höfuðborgarsvæð-
inu verði það málsvari þess að fá
bætta aðstöðu á skíðasvæðum, til
dæmis í Bláfjöllum og Skálafelli,“
segir Þóroddur F. Þóroddson, einn
af forsprökkum félagsins. Einnig
vill félagið fá troðnar brautir, bæði
á skíðasvæðum og eins innan höf-
uðborgarsvæðisins þegar veður
leyfir.
Þóroddur segir slíkt ekki þurfa
að kosta mikið. „Þetta getur allt
orðið til þess að fólk stundi þessa
hollu íþrótt, sem gönguskíðin eru,
meira.“
Í framhaldi af þessu ætlar félag-
ið svo að reyna að stuðla að fræðslu
og leiðsögn fyrir almenning. Þór-
oddur segir marga eiga gönguskíði
en aldrei hafa fengið tilsögn. Þetta
megi auðveldlega bæta. Einnig
stendur hugur til að standa fyrir al-
mennings- og keppnisgöngu í íþrótt-
inni eins og gert er annars staðar á
landinu.
Þeir hörðustu stunda svo hjóla-
skíði þegar snjóinn vantar. Það er
gert til þess að viðhalda þjálfuninni
enda þarf að vera í góðu formi ef
ganga á langar leiðir. „Þetta er besta
líkamsþjálfun sem hægt er að kom-
ast í,“ segir Þóroddur að lokum. - þeb
Fara á hjólaskíði
þegar snjóinn vantar
Það er krefjandi líkamsþjálfun að stunda hjólaskíði og skíðagöngur.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Æfingar á trampólíni eru ekki
bara fyrir börn heldur hafa
fullorðnir sérlega gott af þeim
líka, hvort sem hoppað er
á stóru eða litlu trampólíni,
innanhúss eða utan. Áreynslan
brennir hitaeiningar og styrkir
sogæðakerfi líkamans.
Hér á eftir koma nokkrar hugmynd-
ir að einföldum og skemmtilegum
aðferðum til að koma líkamanum í
form á trampólíni.:
1. Grunnhopp. Þessi æfing getur verið jafn erfið eða auðveld og
þú vilt, allt eftir því hversu mikið þú
setur í hana. Stattu á miðju trampól-
íninu með fæturna örlítið gleiða. Á
þess að lyfta fótunum upp skaltu svo
dúa á trampólíninu og einbeita þér
að því einu að halda góðu jafnvægi.
Eftir því sem öryggið eykst skaltu
lyfta fótunum og hækka hoppin.
2. Grunnganga. Þessi æfing hent-ar sérlega vel til upphitun-
ar eða niðurkælingar. Komdu þér í
góða stöðu og byrjaðu að „ganga“ en
gættu þess að lyfta bara hælunum
af trampólíninu. Sveiflaðu höndun-
um í takt við „gönguna“.
3. Grunnskokk. Þessi æfing er góð til að hækka blóðþrýsting-
inn. Farðu í grunnstöðu með fæt-
urna örlítið í sundur og lyftu þeim
upp til skiptis í um tíu sentimetra
hæð. Hreyfðu hendurnar í senn líkt
og þú værir að skokka.
4. Gleðihoppið. Þessi æfing er töluvert meira krefjandi en
hinar þrjár en mjög skemmti-
leg og hressandi. Stattu á miðju
trampólíni og hoppaðu upp en
á meðan þú ert í loftinu áttu að
færa fæturna í sundur og klappa
saman höndum yfir höfðinu eins
og sprellikarl.
mhg@frettabladid.is
Hoppað sér til heilsubótar
Sogæðakerfi, lungu, grindarbotn,
vöðvar og sálartetur hafa gott af tramp-
ólínæfingum.
öngumhreint til verks!
Sími 511 1234 • w w w.gudjono.is
Stundatafla fyrir Opna kerfið
mán þri mið fim fös lau sun
06:30 4. 5. 1. 1. 8.
07:30 1. 1. 4. 9.
08:30 4. 1. 1. 1.
09:30 1.
10:30 7.
11:30
12:15 2. 1. 1. 7.
13:30 1. 1.
14:30
15:30
16:30 3. 1. 1. 4. 1.
17:30 1. 1. 8. 1.
18:25 1.
Ath. númerin útskýra tímana
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Opna kerfið Þinn tími er kominn!
1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki
2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun
3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla
4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur
5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur
6. Yoga
7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð
8. MRL - Magi, rass og læri
9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar
Nú geturðu gerst áskrifandi að líkamsrækt JSB
Betra verð í áskrift, aðeins 3.990 kr. á mánuði
Glæsilegur nýr tækjasalur!
Barnagæsla - Leikland JSB
Vertu velkomin í okkar hóp!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Kennsla í tækjasal
5 daga vikunnar
Sumarkort
13 vikur
á 13 þúsundStaðurinn - Ræktin
telpurS onuK r