Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 12
Yfirdýralæknir, Hall- dór Runólfssson, telur brýnt að lög um búfjárhald og lög um dýravernd verði sett í einn bálk og undir eitt ráðuneyti. Í sama streng tekur Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir. „Lög um dýravernd eiga vita- skuld að ná yfir öll dýr,“ segir yfirdýralæknir. „En auk þeirra erum við með lög um búfjárhald, sem oftast eru notuð í sambandi við búfé. Það er truflandi að vera með tvenn lög í gangi, því í sumum þáttum verður skörun. Í búfjárhaldslögunum er ekki tekið á eldisfiski, svo dæmi sé nefnt. Þá þarf að nota dýraverndarlög til að taka á vandamálum sem þar kynnu að koma upp.“ Yfirdýralæknir bendir á að dýraverndarlögin heyri undir umhverfisráðuneyti, en búfjár- haldslögin undir landbúnaðar- ráðuneyti. Framkvæmd dýra- verndarlaga sé falin umhverfisstofnun. Í reyndinni sé þó framkvæmdin öll á hendi dýralækna því það séu þeir sem þurfi að fara í öll mál af þessu tagi þar sem fagþekkingin liggi hjá þeim. „Ég hef lengi verið talsmaður þess að sameina þennan lagabálk þannig að við höfum ein lög yfir dýraverndarmálin í heild sinni,“ segir yfirdýralæknir. „Þetta er önugt í framkvæmd eins og fyrirkomulagið er nú. Það eru flækjustig í þessu sem þyrfti að einfalda.“ Katrín Andrésdóttir segir að setja þurfi lög um búfjárhald og lög um dýravernd í ein lög. Þau þurfi að vera hraðvirkari og skil- virkari en nú er. Hún leggur áherslu á að stytta þurfi lögbundið ferli þegar vandi er kominn upp. „Ég hefði viljað sjá breytingu sem gerir þessi lög svipuð barna- verndarlögum, þannig að hægt sé að grípa inn í með aðgerðum án þess að fara með málin fyrir dóm. Þá væri hægt að ráðstafa vanhirt- um skepnum strax, í stað þess að nú getur talsverður tími liðið, því eigendur hafa lögbundinn tíma til andmæla og úrbóta. Þetta ferli getur tekið allt upp í hálfan mánuð þótt upp sé komin hræðileg neyð. Sú leið sem nú er farin er of krók- ótt og torfær.“ Lög um dýra- vernd verði í einum bálki Yfirdýralæknir segir að sameina þurfi tvenn lög um dýravernd í einn bálk og færa undir eitt ráðuneyti. Héraðsdýralæknir vill að sameinuð lög verði eins og barnaverndarlög og heimili fyrirvaralaust inngrip. Ferðum áætlunar- ferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar. Áætlað er að bæta við rúmlega tuttugu ferðum á mikilvægum ferðadögum og þá daga verða því þrjár ferðir á dag. Ríkisstjórnin ákvað þetta eftir að beiðni barst frá bæjar- stjórn Vestmannaeyja um að bæta við þriðju ferð Herjólfs á mikilvægum ferðadögum í sumar. Einkum er horft til næturferða á föstudögum en aðrir dagar koma einnig til greina þegar vænta má straums ferðamanna og mikils flutnings á bílum með fylgivagna. Áætlaður kostnaður er kringum þrjátíu milljónir króna. Ferðum fjölgað Rússneskur maður sem grunaður er um njósnir er í haldi austurrískra yfirvalda. Hann var tekinn höndum síðastliðið mánudagskvöld. Talsmaður ríkissaksóknara í Austurríki, Gerhard Jarosch, segir að maðurinn liggi undir grun um að hafa tekið við viðkvæmum upplýsingum frá manni innan austurríska hersins. Sá hefur einnig verið handtekinn og settur í varðhald. Rússneska fréttastofan ITAR- Tass greindi frá því að Rússinn væri meðlimur opinberrar rússneskar sendinefndar sem tæki þátt í ráðstefnu um geim- ferðir sem stendur yfir í Vín. Rússneska geimferðastofnunin staðfesti í samtali við fjölmiðla að maðurinn væri starfsmaður hjá stofnuninni. Grunaður um að vera njósnari Ég hefði viljað sjá breyt- ingu sem gerir þessi lög svipuð barnaverndarlögum. Tveir menn um nítján ára aldur hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn valdstjórninni. Þeir sprengdu sprengju fyrir utan hús lögreglumanns á Blönduósi í febrú- ar á þessu ári og eyðilögðu bíl sama lögreglumanns innan við tveimur mánuðum síðar. Mennirnir veittust að lögreglu- manninum vegna afskipta sem hann hafði haft af þeim við skyldu- störf. Þeir komu skoteldum fyrir í skýli við heimili lögreglumannsins eldsnemma morguns. Í skýlinu var meðal annars fullur gaskútur og olíubrúsi. Mennirnir stofnuðu þannig lífi og heilsu lögreglumannsins og fimm annarra sem dvöldu í aðliggj- andi íbúðum raðhússins, „á ófyrir- leitinn hátt í augljósan háska,“ að því er segir í ákæru. Þeir eru ákærðir fyrir brot gegn valdstjórn- inni, vopnalagabrot, hættubrot og eignaspjöll. Þá fóru þeir um nótt og köstuðu tveimur pokum fullum af glerflöskum og áldósum í bíl sama lögreglumanns þannig að aftur- hurð dældaðist, rúða rispaðist og lakk skemmdist talsvert. Báðir gengust við brotunum skömmu eftir handtöku. Lögreglu- stjórinn á Blönduósi gerir kröfu um samtals tæplega 250 þúsund krónur í bætur. Enn er óupplýst mál þar sem skotið var úr byssu á mannlausan lögreglubíl á Blönduósi skömmu fyrir áramót. Reyndu að sprengja hús lögreglumanns Lögregla í kínverska héraðinu Henan bjargaði 217 manns, þar á meðal 29 börnum, sem voru þvinguð til að þræla við brennsluofna, að því er ríkisrekna fréttastofan Xinhua greindi frá í gær. Yfir 35.000 lögreglumenn gerðu áhlaup á 7.500 brennsluofna í héraðinu á þremur dögum. Áhlaupið var gert í kjölfar reiðiöldu meðal almennings eftir að fréttir bárust af baráttu 400 feðra í héraðinu við að hafa uppi á sonum sínum sem þeir töldu að hefðu verið seldir í þrældóm við brennsluofna. Í opnu bréfi sem einn faðirinn birti á netinu sakaði hann yfirvöld í Henan og nágrannahéraðinu Shanxi um að hunsa baráttu þeirra. Feðurnir halda því fram að um 1.000 börn séu látin þræla við brennsluofna við mjög grimmilegar aðstæður. Að því er Xinhua greinir frá er vinnuafl fengið til brennsluofnanna með því að lokka fólk þangað með fölskum loforðum. Síðan er það barið, svelt og þvingað til að vinna langa vinnudaga án borgunar. Þeir sem eru of veikir eða veikburða til að vinna eru hýddir. Lögregla leysir upp þrælahald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: