Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 22
greinar@frettabladid.is
Jónas Hallgrímsson var lista-skáldið góða, enda minntist
Háskóli Íslands 200 ára af-
mælis hans með veglegri ráð-
stefnu 8. júní. Ég flutti þar er-
indi um stjórnmálaviðhorf á
dögum Jónasar og hóf mál mitt
á örfáum orðum um eitt fræg-
asta kvæði Jónasar, Gunnars-
hólma. Þar kveður skáldið Gunn-
ar á Hlíðarenda hafa snúið aftur
af ættjarðarást. Þetta hafa nor-
rænufræðingar og uppeldisfröm-
uðir haft eftir í eina öld og hálfri
betur. Faðir Kiljans gaf honum
póstkort með mynd af Gunnari,
og var boðskapurinn, að hann
skyldi snúa aftur eins og hetjan á
Hlíðarenda. En skilningur Jónas-
ar á hinu fræga atviki úr Njálu
er rangur. Gunnar lét ekki frem-
ur en aðrir fornmenn stjórnast
af ættjarðarást. Það hugtak var
ekki til í þeirra tíð.
Þegar hestur Gunnars hras-
aði og hann horfði upp til Hlíðar-
enda, mælti hann: „Fögur er hlíð-
in svo að mér hefir hún aldrei
jafnfögur sýnst, bleikir akrar en
slegin tún, og mun eg ríða heim
aftur og fara hvergi.“ Hvers
vegna? Ég er hissa á því, hversu
fáir hafa komið auga á augljóst
svar. Hallgerður Langbrók sat
þar heima, en Gunnar kvæntist
henni af girnd. Í 41. kafla Njálu
segir, að Hallgerður hafi um
skeið þjónað Sigmundi Lamba-
syni „eigi verr en bónda sínum“.
Gunnar þorði ekki að skilja konu
sína eftir á Íslandi í þrjú ár.
Hann vissi, að hún var til alls vís.
Þess vegna sneri hann aftur. Með
tali sínu um hina fögru hlíð vís-
aði hann til konu sinnar. Þetta
stílbragð er algengt í Íslendinga-
sögum. Afbrýðisemi var til á
Þjóðveldisöld. Framferði Gunn-
ars er skiljanlegt, þótt það sé
ekki skynsamlegt, því að hann
rauf gerða sátt.
Hvenær er hlíðin svo fögur og
akrar bleikir, að menn freistist
ekki til þess að flytjast brott?
Þar mun hvorki ættjarðarást
né afbrýðisemi ráða úrslitum,
heldur þau lífskjör, sem Íslend-
ingar njóta...
Gunnarshólmi Jónasar er skýrt
dæmi um það, hversu gjarnt
mönnum er að lesa eigin hug-
myndir inn í fortíðina. Gunnar á
Hlíðarenda var ekki rómantísk-
ur þjóðernissinni, eins og Jónas.
Á Jónasarþinginu var raunar
furðulegt að hlusta á upphafs-
ávarp Þorvarðar Árnasonar, sem
velti því fyrir sér, hvort skáldið
hefði verið vinstri-grænt. Jónas
orti fögur kvæði um náttúru
Íslands. En af því leiðir ekki, að
hann hefði viljað snúa aftur inn
í torfkofana, taka sér fjaður-
penna í hönd og lifa á fjallagrös-
um. Sjálfur benti ég á í erindi
mínu, að í tíð Jónasar bar tvær
frelsishugmyndir hæst, um þjóð-
frelsi og einstaklingsfrelsi. Jónas
virðist hafa haft miklu meiri
áhuga á þjóðfrelsi en einstakl-
ingsfrelsi, en Jón Sigurðsson var
frelsissinni í báðum merking-
um orðsins. Þjóðfrelsi merkir,
að ríkið er sjálfstætt og lýtur
ekki yfirráðum annarra ríkja, til
dæmis Danaveldis. En fylgis-
menn einstaklingsfrelsis spyrja:
Hvað er fengið með því, að kúg-
ararnir séu innlendir frekar en
erlendir? Er ekki aðalatriðið, að
einstaklingarnir innan ríkisins
njóti réttar til að segja skoðun
sína opinberlega, stofna félög
og fyrirtæki, versla sín í milli
og við menn af öðru þjóðerni?
Guðmundur Hálfdánarson próf-
essor hefur haldið því fram með
nokkrum rökum, að togstreita
Íslendinga og Dana á nítjándu
öld hafi ekki síst verið vegna
þess, að danska stjórnin vildi
auka einstaklingsfrelsi á Íslandi,
en gamla valdastéttin íslenska
þybbast við.
Í öðrum skilningi er kvæði
Jónasar um Gunnar á Hlíðar-
enda þó satt, eins og allur góður
skáldskapur. Það bregður skærri
birtu á brýnt mannlegt úrlausn-
arefni. Hvenær er hlíðin svo
fögur og akrar bleikir, að menn
freistist ekki til þess að flytjast
brott? Þar mun hvorki ættjarðar-
ást né afbrýðisemi ráða úrslit-
um, heldur þau lífskjör, sem Ís-
lendingar njóta í samanburði við
aðrar þjóðir.
Síðustu sextán árin hefur hag-
kerfið íslenska tekið stakka-
skiptum. Íslendingar eru nú í
hópi þeirra tíu þjóða heims, sem
búa við frjálsasta hagkerfið. Til
þess að byggð haldist í landinu,
þurfa lífskjörin enn að batna.
Það gerist best með stórfelldum
skattalækkunum til fyrirtækja
og almennings. Ef tekjuskattur
fyrirtækja fellur niður í 10%, þá
verður skattaumhverfi hér eitt
hið hagstæðasta í Norðurálfunni.
Ef tekjuskattur einstaklinga fer
á nokkrum árum niður í 30%,
þá jafngildir það stórkostlegum
kjarabótum almennings. Þá
munu fleiri vilja koma en fara.
Í
kvöld verður Gríman veitt. Leiklistarverðlaunin, Ís-
lensku tónlistarverðlaunin og Eddan eru svokölluð fag-
verðlaun veitt eftir kosningu í samtökum listamanna:
Grímuverðlaunin eru veitt af þrjátíu manna hópi. Honum
er ætlað að meta nær áttatíu verk, sem er flestum ofviða,
jafnvel þeim sem atvinnu hafa af listumfjöllun. Slíkt er fram-
boðið.
Hátíð kvöldsins verður í nær áttræðu kvikmyndahúsi sem
hýsir starfsemi Íslensku óperunnar. Þar hefur sönglistin
haldið til í aldarfjórðung við óviðunandi aðstæður, fyrir flytj-
endur og gesti. Tónlistarmenn eru ekki betur settir: Sinfónían
spilar fyrir gesti sína í nær fimmtugu kvikmyndahúsi sem er
viðurkennt að er með ónýtan hljómburð. Þjóðleikhúsbygging-
in er í hörmulegu ástandi utan áhorfendasvæða og í nær þrjá-
tíu ára Borgarleikhúsi er kominn tími á viðhald. Þar verð-
ur ekkert leikið í sumar vegna viðgerða á áhorfendasvæðum.
Listasafn Íslands býr við þröngan kost.
Utan Reykjavíkur byggja menn menningarhús: Ísfirðingar
hafa leyst sín mál á farsælan hátt. Á Akureyri rís hús í sumar
undir leiklist, tónlist og fleira. Í öðrum fjórðungum deila
menn um staðsetningu.
Þessi nýja kynslóð samkomuhúsa kemur í stað félags-
heimilanna sem risu á sjöunda og áttunda áratug síðustu
aldar í stað þeirra sem risu strax eftir stríðið eða enn fyrr.
Þau gömlu hús grotna áfram niður – vegna lítils viðhalds víð-
ast hvar.
Íslensk menning er steinsteypa. Og sú var trú manna lengi
að steinsteypa væri viðhaldsfrí, sem hún er ekki. En hús verða
seint menning. Það er starfsemin í þeim sem skiptir máli.
Það gætir oft ríkrar sjálfumgleði á uppskeruhátíðum ís-
lenskra listamanna, einkum hjá sviðslistamönnum og kvik-
myndafólki. Það þykist slegið ljóma frægðar, sem er fynd-
in hugmynd á stóru landi og fámennri þjóð. Enn frekar þegar
litið er til hvernig valið er – sem alltaf er umdeilt.
Listalífið í landinu er af einum stofni með mörgum greinum.
Einyrkjar og samtök listamanna standa fyrir ýmiss konar
starfi. Einungis fáum er tryggt viðurværi í opinberu starfi.
Stofnanir þurfa nauðsynlega að búa við endurnýjun stjórn-
enda. Þar eiga menn ekki að festast í sessi. Nýir menn hleypa
fjöri í starf, eins og nýr forstöðumaður Norræna hússins
hefur sýnt.
Svo ríkur þáttur sem listir og menning eru í lífi þjóðarinn-
ar er stjórnvöldum skylt að huga stöðugt að umhverfi list-
anna. Þegar náðarár nýrrar ríkisstjórnar er liðið verður spurt
að því: hver verður fjárhagsrammi listanna í landinu næstu
árin? Ekki í steinsteypu og viðhaldi, heldur lifandi starfi?
Ekkert er okkur óhollara en sjálfumgleðin í þeim efnum.
Um þau mál er best að ræða grímulaust.
Dagur
sjálfumgleðinnar
Einar Kristinn Guðfinnsson var um ára-bil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en
eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann
miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins
en stjórnandi. Á vordögum fengu lands-
menn enn eina staðfestingu á því að kvóta-
kerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er
að landsmenn skuli veiða einungis þriðj-
ung þess þorskafla sem fiskaðist að jafn-
aði fyrir daga kvótakerfisins.
Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum
Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víð-
tæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á
málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að
hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af
breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hag-
fræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar
sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af
sjávarútvegi.
Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð
á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við
sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstakl-
ingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna
ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki
er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur
hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli
stórs hrygningarstofns og mikillar ný-
liðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s.
Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðing-
ur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýleg-
um merkingaverkefnum sem sýna svart
á hvítu að veiði úr þorskstofninum við
Ísland er margfalt minni en stofnlíkan
Hafró gefur til kynna.
Það er grafalvarlegt að sjávarútvegs-
ráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara
yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns
Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur
kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að
leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræði-
stofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin
hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun
Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnk-
að veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun.
Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra
að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstak-
lega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn
til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum ár-
angri.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Ráðalaus sjávarútvegsráðherra
Gunnarshólmi Jónasar
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
S3 490 HTD NÝTT
150.000,- kr.AFSLÁTTUR
Fullt verð kr. 2.617.000,-
Tilboð kr. 2.467.000,-
Ti
lb
o
ð
g
ild
ir
t
il
20
. j
ú
n
í 2
00
7