Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 62
Yrkingar Þórbergs Þórðar- sonar eru forvitnilegur hluti höfundarverks hans sem ekki hefur verið hamp- að mjög. Nú hyggjast tveir ungir menn hefja kveðskap skáldsins upp á annað plan og semja lög við vísur hans í sumar. Þeir kalla sig Vini Láru. Einar Aðalsteinsson og Halldór Armand Ásgeirsson hafast nú við í Austurbæjarskóla við grúsk sitt og tónsmíðar. Þeir eru báðir miklir Þórbergsmenn og telja honum ekki sýndur nægur sómi. „Við höfum báðir haft töluverðan áhuga á verkum Þórbergs en fengum hann fyrir alvöru þegar við komumst að því að Þórbergur hataði Akur- eyri,“ segir Einar grafalvarlegur og bætir við: „Það eigum við sam- eiginlegt – við eigum líka voða- lega erfitt með Akureyri.“ Halldór áréttar að Þórbergur hafi verið mjög óvenjulegur maður. „Við erum svolítið hrifnir af því hversu skrítinn hann var. Svo ber ekki mikið á honum, hann er dálítið van- metinn. Hann hefur til dæmis ekki fengið að njóta sín í skólakerfinu miðað við hversu magnaður stílisti hann var.“ Þórbergur er einna kunnastur fyrir bækur sínar Íslenskan aðal, Ofvitann og Bréf til Láru en höf- undarverk hans er afar ævisögu- legt, raunar samfelld heimild um einstakan mann og hugarheim hans auk þess sem Þórbergur var sagnaritari og þjóðháttafræðingur af lífi og sál. „Við erum annars vegar með bók- ina Eddu þar sem finna má fjölda kvæða og vísna eftir Þórberg og við höfum þegar samið nokkur lög við þau,“ útskýrir Einar og bætir því við bljúgur að þeir félagar von- ist til þess að þeir séu ekki að gera skáldinu neinn grikk með fram- takinu. „Síðan fengum við gamlar upptökur þegar Þórbergur er orð- inn alveg eld-eldgamall og syngur þar eigin lög við vísurnar – þar er til dæmis „Sósusálmurinn“ og fleira skemmtilegt sem við ætlum að stúdera og útsetja.“ Aðdraganda þessa rekja félagarnir til málþings sem haldið var á nýstofnuðu Þór- bergssetri í Suðursveit í vetur en þar voru þeir fengnir til þess að semja lög við kvæði Þórbergs. Það gekk með afbrigðum vel og hefur verið rætt um að gefa út hljómdisk með kveðskapnum og lögunum. Vinir Láru eru báðir nemend- ur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð en segjast ekki hafa gert sig mjög gildandi á tónlistarsviðinu áður. „Ég er reyndar í rokkhljóm- sveit,“ segir Halldór hæversklega og upplýsir að bandið það, Alræði öreiganna, hafi nýlega gefið út disk með rokkútgáfu sinni á tón- verkinu um Pétur og úlfinn. „Þá var Einar sögumaður,“ bætir hann við. Virk endurvinnsla ungu mann- anna á menningararfinum heldur því áfram með Þórbergs-ævintýr- inu en sá verður færður í poppgall- ann. „Já, þetta er popptónlist, hún getur reyndar orðið fullrómantísk á köflum,“ segir Einar og hlær við. Halldór tekur undir það og fullyrð- ir að þeir séu báðir rosalega róm- antískir menn. „Við reynum að hafa þetta hugljúft og sykursætt,“ segir hann og Einar útskýrir að þeir séu undir miklum áhrifum frá strákasveitinni Hanson sem tryllti lýðinn laust fyrir síðustu aldamót. „Kveðskapur Þórbergs er voða- lega kaldhæðinn,“ áréttar Hall- dór enda voru yrkingar Þórbergs síst hefðbundnar. Oftar en ekki voru ljóð hans skopstæling á kveð- skaparhefðum sem honum hugn- aðist lítt. „Þar má til dæmis lesa æðisgengnar náttúrulýsingar þar sem allt er hafið upp til skýjanna til þess eins að vera rifið niður aftur. Við höfum mjög gaman af kaldhæðninni,“ bætir hann við og gefur lítið fyrir tal um stunda- tísku einlægninnar sem virðist ríkjandi þessi misserin. „Ég held að kaldhæðnin klárist aldrei, hún er ótæmandi brunnur,“ segir hann sannfærandi. Vinir Láru eru einn af Skapandi sumarhópum Hins hússins sem ár- lega setja svip sinn á mannlífið í Reykjavík. Þeir félagar hyggjast dúkka upp með Þórbergslög í far- teski sínu í sumar, t.d. á vikuleg- um uppákomum í miðbænum sem kallast „Föstudagsfiðrildi“ en hin fyrsta verður haldin í dag og hefst fjörið í miðbænum kl. 12. Fjórtán hópar munu starfa undir merkj- um þeim í sumar en vettvangur sá hefur reynst mikil uppvaxtarstöð fyrir listamenn þjóðarinnar sem margir hverjir hafa stigið þar sín fyrstu skref. Miðbæjargestir eru hvattir til að hafa augun og eyrun hjá sér í dag því það er aldrei að vita nema þá heyrist sungið undurblítt úr vísnasarpi Þórbergs. Kl. 10.00 Sýningu Sigurðar Guðjónssonar í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, lýkur næstkomandi sunnudag. Sigurður sýnir hljóð- innsetningu og vídeóverk en list hans hefur mótast af ástríðu tón- listarmannsins, hnyttni sagna- mannsins og auga kvikmynda- tökumannsins. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Þúsund og einn Kínverji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
23
Assigiiaat ilaat:
7021
Saqqummersinneqarpoq:
2001-2023
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.03.2023
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað
Sponsori:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Tengja á þessa síðu: 62
https://timarit.is/page/3966820

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

160. tölublað (15.06.2007)

Aðgerðir: