Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 71

Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 71
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben fær góða dóma á hinni virtu belg- ísku vefsíðu kindamuzik.net fyrir frammistöðu sína á Spot-tónlistar- hátíðinni. Þar er tónlist Péturs líkt við fagra tóna Nick Drake og því haldið fram að hann hafi haldið merki Íslands á lofti á hátíðinni. Fær flutningur hans á lögunum I´ll Be Here, White Tiger og Billie Jean jafnframt mjög góða dóma. Spot-hátíðin var haldin í Árós- um um síðustu helgi og komu þar fram auk Péturs tónlistarmaður- inn Helgi Jónsson og hljómsveitin Reykjavík!. Fengu öll íslensku at- riðin fimm stjörnur af sex mögu- legum í danska tónlistarmiðlinum Gaffa. Pétri líkt við Nick Drake „Þema hátíðarinnar er nánd, við erum að reyna að minnka gjána á milli fólks,“ segir Guðmundur Haraldsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Rökkur- lopa sem hófst í gær. Tónleikarnir verða á kaffihúsunum Hljóma- lind og Babalú og í S.L.Á.T.U.R, á Hverfisgötunni, aðsetri list- rænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin stendur yfir til sunnudags. „Við viljum að allir séu á sama plani. Þetta er allt á litlum tón- leikastöðum þannig að tónlistar- fólkið er mjög nálægt áheyrendun- um.“ Að sögn Guðmundar er það allt annar hlutur fyrir tónlistar- fólk að spila fyrir fimmtán manns eða fimm hundruð og því má búast við mjög áhugaverðum tónleikum. Það verður ólík tónlist á stöðun- um þremur. Í SLÁTRI verður til- raunakennd tónlist. Kokteilsósa stendur meðal annars fyrir spuna- kvöldi þar í kvöld. Á Hljómalind verðu áherslan á órafmagnaða tónlist, mikið um söng og gítarspil, og á Babalú verður blanda af raf- mögnuðum böndum og órafmögn- uðum. „Það komast um 30 manns á hverja tónleika þannig að samspil- ið á milli tónlistarfólkins og áheyr- enda verður á meiri jafnvægis- grunvelli en í stærri sölum. Þar verða áheyrendur svolítið eins og massi af fólki en ekki einstakling- ar. Þetta er allt önnur upplifun.“ Meðal þeirra sem koma fram eru Ólöf Arnalds, Benni Hemm Hemm, Toggi, Sprengjuhöllin, Bjarni og Maggi úr Úlpu með kassagítarútgáfur af Úlpulögum og Elín og Elísabet Ellenar og Ey- þórsdætur. Aðstandendur auk Guðmundar eru Áki Ásgeirsson tónskáld og Einar Rafn Þórhallsson og Haraldur Hannesson tónlistarmenn. Dagskrá hátíðarinnar má finna á 85.197.199.115/rokkurlopi Rökkurlopi í Reykjavík Desyn til landsins Plötusnúðurinn Desyn Masiello spilar á tveimur klúbbakvöldum hér á landi um helgina. Hann verður á Akureyri í kvöld og á laugardagskvöld verður hann á Nasa. „Þetta verður í fyrsta skipti í sögunni sem súperplötusnúður kemur til Akureyrar. Ég býst fast- lega við því að það verði uppselt enda bíladagar á sama tíma og bærinn smekkfullur,“ segir skipu- leggjandinn, Kristinn Bjarnason hjá Flex Music. Miðasala á klúbbakvöldin fer fram á skor.is, í 12 Tónum og Centró á Akureyri. Miðaverð er 2.000 krónur. Bu xu r ÍSLENSKA SIA.IS / DEB 38067 06/07 Bo lirSk ór Fallegir skór eru grunnurinn að góðu sumri Bertie Debut Collection Jasper Conrad Jasper Jeans Nine West Principles Roberto Vianni 30% afsláttur NÝTT KORTATÍMABIL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.