Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 42
 15. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið heilsa&útivist Hópur áhugafólks um skíðagöngu hefur stofnað nýtt félag á höfuð- borgarsvæðinu til þess að stuðla að aukinni þátttöku almennings í íþróttinni. „Hugmyndin er sú að með því að hafa félag hér á höfuðborgarsvæð- inu verði það málsvari þess að fá bætta aðstöðu á skíðasvæðum, til dæmis í Bláfjöllum og Skálafelli,“ segir Þóroddur F. Þóroddson, einn af forsprökkum félagsins. Einnig vill félagið fá troðnar brautir, bæði á skíðasvæðum og eins innan höf- uðborgarsvæðisins þegar veður leyfir. Þóroddur segir slíkt ekki þurfa að kosta mikið. „Þetta getur allt orðið til þess að fólk stundi þessa hollu íþrótt, sem gönguskíðin eru, meira.“ Í framhaldi af þessu ætlar félag- ið svo að reyna að stuðla að fræðslu og leiðsögn fyrir almenning. Þór- oddur segir marga eiga gönguskíði en aldrei hafa fengið tilsögn. Þetta megi auðveldlega bæta. Einnig stendur hugur til að standa fyrir al- mennings- og keppnisgöngu í íþrótt- inni eins og gert er annars staðar á landinu. Þeir hörðustu stunda svo hjóla- skíði þegar snjóinn vantar. Það er gert til þess að viðhalda þjálfuninni enda þarf að vera í góðu formi ef ganga á langar leiðir. „Þetta er besta líkamsþjálfun sem hægt er að kom- ast í,“ segir Þóroddur að lokum. - þeb Fara á hjólaskíði þegar snjóinn vantar Það er krefjandi líkamsþjálfun að stunda hjólaskíði og skíðagöngur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Æfingar á trampólíni eru ekki bara fyrir börn heldur hafa fullorðnir sérlega gott af þeim líka, hvort sem hoppað er á stóru eða litlu trampólíni, innanhúss eða utan. Áreynslan brennir hitaeiningar og styrkir sogæðakerfi líkamans. Hér á eftir koma nokkrar hugmynd- ir að einföldum og skemmtilegum aðferðum til að koma líkamanum í form á trampólíni.: 1. Grunnhopp. Þessi æfing getur verið jafn erfið eða auðveld og þú vilt, allt eftir því hversu mikið þú setur í hana. Stattu á miðju trampól- íninu með fæturna örlítið gleiða. Á þess að lyfta fótunum upp skaltu svo dúa á trampólíninu og einbeita þér að því einu að halda góðu jafnvægi. Eftir því sem öryggið eykst skaltu lyfta fótunum og hækka hoppin. 2. Grunnganga. Þessi æfing hent-ar sérlega vel til upphitun- ar eða niðurkælingar. Komdu þér í góða stöðu og byrjaðu að „ganga“ en gættu þess að lyfta bara hælunum af trampólíninu. Sveiflaðu höndun- um í takt við „gönguna“. 3. Grunnskokk. Þessi æfing er góð til að hækka blóðþrýsting- inn. Farðu í grunnstöðu með fæt- urna örlítið í sundur og lyftu þeim upp til skiptis í um tíu sentimetra hæð. Hreyfðu hendurnar í senn líkt og þú værir að skokka. 4. Gleðihoppið. Þessi æfing er töluvert meira krefjandi en hinar þrjár en mjög skemmti- leg og hressandi. Stattu á miðju trampólíni og hoppaðu upp en á meðan þú ert í loftinu áttu að færa fæturna í sundur og klappa saman höndum yfir höfðinu eins og sprellikarl. mhg@frettabladid.is Hoppað sér til heilsubótar Sogæðakerfi, lungu, grindarbotn, vöðvar og sálartetur hafa gott af tramp- ólínæfingum. öngumhreint til verks! Sími 511 1234 • w w w.gudjono.is Stundatafla fyrir Opna kerfið mán þri mið fim fös lau sun 06:30 4. 5. 1. 1. 8. 07:30 1. 1. 4. 9. 08:30 4. 1. 1. 1. 09:30 1. 10:30 7. 11:30 12:15 2. 1. 1. 7. 13:30 1. 1. 14:30 15:30 16:30 3. 1. 1. 4. 1. 17:30 1. 1. 8. 1. 18:25 1. Ath. númerin útskýra tímana Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Opna kerfið Þinn tími er kominn! 1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla 4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð 8. MRL - Magi, rass og læri 9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar Nú geturðu gerst áskrifandi að líkamsrækt JSB Betra verð í áskrift, aðeins 3.990 kr. á mánuði Glæsilegur nýr tækjasalur! Barnagæsla - Leikland JSB Vertu velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Kennsla í tækjasal 5 daga vikunnar Sumarkort 13 vikur á 13 þúsundStaðurinn - Ræktin telpurS onuK r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.